Boðsferð bæjarfulltrúa með Samherja ýmist fráleit hugmynd eða ókurteisi að þiggja ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2018 10:54 Skipin heita Cuxhaven NC 100 og Berlin NC 105, sem sjá má á myndinni. Samherji Tveir oddvitar í bæjarstjórn Akureyrar þáðu boð Samherja og dótturfyrirtækisins Deutsche Fischfang Union um þriggja daga ferð til Þýskalands fyrr í mánuðinum. Oddviti VG í bæjarstjórninni óskaði eftir umræðu um siðareglur kjörinna fulltrúa á síðasta fundi bæjarstjórnar í kjölfar ákvörðunar þeirra að þiggja ferðina. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar og oddviti Bæjarlistans, fóru með í ferðina þar sem tveimur nýjum skipum Samherja voru gefin nöfn. Flogið var í beinu leiguflugi frá Akureyri til Cuxhaven í Þýskalandi. Oddvitar Framsóknarflokksins og Samfylkingar lýstu yfir stuðningi við þá sem fóru á meðan Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti VG, og Preben Jón Pétursson, oddviti Bjartrar framtíðar, afþökkuðu boðið.Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Akureyrarbær„Mér þótti fráleitt að þiggja svona boð,“ sagði Sóley í framsögu sinni um málið á fundi bæjarstjórnar þann 23. janúar. „Þetta boð fengum við aðeins í krafti stöðu okkar. Við höfum völd í þessum bæ og völd sem þarf að beita.“ Vísaði hún í 8. grein siðareglna sem væru vissulega opin fyrir túlkun. „Kjörnir fulltrúar þiggja ekki gjafir, fríðindi eða annan viðurgjörning frá íbúum og viðskiptavinum Akureyrarkaupstaðar eða þeim er leita eftir verkefnum eða þjónustu bæjarins þannig að túlka megi sem persónulega þóknun fyrir ákvarðanir á vegum bæjarstjórnar eða nefnda.“Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar.AkureyrarbærGunnar Gíslason sagði í svari sínu á fundinum að hann hefði engra persónulegra hagsmuna að gæta af ferðinni. Teldi hann ekki að boðsferðin heyrði undir siðareglurnar. Hagsmunir Akureyrarbæjar og íbúanna héldust í hendur við gengi fyrirtækjanna og milljarðaverkefninu sem nýju skipin tvö væru. Matthias Rögnvaldsson sagðist hafa fengið stuðning frá bæði bæjarstjóra og bæjarlögmanni að fara í ferðina. „Ég gat bara ekki hugsað mér að segja nei. Mér hefði fundist það móðgun. Mér hefði fundist það ókurteisi af minni hálfu,“ sagði Matthías. Eðlilegt væri að a.m.k. tveir bæjarfulltrúar færu og minnti á að verkefnið væri upp á 12 milljarða. Þá hefði verið keypt þjónusta í tengslum við verkefnið fyrir 1,5 milljarð króna. „Mér finnst voðalega slæmt ef einhverjum finnst ég vera óheiðarlegur. Ég hef lagt mig fram að vera heiðarlegur og lagt mig fram við það í bæjarstjórn sem annars staðar.“Fjallað var ítarlega um heimsóknina á heimasíðu Samherja en um er að ræða fyrstu nýsmíði skipa Samherja í Þýskalandi. Samherji er næststærsta útgerðarfyrirtæki landsins á eftir HB Granda.Fund bæjarstjórnar frá 23. janúar þar sem siðareglurnar voru til umræðu má sjá hér að neðan. Stj.mál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
Tveir oddvitar í bæjarstjórn Akureyrar þáðu boð Samherja og dótturfyrirtækisins Deutsche Fischfang Union um þriggja daga ferð til Þýskalands fyrr í mánuðinum. Oddviti VG í bæjarstjórninni óskaði eftir umræðu um siðareglur kjörinna fulltrúa á síðasta fundi bæjarstjórnar í kjölfar ákvörðunar þeirra að þiggja ferðina. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar og oddviti Bæjarlistans, fóru með í ferðina þar sem tveimur nýjum skipum Samherja voru gefin nöfn. Flogið var í beinu leiguflugi frá Akureyri til Cuxhaven í Þýskalandi. Oddvitar Framsóknarflokksins og Samfylkingar lýstu yfir stuðningi við þá sem fóru á meðan Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti VG, og Preben Jón Pétursson, oddviti Bjartrar framtíðar, afþökkuðu boðið.Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Akureyrarbær„Mér þótti fráleitt að þiggja svona boð,“ sagði Sóley í framsögu sinni um málið á fundi bæjarstjórnar þann 23. janúar. „Þetta boð fengum við aðeins í krafti stöðu okkar. Við höfum völd í þessum bæ og völd sem þarf að beita.“ Vísaði hún í 8. grein siðareglna sem væru vissulega opin fyrir túlkun. „Kjörnir fulltrúar þiggja ekki gjafir, fríðindi eða annan viðurgjörning frá íbúum og viðskiptavinum Akureyrarkaupstaðar eða þeim er leita eftir verkefnum eða þjónustu bæjarins þannig að túlka megi sem persónulega þóknun fyrir ákvarðanir á vegum bæjarstjórnar eða nefnda.“Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar.AkureyrarbærGunnar Gíslason sagði í svari sínu á fundinum að hann hefði engra persónulegra hagsmuna að gæta af ferðinni. Teldi hann ekki að boðsferðin heyrði undir siðareglurnar. Hagsmunir Akureyrarbæjar og íbúanna héldust í hendur við gengi fyrirtækjanna og milljarðaverkefninu sem nýju skipin tvö væru. Matthias Rögnvaldsson sagðist hafa fengið stuðning frá bæði bæjarstjóra og bæjarlögmanni að fara í ferðina. „Ég gat bara ekki hugsað mér að segja nei. Mér hefði fundist það móðgun. Mér hefði fundist það ókurteisi af minni hálfu,“ sagði Matthías. Eðlilegt væri að a.m.k. tveir bæjarfulltrúar færu og minnti á að verkefnið væri upp á 12 milljarða. Þá hefði verið keypt þjónusta í tengslum við verkefnið fyrir 1,5 milljarð króna. „Mér finnst voðalega slæmt ef einhverjum finnst ég vera óheiðarlegur. Ég hef lagt mig fram að vera heiðarlegur og lagt mig fram við það í bæjarstjórn sem annars staðar.“Fjallað var ítarlega um heimsóknina á heimasíðu Samherja en um er að ræða fyrstu nýsmíði skipa Samherja í Þýskalandi. Samherji er næststærsta útgerðarfyrirtæki landsins á eftir HB Granda.Fund bæjarstjórnar frá 23. janúar þar sem siðareglurnar voru til umræðu má sjá hér að neðan.
Stj.mál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira