Körfubolti

Þrjú barna Sager fengu ekkert við andlát hans

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Craig Sager.
Craig Sager. vísir/getty
Íþróttafréttamaðurinn Craig Sager lést fyrir rúmu ári síðan og nú hefur komið í ljós að þrjú af fimm börnum hans fengu ekki dollar af peningunum hans er hann lést.

Sager var tvígifur. Hann var giftur Lisu Gabel frá 1980 til 2002. Hann giftist svo Stacy Strebel árið 2001 og var enn giftur henni er hann lést. Þau eignuðust tvö börn saman.

Er erfðaskrá Sager var lesinn upp kom í ljós að hann ákvað að gefa börnum sínum þremur úr fyrra hjónabandinu ekki neitt. Þau sættu sig við það og ákváðu að aðhafast ekkert frekar í málinu.





Engu að síður ætlar eiginkona Sager, Strebel, að fara með málið fyrir dóm og lögfesta endanlega að þau megi ekki fá neitt af peningunum hans. Það finnst börnunum eðlilega afar furðulegt.

Eiginkona Sager leggur mikið á sig til þess að halda fyrrum eiginkonu Sager og börnunum úr því hjónabandi frá sér. Börnin fá ekki að vinna við styrktarsjóð föður síns og fyrrum eiginkonan fékk ekki að mæta í útför Sager. Hún meinaði einnig dóttur hans aðgang að heimili þeirra daginn áður en Sager lést.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×