Stóraukin snjókoma gæti vegið upp á móti hækkun sjávarborðs Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2018 12:15 Hlýnandi loft og sjór veldur bráðnun íss á Suðurskautslandinu. Vísbendingar eru um að aukin úrkoma í hlýnandi heimi gæti unnið upp á móti hluta hækkunar sjávarsborðs vegna bráðnunarinnar. Vísir/AFP Snjókoma á stóru svæði á austanverðu Suðurskautslandinu hefur aukist verulega frá þarsíðustu aldamótum. Haldi sú þróun áfram með hnattrænni hlýnun telja vísindamenn að hún gæti dregið úr hækkun yfirborðs sjávar af völdum bráðnandi íss á suðurskautinu. Svo gríðarlegt magn íss er að finna á Suðurskautslandinu að ef hann bráðnaði allur gæti hann hækkað yfirborð sjávar um rúmlega sextíu metra. Það er því ekki að ástæðulausu sem eitt helsta áhyggjuefnið við loftslagsbreytingar af völdum manna er bráðnun íshellunnar þar. Ný rannsókn á úrkomu sem fellur á vesturhluta Lands Maud drottningar á austanverðu Suðurskautslandinu leiðir í ljós að snjókoma hefur aukist um fjórðung frá aldamótunum 1900. Aukningin hefur verið sérstaklega mikil síðustu áratugina, að því er kemur fram í umfjöllun Washingon Post um rannsóknina. Sú niðurstaða er í góðu samræmi við spár um að hlýnun jarðar valdi aukinni úrkomu. Eftir því sem lofthjúpurinn hitnar eykst geta loftsins til þess að bera raka sem leiðir til meiri úrkomu. Hitinn á Landi Maud drottningar hefur risið um eina gráðu frá upphafi iðnbyltingarinnar. Úrkoman þar er nú talin meiri en hún hefur verið í um tvö þúsund ár.Úrkomuaukningin þyrfti að ná yfir allt suðurskautið Loftslagslíkön spá því að aukin snjókoma á Suðurskautslandinu muni jafngilda um 1,5 millímetrum í hækkun yfirborðs sjávar á ári fyrir lok þessarar aldar. Gangi það eftir gæti það vegið upp á móti um helmingi hækkunar sjávarborðs sem spáð er. Þessi jafna er hins vegar viðkvæm fyrir breytingum. Washington Post segir að ef aukin úrkoma á að vega upp á móti áframhaldandi bráðnun íssins á Suðurskautslandinu þurfi aukningin að halda áfram út öldina og eiga sér stað um allt meginlandið. Rannsóknin nú nær hins vegar aðeins til hluta austanverðrar álfunnar. Brooke Medley, aðalhöfundur rannsóknarinnar og vísindamaður hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA, segir að niðurstaðan þýði ekki að Suðurskautslandið sé að bæta við sig ís heldur aðeins að úrkoman gæti vegið upp á móti tapinu. „Ef þú tekur nettóútkomuna þá horfum við enn upp á ístap,“ segir hún við blaðið. Grein um rannsókn hennar og félaga hennar birtist í vísindaritinu Geophysical Research Letters. Andrew Shepherd, sérfræðingur í Suðurskautslandinu hjá Háskólanum í Leeds á Bretlandi, bendir á að rannsóknin sýni að loftslagslíkön hafi vanmetið hlýnun og aukna snjókomu á þessum hluta Suðurskautslandsins. „Það er mikilvægt að komast að því hvort að þetta misræmi nái yfir allt meginlandið og sé til staðar í öðrum loftslagslíkönum til að hægt sé að endurskoða loftslagsspár til að taka tillit til aukinnar snjókomu því að hún gæti vegið upp á móti hluta af viðbúinni hækkun yfirborðs sjávar í framtíðinni,“ segir hann. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Mörgæsarungar sultu í hel í hrönnum Adelie-mörgæsarstofninn á austanverðu Suðurskautslandi varð fyrir miklum hörmungum í vor. 16. október 2017 10:38 Mældu gríðarlega bráðnun viðkvæmrar íshellu Svæði sem er tæplega átta sinnum stærra en Ísland að flatarmáli bráðnaði síðasta sumar á viðkvæmri hafíshellu við Suðurskautslandið. 15. júní 2017 13:50 Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30 Risavaxinn borgarísjaki að brotna af suðurskautsísnum Hröð stækkun mikillar sprungu í Larsen C-íshellunni á Suðurskautslandinu bendir til þess að tröllvaxinn borgarísjaki sé í þann mund að brotna af henni. 1. júní 2017 09:48 Metaukning í styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu í fyrra Nýjar tölur um magn gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum benda til þess að erfitt verði að ná markmiðum um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5-2°C. 30. október 2017 10:39 Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Snjókoma á stóru svæði á austanverðu Suðurskautslandinu hefur aukist verulega frá þarsíðustu aldamótum. Haldi sú þróun áfram með hnattrænni hlýnun telja vísindamenn að hún gæti dregið úr hækkun yfirborðs sjávar af völdum bráðnandi íss á suðurskautinu. Svo gríðarlegt magn íss er að finna á Suðurskautslandinu að ef hann bráðnaði allur gæti hann hækkað yfirborð sjávar um rúmlega sextíu metra. Það er því ekki að ástæðulausu sem eitt helsta áhyggjuefnið við loftslagsbreytingar af völdum manna er bráðnun íshellunnar þar. Ný rannsókn á úrkomu sem fellur á vesturhluta Lands Maud drottningar á austanverðu Suðurskautslandinu leiðir í ljós að snjókoma hefur aukist um fjórðung frá aldamótunum 1900. Aukningin hefur verið sérstaklega mikil síðustu áratugina, að því er kemur fram í umfjöllun Washingon Post um rannsóknina. Sú niðurstaða er í góðu samræmi við spár um að hlýnun jarðar valdi aukinni úrkomu. Eftir því sem lofthjúpurinn hitnar eykst geta loftsins til þess að bera raka sem leiðir til meiri úrkomu. Hitinn á Landi Maud drottningar hefur risið um eina gráðu frá upphafi iðnbyltingarinnar. Úrkoman þar er nú talin meiri en hún hefur verið í um tvö þúsund ár.Úrkomuaukningin þyrfti að ná yfir allt suðurskautið Loftslagslíkön spá því að aukin snjókoma á Suðurskautslandinu muni jafngilda um 1,5 millímetrum í hækkun yfirborðs sjávar á ári fyrir lok þessarar aldar. Gangi það eftir gæti það vegið upp á móti um helmingi hækkunar sjávarborðs sem spáð er. Þessi jafna er hins vegar viðkvæm fyrir breytingum. Washington Post segir að ef aukin úrkoma á að vega upp á móti áframhaldandi bráðnun íssins á Suðurskautslandinu þurfi aukningin að halda áfram út öldina og eiga sér stað um allt meginlandið. Rannsóknin nú nær hins vegar aðeins til hluta austanverðrar álfunnar. Brooke Medley, aðalhöfundur rannsóknarinnar og vísindamaður hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA, segir að niðurstaðan þýði ekki að Suðurskautslandið sé að bæta við sig ís heldur aðeins að úrkoman gæti vegið upp á móti tapinu. „Ef þú tekur nettóútkomuna þá horfum við enn upp á ístap,“ segir hún við blaðið. Grein um rannsókn hennar og félaga hennar birtist í vísindaritinu Geophysical Research Letters. Andrew Shepherd, sérfræðingur í Suðurskautslandinu hjá Háskólanum í Leeds á Bretlandi, bendir á að rannsóknin sýni að loftslagslíkön hafi vanmetið hlýnun og aukna snjókomu á þessum hluta Suðurskautslandsins. „Það er mikilvægt að komast að því hvort að þetta misræmi nái yfir allt meginlandið og sé til staðar í öðrum loftslagslíkönum til að hægt sé að endurskoða loftslagsspár til að taka tillit til aukinnar snjókomu því að hún gæti vegið upp á móti hluta af viðbúinni hækkun yfirborðs sjávar í framtíðinni,“ segir hann.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Mörgæsarungar sultu í hel í hrönnum Adelie-mörgæsarstofninn á austanverðu Suðurskautslandi varð fyrir miklum hörmungum í vor. 16. október 2017 10:38 Mældu gríðarlega bráðnun viðkvæmrar íshellu Svæði sem er tæplega átta sinnum stærra en Ísland að flatarmáli bráðnaði síðasta sumar á viðkvæmri hafíshellu við Suðurskautslandið. 15. júní 2017 13:50 Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30 Risavaxinn borgarísjaki að brotna af suðurskautsísnum Hröð stækkun mikillar sprungu í Larsen C-íshellunni á Suðurskautslandinu bendir til þess að tröllvaxinn borgarísjaki sé í þann mund að brotna af henni. 1. júní 2017 09:48 Metaukning í styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu í fyrra Nýjar tölur um magn gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum benda til þess að erfitt verði að ná markmiðum um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5-2°C. 30. október 2017 10:39 Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Mörgæsarungar sultu í hel í hrönnum Adelie-mörgæsarstofninn á austanverðu Suðurskautslandi varð fyrir miklum hörmungum í vor. 16. október 2017 10:38
Mældu gríðarlega bráðnun viðkvæmrar íshellu Svæði sem er tæplega átta sinnum stærra en Ísland að flatarmáli bráðnaði síðasta sumar á viðkvæmri hafíshellu við Suðurskautslandið. 15. júní 2017 13:50
Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30
Risavaxinn borgarísjaki að brotna af suðurskautsísnum Hröð stækkun mikillar sprungu í Larsen C-íshellunni á Suðurskautslandinu bendir til þess að tröllvaxinn borgarísjaki sé í þann mund að brotna af henni. 1. júní 2017 09:48
Metaukning í styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu í fyrra Nýjar tölur um magn gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum benda til þess að erfitt verði að ná markmiðum um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5-2°C. 30. október 2017 10:39
Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00