Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar: Ungmenni horfa mikið á klám og vilja meiri kynfræðslu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. janúar 2018 21:00 Skortur á kynfræðslu og mikið áhorf á klám veldur því að mörk kynlífs og kláms eru lítil. Í rannsókn um upplifun ungra kvenna og karla á kynlífsmenningu framhaldsskólanemenda kemur fram að ungar konur fari yfir mörk sín til að þóknast öðrum og ungir menn séu með frammistöðukvíða eftir mikið áhorf á klám. Á fundi ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur í morgun voru tvær viðtalsrannsóknir kynntar sem fjölluðu um upplifun framhaldsskólanemenda á kynlífsmenningu. Helstu niðurstöður eru að ungt fólk horfi mikið á klám, allt niður í ellefu ára aldur en íslenskir strákar eiga Norðurlandamet í iðjunni, og að kynfræðslan snúist fyrst og fremst um kynsjúkdóma og ótímabærar þunganir. Þannig verði klám helsta kynlífsfræðsla ungmenna. „Og ef þetta er kynfræðslan sem krakkarnir fá þá skilar það sér út í kynlífið þeirra. Okkar viðmælendur, bæði strákar og stelpur upplifa að allir séu að tapa á þessu vegna þess að strákarnir eru að koma inn með óraunhæfar væntingar. Þeir eru að gera kröfur á stelpurnar, stelpurnar eru jafnvel að láta undan, þær eru að þóknast strákunum og líður svo kannski endilega ekki vel á eftir,“ segir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, kynjafræðingur og verkefnastýra jafnréttismála hjá Reykjavíkurborg. Sérstaklega nefndu ungmennin endaþarmsmök í því samhengi þar sem stúlkur láta undan þrýstingi. „Og þegar ég var að spyrja þær „En er þetta eitthvað sem þig langar til að gera, ertu að gera þetta fyrir þig?“ því auðvitað mega krakkarnir gera allt sem þau vilja ef að þeim langar til þess. En þá sögðu þær: „Ja, maður gerir þetta kannski bara svo að hann fari ekki og geri þetta með einhverri annarri, maður gerir þetta kannski bara til að vera ekki leiðinlega kærastan.““ „Og síðan þetta að þegar kom að því að stunda kynlíf að það ætti að vera eitthvað í átt við það sem þú hefur séð í klámmynd, þá kemur frammistöðukvíði og kvíði yfir því að líkami þinn sé ekki eins og meitluð klámmyndastjarna,“ segir Þórður Kristinsson, menntaskólakennari og mannfræðingur. Ungmennin kölluðu sjálf eftir betri kynfræðslu og er Reykjavíkurborg að fara af stað með tilraunaverkefni í þremur skólum þar sem kynfræðsla verður kennd frá því í fyrsta bekk með áherslu á samskipti og samtal um kynlíf. „Svona eldra fólki á mínum aldri er ekki tamt að tala um kynlíf opinskátt og ég veit að mörgum kennurum finnst þetta óþægilegt og hluti af því sem við verðum að fara í núna er bara að kenna kennurum að tala um kynlíf við börn,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur. Heilbrigðismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Skortur á kynfræðslu og mikið áhorf á klám veldur því að mörk kynlífs og kláms eru lítil. Í rannsókn um upplifun ungra kvenna og karla á kynlífsmenningu framhaldsskólanemenda kemur fram að ungar konur fari yfir mörk sín til að þóknast öðrum og ungir menn séu með frammistöðukvíða eftir mikið áhorf á klám. Á fundi ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur í morgun voru tvær viðtalsrannsóknir kynntar sem fjölluðu um upplifun framhaldsskólanemenda á kynlífsmenningu. Helstu niðurstöður eru að ungt fólk horfi mikið á klám, allt niður í ellefu ára aldur en íslenskir strákar eiga Norðurlandamet í iðjunni, og að kynfræðslan snúist fyrst og fremst um kynsjúkdóma og ótímabærar þunganir. Þannig verði klám helsta kynlífsfræðsla ungmenna. „Og ef þetta er kynfræðslan sem krakkarnir fá þá skilar það sér út í kynlífið þeirra. Okkar viðmælendur, bæði strákar og stelpur upplifa að allir séu að tapa á þessu vegna þess að strákarnir eru að koma inn með óraunhæfar væntingar. Þeir eru að gera kröfur á stelpurnar, stelpurnar eru jafnvel að láta undan, þær eru að þóknast strákunum og líður svo kannski endilega ekki vel á eftir,“ segir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, kynjafræðingur og verkefnastýra jafnréttismála hjá Reykjavíkurborg. Sérstaklega nefndu ungmennin endaþarmsmök í því samhengi þar sem stúlkur láta undan þrýstingi. „Og þegar ég var að spyrja þær „En er þetta eitthvað sem þig langar til að gera, ertu að gera þetta fyrir þig?“ því auðvitað mega krakkarnir gera allt sem þau vilja ef að þeim langar til þess. En þá sögðu þær: „Ja, maður gerir þetta kannski bara svo að hann fari ekki og geri þetta með einhverri annarri, maður gerir þetta kannski bara til að vera ekki leiðinlega kærastan.““ „Og síðan þetta að þegar kom að því að stunda kynlíf að það ætti að vera eitthvað í átt við það sem þú hefur séð í klámmynd, þá kemur frammistöðukvíði og kvíði yfir því að líkami þinn sé ekki eins og meitluð klámmyndastjarna,“ segir Þórður Kristinsson, menntaskólakennari og mannfræðingur. Ungmennin kölluðu sjálf eftir betri kynfræðslu og er Reykjavíkurborg að fara af stað með tilraunaverkefni í þremur skólum þar sem kynfræðsla verður kennd frá því í fyrsta bekk með áherslu á samskipti og samtal um kynlíf. „Svona eldra fólki á mínum aldri er ekki tamt að tala um kynlíf opinskátt og ég veit að mörgum kennurum finnst þetta óþægilegt og hluti af því sem við verðum að fara í núna er bara að kenna kennurum að tala um kynlíf við börn,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur.
Heilbrigðismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira