Áhyggjuefni að hafa hægðir annan hvern dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. janúar 2018 08:39 Guðrún Bergmann er stútfull af fróðleik. Vísir/GVA Mikilvægasti vegurinn er meltingarvegurinn að mati heilsudrottningarinnar Guðrúnar Bergmann sem ræddi um „umferðarteppur“ og önnur óþægindi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hafi fólk ekki reglulegar og formaðar hægðir kann það leiða til margvíslegra kvilla og því nauðsynlegt að fylgjast vel með klósettferðum sínum. Guðrún segir að gott sé að hafa í huga að meltingarvegurinn er aðeins takmarkað langur, frá munni niður að endaþarmi, og því ljóst að ef eitthvað fer inn í hann verður eitthvað að koma út úr honum aftur. Misbresti á því má rekja til ýmissa þátta að sögn Guðrúnar: „Það er út af mat sem fólk borðar, röng samsetning, mismunandi hvað fólk þolir, hvað það borðar mikið,“ þá getur fólki skort einhver bætiefni og svo framvegis. Hvítur sykur sé sérstaklega varasamur en magnesíum þeim mun betra. Guðrún vill þannig meina að það sem fólk telur vera flensu, sem það hefur nælt sér í eftir hátíðarnar, megi jafnvel rekja til óhoflegs mataræðis vikurnar á undan. Fólk hafi „ofgert líkamanum“ með jólakræsingunum og súpi svo seyðið af því með veikindum á nýju ári. Þegar við förum að safna hægðum í meltingarveginum þá lamast þarmaveggirnir og þá hætta þeir að ýta fæðunni áfram eins og þeir eiga að gera - „og þá förum við að safna í beygjur og horn,“ útskýrir Guðrún.Tvisvar til þrisvar á dag Ein besta leiðin fyrir venjulegt fólk til að fylgjast með ástandi þarmanna sinna er einfaldlega að telja klósettferðirnar sínar. Guðrún segist predika á námskeiðum sínum, eins og því sem fram fer annað kvöld, að eðlilegur fjöldi klósettferða, þar sem losað er úr meltingarveginum, séu ein til tvær á dag. „Það þarf að vera góð losun svo að allt sé í lagi og það þarf að vera daglega.“ Til hennar komi stundum fólk sem hefur hægðir einu sinni í viku og segir Guðrún augljóst að í þeim tilfellum sé umtalsverð söfnun að eiga sér stað. Fólk geti í raun byrjað að hafa áhyggjur af meltingunni sinni hafi það ekki hægðir á hverjum degi. Lágmarkið sé einu sinni á dag. Það er þó ekki aðeins tíðnin sem skiptir máli í þessu samhengi að sögn Guðrúnar, heldur einnig form, lögun, lykt og litur. Því sé „ágætt að tékka svona annað slagið hvernig liturinn er,“ segir Guðrún við mikla kátínu þáttastjórnenda. Það sem skiptir þó aðalmáli að mati Guðrúnar eru að hægðirnar séu „formaðar og að þær skili sér nokkuð reglulega.“ Spjall Guðrúnar um hægðir má heyra hér að neðan. Heilbrigðismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Sjá meira
Mikilvægasti vegurinn er meltingarvegurinn að mati heilsudrottningarinnar Guðrúnar Bergmann sem ræddi um „umferðarteppur“ og önnur óþægindi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hafi fólk ekki reglulegar og formaðar hægðir kann það leiða til margvíslegra kvilla og því nauðsynlegt að fylgjast vel með klósettferðum sínum. Guðrún segir að gott sé að hafa í huga að meltingarvegurinn er aðeins takmarkað langur, frá munni niður að endaþarmi, og því ljóst að ef eitthvað fer inn í hann verður eitthvað að koma út úr honum aftur. Misbresti á því má rekja til ýmissa þátta að sögn Guðrúnar: „Það er út af mat sem fólk borðar, röng samsetning, mismunandi hvað fólk þolir, hvað það borðar mikið,“ þá getur fólki skort einhver bætiefni og svo framvegis. Hvítur sykur sé sérstaklega varasamur en magnesíum þeim mun betra. Guðrún vill þannig meina að það sem fólk telur vera flensu, sem það hefur nælt sér í eftir hátíðarnar, megi jafnvel rekja til óhoflegs mataræðis vikurnar á undan. Fólk hafi „ofgert líkamanum“ með jólakræsingunum og súpi svo seyðið af því með veikindum á nýju ári. Þegar við förum að safna hægðum í meltingarveginum þá lamast þarmaveggirnir og þá hætta þeir að ýta fæðunni áfram eins og þeir eiga að gera - „og þá förum við að safna í beygjur og horn,“ útskýrir Guðrún.Tvisvar til þrisvar á dag Ein besta leiðin fyrir venjulegt fólk til að fylgjast með ástandi þarmanna sinna er einfaldlega að telja klósettferðirnar sínar. Guðrún segist predika á námskeiðum sínum, eins og því sem fram fer annað kvöld, að eðlilegur fjöldi klósettferða, þar sem losað er úr meltingarveginum, séu ein til tvær á dag. „Það þarf að vera góð losun svo að allt sé í lagi og það þarf að vera daglega.“ Til hennar komi stundum fólk sem hefur hægðir einu sinni í viku og segir Guðrún augljóst að í þeim tilfellum sé umtalsverð söfnun að eiga sér stað. Fólk geti í raun byrjað að hafa áhyggjur af meltingunni sinni hafi það ekki hægðir á hverjum degi. Lágmarkið sé einu sinni á dag. Það er þó ekki aðeins tíðnin sem skiptir máli í þessu samhengi að sögn Guðrúnar, heldur einnig form, lögun, lykt og litur. Því sé „ágætt að tékka svona annað slagið hvernig liturinn er,“ segir Guðrún við mikla kátínu þáttastjórnenda. Það sem skiptir þó aðalmáli að mati Guðrúnar eru að hægðirnar séu „formaðar og að þær skili sér nokkuð reglulega.“ Spjall Guðrúnar um hægðir má heyra hér að neðan.
Heilbrigðismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Sjá meira