Körfubolti

LeBron með þrennu og Cleveland vann langþráðan sigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
LeBron James í leiknum í nótt.
LeBron James í leiknum í nótt. Vísir/Getty
Cleveland hefur verið í miklum vandræðum síðustu vikurnar en vann í nótt góðan sigur á Indiana í NBA-deildinni, 115-108.

LeBron James átti stórleik og var með þrefalda tvennu - þeirra 63. á ferlinum. Hann tapaði reyndar ellefu boltum þar að auki í leiknum en endaði með 26 stig, ellefu stoðsendingar og tíu fráköst.



Þetta var fjórði sigur Cleveland í síðustu ellefu leikjum en JR Smith skoraði 23 stig fyrir liðið. Stigahæstur hjá Indiana var Victor Oladipo með 25 stig.

Milwaukee vann Brooklyn, 116-91, þar sem gríska undrið Giannis Antetokounmpo skilaði 41 stigi og þrettán fráköstum fyrir Milwaukee.



LA Lakers vann Chicago, 108-103, og þar með sinn fjórða sigur í röð og átta af síðustu tíu. Brandon Ingram var stigahæstur Lakers-manna með 25 stig, þar af átta stig á síðustu fjórum mínútum leiksins.

Úrslit næturinnar:

Charlotte - Atlanta 121-110

Cleveland - Indiana 115-108

Toronto - Utah 93-97

Chicago - LA Lakers 103-108

Memphis - LA Clippers 100-109

Milwaukee - Brooklyn 116-91

New Orleans - Houston 115-113

Dallas - Portland 93-107

San Antonio - Philadelphia 78-97

Phoenix - New York 85-107

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×