Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Anton Ingi Leifsson skrifar 17. febrúar 2018 11:02 Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. Valdir hafa verið tuttugu leikmenn úr deildinni hér heima, en talið er að þeir berjist um tvö til fjögur sæti í hópnum sem mætir Finnlandi og Tékklandi. Tíu aðrir leikmenn hafa verið valdir, en þeir þurfa ekki að taka þátt í æfingunum um helgina. Athygli vekur að á morgun spila Haukar gegn KR í Dominos-deild karla, en leikurinn er afar mikilvægur um toppsætið í Dominos-deildinni. Fimm leikmenn Hauka eru í hópnum og engin KR-ingur, en landsliðshópurinn æfir um helgina. Körfuboltakvöld ræddi þetta í þætti sínum í gærkvöldi þar sem Kjartan Atli, Kristinn Friðriksson og Teitur Örlygsson fóru yfir það afhverju þessi hópur væri að æfa degi fyrir einn mikilvægasta leik tímabilsins hingað til. Í æfingahópnum eru fimm Haukamenn, en ekki einn úr KR. „Í fyrsta lagi finnst mér asnalegt að það sé verið að velja tuttugu leikmenn til að fylla tvö til fjögur pláss. Maður veit ekkert hvað þeir eru að pæla,” sagði Kristinn Friðriksson, annar spekingur þáttarins. „Eru fimm Haukarar að fara berjast á æfingu í dag? Það getur ekki verið því þeir eiga leik gegn KR á morgun,” bætti Kristinn við. „Mér finnst þetta mjög asnalegt.” „Ég skil ekki hvað er verið að fara. Þegar ég las þetta fyrst þá helt ég að þetta væri afrekshópur KKÍ eins og hjá krökkunum. Fá allir verðlaunaskjal eftir æfinguna? Veljiði bara 16-17 og eftir það verða bara fjórir til fimm teknir út,” sagði Teitur Örlygsson, hinn spekingur þáttarins. „Ég skil ekki tilganginn. Til hvers eru þessar æfingar? Það er algjörlega útilokað að fatta þetta,” bætti Kristinn við að lokum. Þetta athyglisverða innslag má sjá í spilanum hér að ofan, þar sem er meðal annars fjallað um afhverju Kári Jónsson sé í þessum hóp en ekki tíu manna hópnum fleira til. Dominos-deild karla Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. Valdir hafa verið tuttugu leikmenn úr deildinni hér heima, en talið er að þeir berjist um tvö til fjögur sæti í hópnum sem mætir Finnlandi og Tékklandi. Tíu aðrir leikmenn hafa verið valdir, en þeir þurfa ekki að taka þátt í æfingunum um helgina. Athygli vekur að á morgun spila Haukar gegn KR í Dominos-deild karla, en leikurinn er afar mikilvægur um toppsætið í Dominos-deildinni. Fimm leikmenn Hauka eru í hópnum og engin KR-ingur, en landsliðshópurinn æfir um helgina. Körfuboltakvöld ræddi þetta í þætti sínum í gærkvöldi þar sem Kjartan Atli, Kristinn Friðriksson og Teitur Örlygsson fóru yfir það afhverju þessi hópur væri að æfa degi fyrir einn mikilvægasta leik tímabilsins hingað til. Í æfingahópnum eru fimm Haukamenn, en ekki einn úr KR. „Í fyrsta lagi finnst mér asnalegt að það sé verið að velja tuttugu leikmenn til að fylla tvö til fjögur pláss. Maður veit ekkert hvað þeir eru að pæla,” sagði Kristinn Friðriksson, annar spekingur þáttarins. „Eru fimm Haukarar að fara berjast á æfingu í dag? Það getur ekki verið því þeir eiga leik gegn KR á morgun,” bætti Kristinn við. „Mér finnst þetta mjög asnalegt.” „Ég skil ekki hvað er verið að fara. Þegar ég las þetta fyrst þá helt ég að þetta væri afrekshópur KKÍ eins og hjá krökkunum. Fá allir verðlaunaskjal eftir æfinguna? Veljiði bara 16-17 og eftir það verða bara fjórir til fimm teknir út,” sagði Teitur Örlygsson, hinn spekingur þáttarins. „Ég skil ekki tilganginn. Til hvers eru þessar æfingar? Það er algjörlega útilokað að fatta þetta,” bætti Kristinn við að lokum. Þetta athyglisverða innslag má sjá í spilanum hér að ofan, þar sem er meðal annars fjallað um afhverju Kári Jónsson sé í þessum hóp en ekki tíu manna hópnum fleira til.
Dominos-deild karla Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli