Morðið gæti flækt samskipti ríkja Bryndís skrifar 17. janúar 2018 06:00 Morðið á Ivanovic gæti haft pólitískar afleiðingar. Vísir/Epa Kósóvó-serbneski stjórnmálamaðurinn Oliver Ivanovic var skotinn til bana í borginni Mitrovica í gærmorgun. Ivanovic var skotinn sex sinnum í bringuna af leyniskyttu og lést skömmu síðar á nærliggjandi sjúkrahúsi. Dauði Ivanovic, sem var einn þekktasti kósóvó-serbneski stjórnmálamaðurinn, gæti flækt samskipti Serbíu og Kósóvó enn frekar. Ivanovic var fyrrverandi ríkisstjóri Kósóvó og Metohija og var umdeildur þar sem hann var fyrir tveimur árum dæmdur fyrir stríðsglæpi gegn Albönum árið 1999. Dómnum var snúið við á efra dómsstigi. Samskipti Kósóvó og Albaníu hafa lengi verið stirð en Kósóvó lýsti yfir sjálfstæði árið 2008 og hafa meira en 100 lönd viðurkennt sjálfstæðisyfirlýsinguna. Þar á meðal Ísland. Rússland og Serbía hafa ekki viðurkennt sjálfstæði ríkisins. Í gær áttu að hefjast fyrstu formlegu viðræður fulltrúa Belgrad, höfuðborgar Serbíu, og Pristina, höfuðborgar Kósóvó, í meira en ár. Ivanovic var einn helsti andstæðingur stjórnmálaflokks Serba í Kósóvó en hann gagnrýndi einnig opinberlega serbnesk stjórnvöld fyrir að styðja einungis Serba í kosningum í Kósóvó. James Ker-Lindsay, sérfræðingur í málefnum Suðaustur-Evrópu sagði við fréttastofu The Guardian að morðið á Ivanovic yrði líklega notað til þess að ná fram pólitískum ávinningi. Albanía Kósovó Serbía Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Kósóvó-serbneski stjórnmálamaðurinn Oliver Ivanovic var skotinn til bana í borginni Mitrovica í gærmorgun. Ivanovic var skotinn sex sinnum í bringuna af leyniskyttu og lést skömmu síðar á nærliggjandi sjúkrahúsi. Dauði Ivanovic, sem var einn þekktasti kósóvó-serbneski stjórnmálamaðurinn, gæti flækt samskipti Serbíu og Kósóvó enn frekar. Ivanovic var fyrrverandi ríkisstjóri Kósóvó og Metohija og var umdeildur þar sem hann var fyrir tveimur árum dæmdur fyrir stríðsglæpi gegn Albönum árið 1999. Dómnum var snúið við á efra dómsstigi. Samskipti Kósóvó og Albaníu hafa lengi verið stirð en Kósóvó lýsti yfir sjálfstæði árið 2008 og hafa meira en 100 lönd viðurkennt sjálfstæðisyfirlýsinguna. Þar á meðal Ísland. Rússland og Serbía hafa ekki viðurkennt sjálfstæði ríkisins. Í gær áttu að hefjast fyrstu formlegu viðræður fulltrúa Belgrad, höfuðborgar Serbíu, og Pristina, höfuðborgar Kósóvó, í meira en ár. Ivanovic var einn helsti andstæðingur stjórnmálaflokks Serba í Kósóvó en hann gagnrýndi einnig opinberlega serbnesk stjórnvöld fyrir að styðja einungis Serba í kosningum í Kósóvó. James Ker-Lindsay, sérfræðingur í málefnum Suðaustur-Evrópu sagði við fréttastofu The Guardian að morðið á Ivanovic yrði líklega notað til þess að ná fram pólitískum ávinningi.
Albanía Kósovó Serbía Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira