Hversu mikið situr þú? Unnur Pétursdóttir skrifar 5. janúar 2018 14:13 Sjúkraþjálfarar hafa nú í vaxandi mæli tekið upp það kerfi við mat á hreyfingu skjólstæðinga sinna að í stað þess að spyrja um hreyfingu, þá er spurt: Hversu mikið situr þú á hverjum degi? Það er nefnilega að mörgu leyti betri mælikvarði á hreyfingu eða hreyfingarleysi, því fólk á almennt mun auðveldara með að skilgreina hvað er að sitja, heldur en hvað fellur undir hreyfingu. Og svörin eru oft sláandi. Dæmigerður Íslendingur getur þannig setið 1 klst á dag á leið í/úr vinnu, setið 8-10 klst við vinnu, setið 2 klst fyrir framan tölvu heima og aðrar 2 klst við sjónvarp. Þannig er stærstum hluta vökutíma varið í algera kyrrsetu. Margir telja sig eiga erfitt með að stunda líkamsrækt vegna tímaleysis eða annarra aðstæðna. Þá er sjálfsagt að taka tillit til þeirra aðstæðna og sníða sér stakk eftir vexti. Ertu bundin(n) yfir börnum? Farðu út og hreyfðu þig með þeim. Er stigi þar sem þú vinnur/býrð? Stigar eru snilldaræfingartæki. Ertu hreyfihamlaður? Fullt af tilboðum fyrir aldraða/fatlaða, leitið og þér munuð finna. Ertu bíllaus? Farðu þinna ferða gangandi og náðu þannig 10-12.000 skrefum á dag. Ganga er auðveldasta og aðgengilegasta líkamsrækt sem fyrirfinnst og hægt að flétta inn í daglegt líf langflestra. Hreyfing er besta forvörnin til viðhalds heilsu en einnig besta meðferð með hægt er að beita við fjöldamörgum sjúkdómum og kvillum sem hrjá fólk. Væri til lyf með jafn breiðvirka virkni og hreyfing veitir, þá væri það kallað kraftaverkalyf. Ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag er hætt við að heilsan, færnin og hreyfigetan verði af skornum skammti á gamals aldri. Eru 30 mín á dag þér ofviða? Hversu miklum tíma verð þú í tilgangslitla tölvunotkun daglega? Hversu mikið situr þú?Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Mest lesið Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sjúkraþjálfarar hafa nú í vaxandi mæli tekið upp það kerfi við mat á hreyfingu skjólstæðinga sinna að í stað þess að spyrja um hreyfingu, þá er spurt: Hversu mikið situr þú á hverjum degi? Það er nefnilega að mörgu leyti betri mælikvarði á hreyfingu eða hreyfingarleysi, því fólk á almennt mun auðveldara með að skilgreina hvað er að sitja, heldur en hvað fellur undir hreyfingu. Og svörin eru oft sláandi. Dæmigerður Íslendingur getur þannig setið 1 klst á dag á leið í/úr vinnu, setið 8-10 klst við vinnu, setið 2 klst fyrir framan tölvu heima og aðrar 2 klst við sjónvarp. Þannig er stærstum hluta vökutíma varið í algera kyrrsetu. Margir telja sig eiga erfitt með að stunda líkamsrækt vegna tímaleysis eða annarra aðstæðna. Þá er sjálfsagt að taka tillit til þeirra aðstæðna og sníða sér stakk eftir vexti. Ertu bundin(n) yfir börnum? Farðu út og hreyfðu þig með þeim. Er stigi þar sem þú vinnur/býrð? Stigar eru snilldaræfingartæki. Ertu hreyfihamlaður? Fullt af tilboðum fyrir aldraða/fatlaða, leitið og þér munuð finna. Ertu bíllaus? Farðu þinna ferða gangandi og náðu þannig 10-12.000 skrefum á dag. Ganga er auðveldasta og aðgengilegasta líkamsrækt sem fyrirfinnst og hægt að flétta inn í daglegt líf langflestra. Hreyfing er besta forvörnin til viðhalds heilsu en einnig besta meðferð með hægt er að beita við fjöldamörgum sjúkdómum og kvillum sem hrjá fólk. Væri til lyf með jafn breiðvirka virkni og hreyfing veitir, þá væri það kallað kraftaverkalyf. Ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag er hætt við að heilsan, færnin og hreyfigetan verði af skornum skammti á gamals aldri. Eru 30 mín á dag þér ofviða? Hversu miklum tíma verð þú í tilgangslitla tölvunotkun daglega? Hversu mikið situr þú?Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun