Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Sveinn Arnarsson skrifar 19. febrúar 2018 07:00 Mörg skúmaskotin innan veggja Alþingis eru hulin landsmönnum. Líklegt þykir hins vegar að ljóstýra nái á næstu vikum inn í það horn sem geymir akstursdagbækur þingmanna. Vísir/Daníel Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun fara ítarlega yfir akstursfé þingmanna á fundi sínum í dag. Formaður þingflokksins segir þingmenn alltaf geta veitt ítarlegri upplýsingar en þingið gerir. Einnig munu stjórnarandstæðingar í forsætisnefnd óska eftir því að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til að rannsaka akstursbækur þingmanna til að skoða hvort reglur hafi verið brotnar í þeim efnum. „Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að setja allar þessar upplýsingar upp á borð. Alþingi á að fara undir upplýsingalög og frumvarp er í undirbúningi hjá mér með heildarendurskoðun upplýsingalaga í huga,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Sjá einnig: Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Hún segist ekkert sjá að því að akstursdagbækur verði gerðar opinberar aftur í tímann og að enginn þingmaður eigi að græða á ferðum sínum. „Það voru birtar á dögunum aksturstölur aftur í tímann þannig að ég sé ekkert að því. Ég hef engar áhyggjur af því að þessar upplýsingar verði gerðar opinberar.“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir eðlilegt að eyða tortryggni og að þingmenn geti veitt ítarlegri upplýsingar en þingið gerir. „Við ætlum að ræða aðeins um þessa hluti,“ segir Birgir. „Þetta verður rætt hjá okkur í dag. Eins og fram hefur komið eru menn að ræða að það sé eðlilegt að upplýsingar um kostnaðargreiðslur séu opinberar. Það er rétt að eyða tortryggni með því að hafa þessar upplýsingar opinberar. Við munum ræða það í okkar þingflokki hvernig menn vilja gera þetta sjálfir því þingmenn geta alltaf veitt ítarlegri upplýsingar en þingið gefur.“ Forsætisnefnd þingsins mun einnig taka málið fyrir á fundi sínum í fyrramálið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu þingmenn stjórnarandstöðunnar varpa því fram hvort ekki sé eðlilegra að utanaðkomandi rannsókn fari fram á akstursdagbókum þingmanna til að rannsaka hvort reglur hafi verið brotnar. Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, segir sjálftöku þingmanna í þessum efnum á gráu svæði. „Þetta þarf að opinbera. Það er alveg ljóst að þingmenn eiga ekki að hagnast persónulega á eigin akstri sem þingmenn,“ segir Hanna Katrín. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun fara ítarlega yfir akstursfé þingmanna á fundi sínum í dag. Formaður þingflokksins segir þingmenn alltaf geta veitt ítarlegri upplýsingar en þingið gerir. Einnig munu stjórnarandstæðingar í forsætisnefnd óska eftir því að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til að rannsaka akstursbækur þingmanna til að skoða hvort reglur hafi verið brotnar í þeim efnum. „Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að setja allar þessar upplýsingar upp á borð. Alþingi á að fara undir upplýsingalög og frumvarp er í undirbúningi hjá mér með heildarendurskoðun upplýsingalaga í huga,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Sjá einnig: Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Hún segist ekkert sjá að því að akstursdagbækur verði gerðar opinberar aftur í tímann og að enginn þingmaður eigi að græða á ferðum sínum. „Það voru birtar á dögunum aksturstölur aftur í tímann þannig að ég sé ekkert að því. Ég hef engar áhyggjur af því að þessar upplýsingar verði gerðar opinberar.“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir eðlilegt að eyða tortryggni og að þingmenn geti veitt ítarlegri upplýsingar en þingið gerir. „Við ætlum að ræða aðeins um þessa hluti,“ segir Birgir. „Þetta verður rætt hjá okkur í dag. Eins og fram hefur komið eru menn að ræða að það sé eðlilegt að upplýsingar um kostnaðargreiðslur séu opinberar. Það er rétt að eyða tortryggni með því að hafa þessar upplýsingar opinberar. Við munum ræða það í okkar þingflokki hvernig menn vilja gera þetta sjálfir því þingmenn geta alltaf veitt ítarlegri upplýsingar en þingið gefur.“ Forsætisnefnd þingsins mun einnig taka málið fyrir á fundi sínum í fyrramálið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu þingmenn stjórnarandstöðunnar varpa því fram hvort ekki sé eðlilegra að utanaðkomandi rannsókn fari fram á akstursdagbókum þingmanna til að rannsaka hvort reglur hafi verið brotnar. Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, segir sjálftöku þingmanna í þessum efnum á gráu svæði. „Þetta þarf að opinbera. Það er alveg ljóst að þingmenn eiga ekki að hagnast persónulega á eigin akstri sem þingmenn,“ segir Hanna Katrín.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29