Ákveðið hefur verið að hætta sjóða vatn fyrir sjúklinga á Landspítalanum eftir að samstarfsnefnd um sóttvarnir fundaði í morgun. Vatnið var soðið eftir að greint var frá því að jarðvegsgerlar hefðu mælst í köldu vatni á höfðborgarsvæðinu.
Veitur hafa fullyrt að óhætt sé að drekka vatnið þrátt fyrir að gerlafjöldi hafi mælst yfir viðmiðunarmörkum í sýnum sem voru tekin á föstudag. Þó var mælt með því að drykkjarvatn væri soðið í vissum hverfum borgarinnar til öryggis fyrir viðkvæma einstaklinga eins og þá sem eru með lélegt ónæmiskerfi, ungbörn, aldraða eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma.
Ólafur Guðlaugsson, yfirmaður sýkingavarnardeildar Landspítalans, segir við Vísi að eftir fundinn í morgun hafi verið ákveðið að hætta að sjóða vatnið á spítalanum.
Hætt að sjóða vatnið á Landspítalanum

Tengdar fréttir

Sviðsstjóri skóla og frístundasviðs Reykjavíkur: „Við öndum bara með nefinu“
Ekki hefur verið gripið til sérstakra ráðstafana í skólum Reykjavíkurborgar eftir að jarðvegsgerlar fundust í neysluvatni Reykvíkinga.

Jarðvegsgerlar í neysluvatni á Seltjarnarnesi
Mælst hefur fjölgun jarðvegsgerla í kalda vatninu á Seltjarnarnesi eins og í sumum hverfum í Reykjavík.

Jarðvegsgerlar í kalda vatninu í Reykjavík
Í varúðarskyni mælir Heilbrigðiseftirlitið með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef um neytendur er að ræða sem eru viðkvæmir t.d. með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma.