Titlarnir teknir af lögmönnum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. janúar 2018 07:00 Lögmenn eru ekki lengur titlaðir með hdl eða hrl. vísir/anton brink Lögmenn eru ekki lengur titlaðir sem héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmenn í nýjum lögum um lögmenn, sem tóku gildi samhliða stofnun nýs millidómstigs, Landsréttar, þrátt fyrir að þeir hafi málflutningsréttindi þess efnis. Titlarnir hrl. og hdl. hafa þannig verið felldir úr gildi. „Hinn formlegi titill er nú lögmaður. Mönnum þótti kannski þetta titlatog almennt ekki vera í samræmi við íslenskar hefðir og óþjált að vera með þrenns konar titla sem hefði orðið tilvikið eftir að Landsréttur tók til starfa,” segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands. Að auki sé þetta ákveðin leið til þess að gæta jafnræðis innan lögmannastéttarinnar. „Þetta sendir einnig þau skilaboð að allir lögmenn séu jafnir – þannig lagað. Við sáum það til dæmis mikið í gamla daga hjá lögmönnum sem fluttu aldrei mál og ætluðu kannski aldrei að leggja það fyrir sig, að þeir upplifðu þörf til þess að afla sér réttinda með tilheyrandi umstangi og veseni bara til þess að vera á pari við félagana varðandi titil. Þannig að hugmyndin er sú að senda þau skilaboð að það sé enginn munur á lögmönnum og lögmönnum þó þeir fáist við mismunandi hluti,” segir Reimar. Nú þurfi hver að hafa sinn háttinn á varðandi auðkenningu réttinda sinna. „Lögmenn hafa mismunandi rétt gagnvart dómstólum. Sumir hafa rétt til að flytja mál fyrir héraðsdómstólum, aðrir fyrir Landsrétti og enn aðrir fyrir Hæstarétti, en það er ekkert vikið að því í lögum hvernig menn auðkenna sig eða greina viðskiptavinum frá réttindi sínum. Það er auðvitað ákveðin þrepaskipting í réttindum manna, en ekki gerður neinn titilsmunur á þeim í lögum.” Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Lögmenn eru ekki lengur titlaðir sem héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmenn í nýjum lögum um lögmenn, sem tóku gildi samhliða stofnun nýs millidómstigs, Landsréttar, þrátt fyrir að þeir hafi málflutningsréttindi þess efnis. Titlarnir hrl. og hdl. hafa þannig verið felldir úr gildi. „Hinn formlegi titill er nú lögmaður. Mönnum þótti kannski þetta titlatog almennt ekki vera í samræmi við íslenskar hefðir og óþjált að vera með þrenns konar titla sem hefði orðið tilvikið eftir að Landsréttur tók til starfa,” segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands. Að auki sé þetta ákveðin leið til þess að gæta jafnræðis innan lögmannastéttarinnar. „Þetta sendir einnig þau skilaboð að allir lögmenn séu jafnir – þannig lagað. Við sáum það til dæmis mikið í gamla daga hjá lögmönnum sem fluttu aldrei mál og ætluðu kannski aldrei að leggja það fyrir sig, að þeir upplifðu þörf til þess að afla sér réttinda með tilheyrandi umstangi og veseni bara til þess að vera á pari við félagana varðandi titil. Þannig að hugmyndin er sú að senda þau skilaboð að það sé enginn munur á lögmönnum og lögmönnum þó þeir fáist við mismunandi hluti,” segir Reimar. Nú þurfi hver að hafa sinn háttinn á varðandi auðkenningu réttinda sinna. „Lögmenn hafa mismunandi rétt gagnvart dómstólum. Sumir hafa rétt til að flytja mál fyrir héraðsdómstólum, aðrir fyrir Landsrétti og enn aðrir fyrir Hæstarétti, en það er ekkert vikið að því í lögum hvernig menn auðkenna sig eða greina viðskiptavinum frá réttindi sínum. Það er auðvitað ákveðin þrepaskipting í réttindum manna, en ekki gerður neinn titilsmunur á þeim í lögum.”
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira