Færeyingar telja ákvörðun sjávarútvegsráðherra ólöglega 5. janúar 2018 21:58 Høgni Hoydal sjávarútvegsráðherra Færeyja mótmælir því að fiskveiðisamningur Íslands og Færeyja sé felldur úr gildi. Samsett mynd Færeysk stjórnvöld lýsa mikilli undrun sinni á þeirri stöðu sem komin er upp í samningaviðræðum Færeyja og Íslands og hvernig íslensk stjórnvöld kynna hana. Þetta kemur fram í fréttabréfi frá Høgna Hoydal sjávarútvegsráðherra Færeyja. Í bréfinu er því einnig mótmælt að gildandi fiskveiðisamningur milli Íslands og Færeyja sé felldur úr gildi. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Høgni Hoydal hittust á árlegum fundi sem haldinn var í Þórshöfn dagana 12. og 13. desember sl. og ekki náðist samkomulag á fundinum um veiðiheimildir Færeyinga í íslenskri lögsögu og um gagnkvæman aðgang að lögsögum ríkjanna vegna veiða á kolmunna og norsk-íslenskri síld árið 2018. Þá felldi Kristján Þór úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á árinu. Í bréfinu segir Høgni að í kjölfar fundsins hafi aðeins verið ákveðið að halda áfram samskiptum sínum til þess að gera nýjan samning fyrir árið 2018 en að svo hafi íslensk stjórnvöld tekið óvænt og einhliða skref. „Tilkynning um stöðu viðræðnanna er ekki í samræmi við afstöðu og upplifun Færeyinga af þeim,” segir Høgni í bréfinu.Mótmæla þessari ólöglegu aðgerð Landsstjórn Færeyja undrast framferði íslenskra stjórnvalda og segjast mótmæla þessari ólöglegu aðgerð og hefur Høgni Hoydal ráðfært sig við utanríkismálanefnd færeyska Lögþingsins vegna málsins. Høgni hafnar því einnig að Færeyingar hafi krafist aukinna heimilda til að veiða á botnfiski í íslenskri lögsögu. „Það er ekki rétt. Um var að ræða hefðbundnar samningaviðræður, þar sem báðir aðilar viðruðu óskir sínar, og tekin upp að nýju þau atriði, sem hafa verið óleyst, og atriði sem aðilarnir hafa orðið sammála um og samið um á síðustu árum,“ segir Høgni í bréfinu. Hann segist einnig undrast verulega að Ísland skuli hlaupa frá gerðum samningi milli Færeyja og Íslands og að það skuli vera gert eftir að Ísland hefur nýtt sér þá möguleika sem í samningnum felast. Um níutíu prósent af kolmunnaafla Íslands er veiddur í færeyskri lögsögu. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á næsta ári. 30. desember 2017 12:25 Vonbrigði að Færeyingar hafi ekki tekið tilboðinu Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra á þó von á að ríkin setjist senn að samningaborðinu á ný svo unnt verði að leysa úr stöðunni. 30. desember 2017 20:30 Ísland og Færeyjar deila um kolmunna Samningaviðræður Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan efnahagslögsögu landanna hafa siglt í strand að hluta. 29. desember 2017 06:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Færeysk stjórnvöld lýsa mikilli undrun sinni á þeirri stöðu sem komin er upp í samningaviðræðum Færeyja og Íslands og hvernig íslensk stjórnvöld kynna hana. Þetta kemur fram í fréttabréfi frá Høgna Hoydal sjávarútvegsráðherra Færeyja. Í bréfinu er því einnig mótmælt að gildandi fiskveiðisamningur milli Íslands og Færeyja sé felldur úr gildi. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Høgni Hoydal hittust á árlegum fundi sem haldinn var í Þórshöfn dagana 12. og 13. desember sl. og ekki náðist samkomulag á fundinum um veiðiheimildir Færeyinga í íslenskri lögsögu og um gagnkvæman aðgang að lögsögum ríkjanna vegna veiða á kolmunna og norsk-íslenskri síld árið 2018. Þá felldi Kristján Þór úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á árinu. Í bréfinu segir Høgni að í kjölfar fundsins hafi aðeins verið ákveðið að halda áfram samskiptum sínum til þess að gera nýjan samning fyrir árið 2018 en að svo hafi íslensk stjórnvöld tekið óvænt og einhliða skref. „Tilkynning um stöðu viðræðnanna er ekki í samræmi við afstöðu og upplifun Færeyinga af þeim,” segir Høgni í bréfinu.Mótmæla þessari ólöglegu aðgerð Landsstjórn Færeyja undrast framferði íslenskra stjórnvalda og segjast mótmæla þessari ólöglegu aðgerð og hefur Høgni Hoydal ráðfært sig við utanríkismálanefnd færeyska Lögþingsins vegna málsins. Høgni hafnar því einnig að Færeyingar hafi krafist aukinna heimilda til að veiða á botnfiski í íslenskri lögsögu. „Það er ekki rétt. Um var að ræða hefðbundnar samningaviðræður, þar sem báðir aðilar viðruðu óskir sínar, og tekin upp að nýju þau atriði, sem hafa verið óleyst, og atriði sem aðilarnir hafa orðið sammála um og samið um á síðustu árum,“ segir Høgni í bréfinu. Hann segist einnig undrast verulega að Ísland skuli hlaupa frá gerðum samningi milli Færeyja og Íslands og að það skuli vera gert eftir að Ísland hefur nýtt sér þá möguleika sem í samningnum felast. Um níutíu prósent af kolmunnaafla Íslands er veiddur í færeyskri lögsögu.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á næsta ári. 30. desember 2017 12:25 Vonbrigði að Færeyingar hafi ekki tekið tilboðinu Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra á þó von á að ríkin setjist senn að samningaborðinu á ný svo unnt verði að leysa úr stöðunni. 30. desember 2017 20:30 Ísland og Færeyjar deila um kolmunna Samningaviðræður Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan efnahagslögsögu landanna hafa siglt í strand að hluta. 29. desember 2017 06:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á næsta ári. 30. desember 2017 12:25
Vonbrigði að Færeyingar hafi ekki tekið tilboðinu Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra á þó von á að ríkin setjist senn að samningaborðinu á ný svo unnt verði að leysa úr stöðunni. 30. desember 2017 20:30
Ísland og Færeyjar deila um kolmunna Samningaviðræður Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan efnahagslögsögu landanna hafa siglt í strand að hluta. 29. desember 2017 06:00