Dómsmálaráðherra ætlar að endurskoða reglur um skipun dómara Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. janúar 2018 18:45 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að skoða þurfi breytingar á reglum og mögulega einnig lögum um dómstóla til að vanda ferlið við skipun dómara. Tvær vikur sé allt of skammur tími til að fara yfir niðurstöður dómnefndar. Þá þurfi að skoða mögulega aðkomu leikmanna að matsferlinu. Guðlaugur Þór Þórðarson settur dómsmálaráðherra ákvað í gær að skipa þá átta héraðsdómara sem dómnefnd taldi hæfasta þrátt fyrir alvarlegar athugasemdir sem hann gerði um umsögn nefndarinnar um umsækjendur. Hann lýsti athugasemdum sínum og tillögum í bréfi til Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í gær. Í bréfinu segir settur ráðherra að hann sé enn litlu nær um það mat sem fram fór á vettvangi nefndarinnar, þrátt fyrir að hafa í tvígang óskað eftir nánari skýringum. Guðlaugur Þór var settur dómsmálaráðherra í málinu því Sigríður hafði vikið sæti vegna vanhæfis.Óheimilt að fara gegn dómnefndinni án samþykkis Alþingis Þegar lögum um dómstóla var breytt árið 2010 var ráðherra gert óheimilt að skipa annan dómara en þann sem dómnefnd mat hæfastan nema afla samþykkis Alþingis fyrir skipuninni. Með dómum Hæstaréttar frá 19. desember 2017 um skipun dómara við Landsrétt liggur fyrir að ef dómsmálaráðherra hyggst víkja frá mati dómnefndar þarf hann að byggja ákvörðun sína á sjálfstæðri rannsókn samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga og þarf auk þess að tryggja að við rannsóknina sé sérþekking til staðar sambærileg þeirri sem dómnefndin býr yfir. Í ljósi þeirrar rannsóknarskyldu sem lögð er á dómsmálaráðherra sem víkur frá tillögum dómnefndar hefur verið bent á að tvær vikur sé of knappur tími fyrir ráðherra til að fara yfir umsögn dómnefndar. Þetta er meðal þess sem Guðlaugur Þór nefndi í sínu bréfi. Sigríður tekur undir þetta sjónarmið.Finnst þér þá að það þurfi að lengja frestinn í lögum um dómstóla? „Já, ég held að það þurfi að gera það, tvímælalaust. Skoða þetta með einhverjum hætti og einnig, eins og ég hef bent á áður, að velta því upp með hvaða ætti þessi rannsókn ráðherra á að fara fram,“ segir Sigríður. Ólöf Nordal heitin fyrrverandi innanríkisráðherra. Hún velti þeirri hugmynd upp árið 2015 hvort ekki þyrfti að endurskoða ákvæði um skipun dómara með það fyrir augum að veita ráðherra svigrúm til að leggja mat á umsækjendur um dómaraembætti.Ekki í fyrsta skipti sem nefndin skilar umdeildri umsögn Settur dómsmálaráðherra gerði eins og áður segir margvíslegar athugasemdir við síðustu umsögn dómnefndarinnar. Hann furðaði sig meðal annars á því hvernig nefndin gat komist að þeirri niðurstöðu að umsækjandi sem var með 20 ára reynslu sem dómari væri raðað skör lægra en umsækjanda sem hafði verið settur dómari um 8 ára skeið. Ekki var hægt að glöggva sig á ástæðunni í umsögninni sjálfri og var það ekki rökstutt af nefndinni. Mat dómnefndar á umsækjendum um embætti héraðsdómara er ekki það fyrsta frá nefndinni sem þykir umdeilt. Árið 2015 lýsti Ólöf Nordal heitin, þáverandi innanríkisráðherra, því yfir að umsögn dómnefndar um umsækjendur um embætti hæstaréttardómara hafi komið sér á óvart. Dómnefndin áleit Karl Axelsson hæfastan úr röðum umsækjenda en aðrir umsækjendur voru Ingveldur Einarsdóttir héraðsdómari og dr. Davíð Þór Björgvinsson dómari við Mannréttindadómstól Evrópu. Ólöf velti því upp hvort ráðherra ætti ekki að hafa svigrúm til að leggja sjálfstætt mat á umsækjendur um dómaraembætti. „Í þjóðfélaginu geta verið margvísleg sjónarmið sem mönnum finnst ekki endurspeglast í réttinum. Á ráðherra þá ekki að geta haft eitthvað svigrúm til þess að velja úr tveimur jafn hæfum einstaklingum. Mér finnst það vera sjónarmið sem ástæða er til að velta upp í ljósi þeirrar fimm ára reynslu sem við höfum af lögunum,“ sagði Ólöf þá. Einnig hefur verið bent á að ekkert í frumvarpi því sem varð að breytingu á lögum um dómstóla árið 2010 kvað á um að dómnefndin ætti að velja nákvæmlega þann fjölda umsækjenda sem væru hæfastir sem er í reynd það sem nefndin hefur gert á síðustu árum. Nefndin valdi í desember sl. 8 hæfustu umsækjendurna úr röðum 41 umsækjanda um embætti héraðdómara en í lögum um dómstóla segir einfaldlega að nefndin eigi að tilgreina hverjir séu hæfastir. „Í umsögn dómnefndar skal tekin afstaða til þess hvaða umsækjandi sé hæfastur til að hljóta embættið en heimilt er að setja tvo eða fleiri umsækjendur jafna,“ segir þar. Í reglum nr. 620/2010 um störf nefndarinnar sem settar voru með stoð í lögunum segir að nefndin eigi að gefa „rökstutt álit á því hvern eða hverja nefndin telur hæfasta til að hljóta embættið.“ Reynslan sýnir að nefndin velur nákvæmlega þann fjölda sem á að hljóta embætti en skapar ekkert svigrúm fyrir ráðherra að velja úr. Ítök dómara eru mikil í dómnefndinni. Samkvæmt nýjum dómstólalögum sem tóku gildi 1. janúar síðastliðinn er einn nefndarmanna tilnefndur af Hæstarétti og skal hann vera formaður nefndarinnar. Einn nefndarmanna skal tilnefndur af Landsrétti. Dómstólasýslan tilnefnir þriðja nefndarmanninn og skal hann ekki vera starfandi dómari en Lögmannafélags Íslands þann fjórða. Fimmti nefndarmaðurinn skal kosinn af Alþingi. Áður var það þannig að Hæstiréttur tilnefndi tvo menn í dómnefndina og dómstólaráð einn. Ekki hefur því orðið efnisbreyting á ítökum dómskerfisins í nefndinni með nýjum dómstólalögum. Guðlaugur Þór Þórðarson nefndi í bréfi sínu að skoða þyrfti aðkomu ólöglærðra leikmanna að tilnefningum í dómnefndina til að fyrirbyggja „klíkumyndun í vali dómara“. Árið 2015 var lagt fram frumvarp um að fjölga tilnefningum Alþingis í nefndina og að Lögfæðingafélag Íslands fengi fulltrúa. Það virðist hafa dagað uppi vegna neikvæðra umsagna frá þeim aðilum sem skipa nú þegar í nefndina. Sigríður segist ekki vlija kollvarpa núverandi fyrirkomulagi en segir það þó þarfnast endurskoðunar. „Ég tel að reglurnar og lögin skapi og sanngjarnt og eðlilegt jafnvægi á milli löggjafans, dómsvaldsins og framkvæmdavaldsins. En í ljósi dóma Hæstaréttar (frá desember sl.) þá tel ég einsýnt að það þurfi að endurskoða reglurnar og trúlega líka lögin,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. Stj.mál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að skoða þurfi breytingar á reglum og mögulega einnig lögum um dómstóla til að vanda ferlið við skipun dómara. Tvær vikur sé allt of skammur tími til að fara yfir niðurstöður dómnefndar. Þá þurfi að skoða mögulega aðkomu leikmanna að matsferlinu. Guðlaugur Þór Þórðarson settur dómsmálaráðherra ákvað í gær að skipa þá átta héraðsdómara sem dómnefnd taldi hæfasta þrátt fyrir alvarlegar athugasemdir sem hann gerði um umsögn nefndarinnar um umsækjendur. Hann lýsti athugasemdum sínum og tillögum í bréfi til Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í gær. Í bréfinu segir settur ráðherra að hann sé enn litlu nær um það mat sem fram fór á vettvangi nefndarinnar, þrátt fyrir að hafa í tvígang óskað eftir nánari skýringum. Guðlaugur Þór var settur dómsmálaráðherra í málinu því Sigríður hafði vikið sæti vegna vanhæfis.Óheimilt að fara gegn dómnefndinni án samþykkis Alþingis Þegar lögum um dómstóla var breytt árið 2010 var ráðherra gert óheimilt að skipa annan dómara en þann sem dómnefnd mat hæfastan nema afla samþykkis Alþingis fyrir skipuninni. Með dómum Hæstaréttar frá 19. desember 2017 um skipun dómara við Landsrétt liggur fyrir að ef dómsmálaráðherra hyggst víkja frá mati dómnefndar þarf hann að byggja ákvörðun sína á sjálfstæðri rannsókn samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga og þarf auk þess að tryggja að við rannsóknina sé sérþekking til staðar sambærileg þeirri sem dómnefndin býr yfir. Í ljósi þeirrar rannsóknarskyldu sem lögð er á dómsmálaráðherra sem víkur frá tillögum dómnefndar hefur verið bent á að tvær vikur sé of knappur tími fyrir ráðherra til að fara yfir umsögn dómnefndar. Þetta er meðal þess sem Guðlaugur Þór nefndi í sínu bréfi. Sigríður tekur undir þetta sjónarmið.Finnst þér þá að það þurfi að lengja frestinn í lögum um dómstóla? „Já, ég held að það þurfi að gera það, tvímælalaust. Skoða þetta með einhverjum hætti og einnig, eins og ég hef bent á áður, að velta því upp með hvaða ætti þessi rannsókn ráðherra á að fara fram,“ segir Sigríður. Ólöf Nordal heitin fyrrverandi innanríkisráðherra. Hún velti þeirri hugmynd upp árið 2015 hvort ekki þyrfti að endurskoða ákvæði um skipun dómara með það fyrir augum að veita ráðherra svigrúm til að leggja mat á umsækjendur um dómaraembætti.Ekki í fyrsta skipti sem nefndin skilar umdeildri umsögn Settur dómsmálaráðherra gerði eins og áður segir margvíslegar athugasemdir við síðustu umsögn dómnefndarinnar. Hann furðaði sig meðal annars á því hvernig nefndin gat komist að þeirri niðurstöðu að umsækjandi sem var með 20 ára reynslu sem dómari væri raðað skör lægra en umsækjanda sem hafði verið settur dómari um 8 ára skeið. Ekki var hægt að glöggva sig á ástæðunni í umsögninni sjálfri og var það ekki rökstutt af nefndinni. Mat dómnefndar á umsækjendum um embætti héraðsdómara er ekki það fyrsta frá nefndinni sem þykir umdeilt. Árið 2015 lýsti Ólöf Nordal heitin, þáverandi innanríkisráðherra, því yfir að umsögn dómnefndar um umsækjendur um embætti hæstaréttardómara hafi komið sér á óvart. Dómnefndin áleit Karl Axelsson hæfastan úr röðum umsækjenda en aðrir umsækjendur voru Ingveldur Einarsdóttir héraðsdómari og dr. Davíð Þór Björgvinsson dómari við Mannréttindadómstól Evrópu. Ólöf velti því upp hvort ráðherra ætti ekki að hafa svigrúm til að leggja sjálfstætt mat á umsækjendur um dómaraembætti. „Í þjóðfélaginu geta verið margvísleg sjónarmið sem mönnum finnst ekki endurspeglast í réttinum. Á ráðherra þá ekki að geta haft eitthvað svigrúm til þess að velja úr tveimur jafn hæfum einstaklingum. Mér finnst það vera sjónarmið sem ástæða er til að velta upp í ljósi þeirrar fimm ára reynslu sem við höfum af lögunum,“ sagði Ólöf þá. Einnig hefur verið bent á að ekkert í frumvarpi því sem varð að breytingu á lögum um dómstóla árið 2010 kvað á um að dómnefndin ætti að velja nákvæmlega þann fjölda umsækjenda sem væru hæfastir sem er í reynd það sem nefndin hefur gert á síðustu árum. Nefndin valdi í desember sl. 8 hæfustu umsækjendurna úr röðum 41 umsækjanda um embætti héraðdómara en í lögum um dómstóla segir einfaldlega að nefndin eigi að tilgreina hverjir séu hæfastir. „Í umsögn dómnefndar skal tekin afstaða til þess hvaða umsækjandi sé hæfastur til að hljóta embættið en heimilt er að setja tvo eða fleiri umsækjendur jafna,“ segir þar. Í reglum nr. 620/2010 um störf nefndarinnar sem settar voru með stoð í lögunum segir að nefndin eigi að gefa „rökstutt álit á því hvern eða hverja nefndin telur hæfasta til að hljóta embættið.“ Reynslan sýnir að nefndin velur nákvæmlega þann fjölda sem á að hljóta embætti en skapar ekkert svigrúm fyrir ráðherra að velja úr. Ítök dómara eru mikil í dómnefndinni. Samkvæmt nýjum dómstólalögum sem tóku gildi 1. janúar síðastliðinn er einn nefndarmanna tilnefndur af Hæstarétti og skal hann vera formaður nefndarinnar. Einn nefndarmanna skal tilnefndur af Landsrétti. Dómstólasýslan tilnefnir þriðja nefndarmanninn og skal hann ekki vera starfandi dómari en Lögmannafélags Íslands þann fjórða. Fimmti nefndarmaðurinn skal kosinn af Alþingi. Áður var það þannig að Hæstiréttur tilnefndi tvo menn í dómnefndina og dómstólaráð einn. Ekki hefur því orðið efnisbreyting á ítökum dómskerfisins í nefndinni með nýjum dómstólalögum. Guðlaugur Þór Þórðarson nefndi í bréfi sínu að skoða þyrfti aðkomu ólöglærðra leikmanna að tilnefningum í dómnefndina til að fyrirbyggja „klíkumyndun í vali dómara“. Árið 2015 var lagt fram frumvarp um að fjölga tilnefningum Alþingis í nefndina og að Lögfæðingafélag Íslands fengi fulltrúa. Það virðist hafa dagað uppi vegna neikvæðra umsagna frá þeim aðilum sem skipa nú þegar í nefndina. Sigríður segist ekki vlija kollvarpa núverandi fyrirkomulagi en segir það þó þarfnast endurskoðunar. „Ég tel að reglurnar og lögin skapi og sanngjarnt og eðlilegt jafnvægi á milli löggjafans, dómsvaldsins og framkvæmdavaldsins. En í ljósi dóma Hæstaréttar (frá desember sl.) þá tel ég einsýnt að það þurfi að endurskoða reglurnar og trúlega líka lögin,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.
Stj.mál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?