Áhyggjuefni að hafa hægðir annan hvern dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. janúar 2018 08:39 Guðrún Bergmann er stútfull af fróðleik. Vísir/GVA Mikilvægasti vegurinn er meltingarvegurinn að mati heilsudrottningarinnar Guðrúnar Bergmann sem ræddi um „umferðarteppur“ og önnur óþægindi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hafi fólk ekki reglulegar og formaðar hægðir kann það leiða til margvíslegra kvilla og því nauðsynlegt að fylgjast vel með klósettferðum sínum. Guðrún segir að gott sé að hafa í huga að meltingarvegurinn er aðeins takmarkað langur, frá munni niður að endaþarmi, og því ljóst að ef eitthvað fer inn í hann verður eitthvað að koma út úr honum aftur. Misbresti á því má rekja til ýmissa þátta að sögn Guðrúnar: „Það er út af mat sem fólk borðar, röng samsetning, mismunandi hvað fólk þolir, hvað það borðar mikið,“ þá getur fólki skort einhver bætiefni og svo framvegis. Hvítur sykur sé sérstaklega varasamur en magnesíum þeim mun betra. Guðrún vill þannig meina að það sem fólk telur vera flensu, sem það hefur nælt sér í eftir hátíðarnar, megi jafnvel rekja til óhoflegs mataræðis vikurnar á undan. Fólk hafi „ofgert líkamanum“ með jólakræsingunum og súpi svo seyðið af því með veikindum á nýju ári. Þegar við förum að safna hægðum í meltingarveginum þá lamast þarmaveggirnir og þá hætta þeir að ýta fæðunni áfram eins og þeir eiga að gera - „og þá förum við að safna í beygjur og horn,“ útskýrir Guðrún.Tvisvar til þrisvar á dag Ein besta leiðin fyrir venjulegt fólk til að fylgjast með ástandi þarmanna sinna er einfaldlega að telja klósettferðirnar sínar. Guðrún segist predika á námskeiðum sínum, eins og því sem fram fer annað kvöld, að eðlilegur fjöldi klósettferða, þar sem losað er úr meltingarveginum, séu ein til tvær á dag. „Það þarf að vera góð losun svo að allt sé í lagi og það þarf að vera daglega.“ Til hennar komi stundum fólk sem hefur hægðir einu sinni í viku og segir Guðrún augljóst að í þeim tilfellum sé umtalsverð söfnun að eiga sér stað. Fólk geti í raun byrjað að hafa áhyggjur af meltingunni sinni hafi það ekki hægðir á hverjum degi. Lágmarkið sé einu sinni á dag. Það er þó ekki aðeins tíðnin sem skiptir máli í þessu samhengi að sögn Guðrúnar, heldur einnig form, lögun, lykt og litur. Því sé „ágætt að tékka svona annað slagið hvernig liturinn er,“ segir Guðrún við mikla kátínu þáttastjórnenda. Það sem skiptir þó aðalmáli að mati Guðrúnar eru að hægðirnar séu „formaðar og að þær skili sér nokkuð reglulega.“ Spjall Guðrúnar um hægðir má heyra hér að neðan. Heilbrigðismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Mikilvægasti vegurinn er meltingarvegurinn að mati heilsudrottningarinnar Guðrúnar Bergmann sem ræddi um „umferðarteppur“ og önnur óþægindi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hafi fólk ekki reglulegar og formaðar hægðir kann það leiða til margvíslegra kvilla og því nauðsynlegt að fylgjast vel með klósettferðum sínum. Guðrún segir að gott sé að hafa í huga að meltingarvegurinn er aðeins takmarkað langur, frá munni niður að endaþarmi, og því ljóst að ef eitthvað fer inn í hann verður eitthvað að koma út úr honum aftur. Misbresti á því má rekja til ýmissa þátta að sögn Guðrúnar: „Það er út af mat sem fólk borðar, röng samsetning, mismunandi hvað fólk þolir, hvað það borðar mikið,“ þá getur fólki skort einhver bætiefni og svo framvegis. Hvítur sykur sé sérstaklega varasamur en magnesíum þeim mun betra. Guðrún vill þannig meina að það sem fólk telur vera flensu, sem það hefur nælt sér í eftir hátíðarnar, megi jafnvel rekja til óhoflegs mataræðis vikurnar á undan. Fólk hafi „ofgert líkamanum“ með jólakræsingunum og súpi svo seyðið af því með veikindum á nýju ári. Þegar við förum að safna hægðum í meltingarveginum þá lamast þarmaveggirnir og þá hætta þeir að ýta fæðunni áfram eins og þeir eiga að gera - „og þá förum við að safna í beygjur og horn,“ útskýrir Guðrún.Tvisvar til þrisvar á dag Ein besta leiðin fyrir venjulegt fólk til að fylgjast með ástandi þarmanna sinna er einfaldlega að telja klósettferðirnar sínar. Guðrún segist predika á námskeiðum sínum, eins og því sem fram fer annað kvöld, að eðlilegur fjöldi klósettferða, þar sem losað er úr meltingarveginum, séu ein til tvær á dag. „Það þarf að vera góð losun svo að allt sé í lagi og það þarf að vera daglega.“ Til hennar komi stundum fólk sem hefur hægðir einu sinni í viku og segir Guðrún augljóst að í þeim tilfellum sé umtalsverð söfnun að eiga sér stað. Fólk geti í raun byrjað að hafa áhyggjur af meltingunni sinni hafi það ekki hægðir á hverjum degi. Lágmarkið sé einu sinni á dag. Það er þó ekki aðeins tíðnin sem skiptir máli í þessu samhengi að sögn Guðrúnar, heldur einnig form, lögun, lykt og litur. Því sé „ágætt að tékka svona annað slagið hvernig liturinn er,“ segir Guðrún við mikla kátínu þáttastjórnenda. Það sem skiptir þó aðalmáli að mati Guðrúnar eru að hægðirnar séu „formaðar og að þær skili sér nokkuð reglulega.“ Spjall Guðrúnar um hægðir má heyra hér að neðan.
Heilbrigðismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira