Tóm orð og prósentur Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 31. janúar 2018 07:00 Undanfarna daga hefur lífleg umræða átt sér stað um almenningssamgöngur þar sem frambjóðendur og þingmenn hafa skrifað greinar og talað fjálglega. það er eðlilegt að við ræðum mikilvægi samgangna og ekki síst almenningssamgangna þar sem það er mikilvægt að öllu fólki bjóðist öruggar, umhverfisvænar og hagkvæmar samgöngur. Það eru ekki allir sem geta eða vilja leggja í þá fjárfestingu að reka bíl, eða geta hjólað eða farið sinna ferða fótgangandi þó að allir þessir valmöguleikar eigi að standa til boða. Stjórn Strætó hefur á undanförnum árum lagt áherslu á að bæta þjónustu og ímynd Strætó, þjónustu sem eykur jöfnuð og bætir lífsgæði íbúa höfuðborgarsvæðisins. Ár frá ári fjölgar notendum Strætó, frá árinu 2011 til 2017 hefur ferðum fjölgað um 30%, þ.e. úr níu milljón ferðum á ári í 11,7 milljónir. Það eru vissulega vonbrigði að sjá ekki hækkun á hlutfallslegum fjölda en í könnun á notkun og viðhorfi til Strætó sést að ríflega 50% höfuðborgarbúa nota Strætó eitthvað þó einungis fjögur prósent geri það daglega. Það er því ljóst að sú fjárfesting sem ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa farið í hefur skilað sér í fjölgun farþega en til að við náum markmiðum okkar þurfum við enn frekari fjárfestingu í almenningssamgöngum, t.a.m. Borgarlínu sem tryggir hraðar samgöngur milli helstu kjarna höfuðborgarsvæðisins. Reyndar er það svo að það er fjárhagslega hagkvæmari kostur að sú aukning á ferðum sem fyrirsjáanleg er með fjölgun fólks verði sem mest í almenningssamgöngum, og fátt mikilvægara fyrir þá sem kjósa einkabíl eða hjól sem fararmáta en að öflugar almenningssamgöngur séu valkostur, þar sem það fækkar bílum á ferð. Fyrir okkur öll bætir það loftgæði, eykur öryggi, minnkar hávaðamengun og skapar betra samfélag, samfélag þar sem allt fólk getur ferðast saman á umhverfisvænan og hagkvæman hátt. Á venjulegum degi eru farnar um 45.000 ferðir með Strætó og ég held að allir geri sér grein fyrir að það munar um það á götum borgarinnar, á annatímum eru fullir vagnar frekar vandamál en tómir vagnar.Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur lífleg umræða átt sér stað um almenningssamgöngur þar sem frambjóðendur og þingmenn hafa skrifað greinar og talað fjálglega. það er eðlilegt að við ræðum mikilvægi samgangna og ekki síst almenningssamgangna þar sem það er mikilvægt að öllu fólki bjóðist öruggar, umhverfisvænar og hagkvæmar samgöngur. Það eru ekki allir sem geta eða vilja leggja í þá fjárfestingu að reka bíl, eða geta hjólað eða farið sinna ferða fótgangandi þó að allir þessir valmöguleikar eigi að standa til boða. Stjórn Strætó hefur á undanförnum árum lagt áherslu á að bæta þjónustu og ímynd Strætó, þjónustu sem eykur jöfnuð og bætir lífsgæði íbúa höfuðborgarsvæðisins. Ár frá ári fjölgar notendum Strætó, frá árinu 2011 til 2017 hefur ferðum fjölgað um 30%, þ.e. úr níu milljón ferðum á ári í 11,7 milljónir. Það eru vissulega vonbrigði að sjá ekki hækkun á hlutfallslegum fjölda en í könnun á notkun og viðhorfi til Strætó sést að ríflega 50% höfuðborgarbúa nota Strætó eitthvað þó einungis fjögur prósent geri það daglega. Það er því ljóst að sú fjárfesting sem ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa farið í hefur skilað sér í fjölgun farþega en til að við náum markmiðum okkar þurfum við enn frekari fjárfestingu í almenningssamgöngum, t.a.m. Borgarlínu sem tryggir hraðar samgöngur milli helstu kjarna höfuðborgarsvæðisins. Reyndar er það svo að það er fjárhagslega hagkvæmari kostur að sú aukning á ferðum sem fyrirsjáanleg er með fjölgun fólks verði sem mest í almenningssamgöngum, og fátt mikilvægara fyrir þá sem kjósa einkabíl eða hjól sem fararmáta en að öflugar almenningssamgöngur séu valkostur, þar sem það fækkar bílum á ferð. Fyrir okkur öll bætir það loftgæði, eykur öryggi, minnkar hávaðamengun og skapar betra samfélag, samfélag þar sem allt fólk getur ferðast saman á umhverfisvænan og hagkvæman hátt. Á venjulegum degi eru farnar um 45.000 ferðir með Strætó og ég held að allir geri sér grein fyrir að það munar um það á götum borgarinnar, á annatímum eru fullir vagnar frekar vandamál en tómir vagnar.Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar