3,5 árs fangelsi fyrir að brjóta gegn fimm ára dóttur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2018 15:42 Frásögn stúlkunnar, meðal annars í Barnahúsi, þótti afar trúverðug og sannfærandi miðað við aldur hennar. Vísir/Valli Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn fimm ára dóttur sinni. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þá þarf faðirinn að greiða dóttur sinni 1,7 milljónir króna í miskabætur. Upphaf málsins má rekja til ágúst 2016 þegar ömmusystir stúlkunnar var á leiðinni með hana í sund. Greindi stúlkan frænku sinni frá því að þegar hún væri ein með pabba sínum þá nuddaði hún á honum typpið. Við nánari lýsingar stúlkunnar sagði hún föður sinn nudda á henni klobbann og stundum stinga fingri þangað inn. Bað ömmusystir stúlkunnar hana um að endurtaka frásögn sína og tók hún hana þá upp. Tilkynnti hún móður stúlkunnar sem spurði út í það um kvöldið og var frásögnin á sömu leið. Var málið tilkynnt til barnaverndar en stúlkan hafði verið í umsjá föður aðra hverja helgi eftir að foreldrar hennar slitu samvistum. Barnaverndarnefnd lagði fram kæru vegna málsins daginn eftir að það kom upp.Sagði sæði líkast til vera uppsafnaða sápu Faðirinn neitaði sök. Sagðist hann eitt sinn hafa neyðst til að hlúa að kynfærasvæði stúlkunnar eftir að hún hefði í óðagoti notað uppþvottalög sem sápu þegar hún var í baði. Þá hefði stúlkan tvö skipti skyndilega gripið í typpið á honum þegar þau voru í sundi. Þá taldi faðirinn lýsingar stúlkunnar á sáðfalli, „hvítu pissi“, líkast til komnar vegna þess að stúlkan hefði safnað sápu í vökvunarkönnu þegar þau væru saman í sturtu. Taldi dómurinn að frásögn stúlkunnar í skýrslutökum í Barnahúsi og hjá sálfræðingi væri afar trúverðugur og í góðu samræmi við framburð annarra vitna auk gagna sem lögð voru fram. Kom fram hjá sálfræðingnum að dóttirin teldi sig hafa gert alveg jafn rangt og pabbi hennar. Hún hefði gert sömu mistök með því að snerta einkastaði hans.Stúlkan væri að lýsa eigin reynslu Sálfræðingurinn sagði stúlkuna mjög sannfærandi af svo ungu barni að vera og ákveðna í frásögn sinni. Lýsingar stúlkunnar hefðu auk þess verið mjög myndrænar. „Hún er að lýsa eigin reynsluheimi en ekki einhverju sem að hún hefði getað haft hugmyndir um á annan hátt,“ sagði sálfræðingurinn. Skýringar þær sem faðirinn gaf fengu hvorki haldbæra stoð í framburði vitna né framlögðum gögnum að mati dómsins. Taldi fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness mega slá því föstu að ekki yrði véfengt með skynsamlegum hætti að faðirinn hefði brotið gegn dóttur sinni. Var hann dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi og til að greiða 1,7 milljónir króna í miskabætur.Dóminn í heild má lesa hér. Dómsmál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn fimm ára dóttur sinni. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þá þarf faðirinn að greiða dóttur sinni 1,7 milljónir króna í miskabætur. Upphaf málsins má rekja til ágúst 2016 þegar ömmusystir stúlkunnar var á leiðinni með hana í sund. Greindi stúlkan frænku sinni frá því að þegar hún væri ein með pabba sínum þá nuddaði hún á honum typpið. Við nánari lýsingar stúlkunnar sagði hún föður sinn nudda á henni klobbann og stundum stinga fingri þangað inn. Bað ömmusystir stúlkunnar hana um að endurtaka frásögn sína og tók hún hana þá upp. Tilkynnti hún móður stúlkunnar sem spurði út í það um kvöldið og var frásögnin á sömu leið. Var málið tilkynnt til barnaverndar en stúlkan hafði verið í umsjá föður aðra hverja helgi eftir að foreldrar hennar slitu samvistum. Barnaverndarnefnd lagði fram kæru vegna málsins daginn eftir að það kom upp.Sagði sæði líkast til vera uppsafnaða sápu Faðirinn neitaði sök. Sagðist hann eitt sinn hafa neyðst til að hlúa að kynfærasvæði stúlkunnar eftir að hún hefði í óðagoti notað uppþvottalög sem sápu þegar hún var í baði. Þá hefði stúlkan tvö skipti skyndilega gripið í typpið á honum þegar þau voru í sundi. Þá taldi faðirinn lýsingar stúlkunnar á sáðfalli, „hvítu pissi“, líkast til komnar vegna þess að stúlkan hefði safnað sápu í vökvunarkönnu þegar þau væru saman í sturtu. Taldi dómurinn að frásögn stúlkunnar í skýrslutökum í Barnahúsi og hjá sálfræðingi væri afar trúverðugur og í góðu samræmi við framburð annarra vitna auk gagna sem lögð voru fram. Kom fram hjá sálfræðingnum að dóttirin teldi sig hafa gert alveg jafn rangt og pabbi hennar. Hún hefði gert sömu mistök með því að snerta einkastaði hans.Stúlkan væri að lýsa eigin reynslu Sálfræðingurinn sagði stúlkuna mjög sannfærandi af svo ungu barni að vera og ákveðna í frásögn sinni. Lýsingar stúlkunnar hefðu auk þess verið mjög myndrænar. „Hún er að lýsa eigin reynsluheimi en ekki einhverju sem að hún hefði getað haft hugmyndir um á annan hátt,“ sagði sálfræðingurinn. Skýringar þær sem faðirinn gaf fengu hvorki haldbæra stoð í framburði vitna né framlögðum gögnum að mati dómsins. Taldi fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness mega slá því föstu að ekki yrði véfengt með skynsamlegum hætti að faðirinn hefði brotið gegn dóttur sinni. Var hann dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi og til að greiða 1,7 milljónir króna í miskabætur.Dóminn í heild má lesa hér.
Dómsmál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels