Ótti við gegnsæi ríkur innan stjórnmálanna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. febrúar 2018 07:30 Jón Ólafsson prófessor fer fyrir stýrihópi um eflingu trausts á stjórnmálum. Fréttablaðið/Anton Brink Formaður stýrihóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að kerfið og stjórnmálamenn eigi að líta á greitt aðgengi að upplýsingum sem hjálpartæki, til að sýna fram á að viðkomandi hagi starfi sínu í þágu almennings.„Það er langáhrifaríkast til lengri tíma litið að aðgangur að upplýsingum sé greiður. Þá stendur fólk frammi fyrir því að þurfa alltaf að geta forsvarað það sem það gerir og það hefur áhrif. Ef menn hefðu til dæmis gert ráð fyrir því að þessar greiðslur yrðu á almannavitorði þá hefðu þeir kannski hagað innheimtu sinni öðruvísi,“ segir Jón Ólafsson prófessor, formaður Gagnsæis og formaður stýrihóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Alþingi og stjórnsýsla þess hefur verið harðlega gagnrýnd að undanförnu vegna leyndar sem hvílir yfir ferða-, dvalar- og starfskostnaðargreiðslum til þingmanna. Aðspurður segir Jón að svo virðist sem menn óttist helst að umræðan verði neikvæð ef upplýsingar liggja fyrir. „Ótti manna við gegnsæið virðist helst á því byggður að fólk muni rangtúlka og mistúlka upplýsingar. Það eru hins vegar miklu meiri líkur á tortryggni þegar fólk veit ekki heldur en þegar það veit,“ segir Jón. Jón bendir á að kerfið og stjórnmálamennirnir ættu mun frekar að líta á greitt aðgengi að upplýsingum sem hjálpartæki og leið til að tryggja og sýna fram á að hann eða hún hagi starfi sínu í þágu almennings. „Eina leiðin sem fólk hefur til að sýna hvað það er að gera er að hafa allt uppi á borði,“ segir Jón. „Það virðist nánast ríkjandi viðhorf í stjórnsýslunni að það þurfi sérstök rök til að veita upplýsingar. Þessu þarf að snúa við þannig að það þurfi sérstök rök til að veita þær ekki,“ segir Jón og bætir við: „Ef þessi viðhorfsbreyting gæti orðið erum við strax komin í mun eðlilegra umhverfi og með þessu getum við líka dregið úr líkum á að fólk misnoti stöðu sína.“ Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Formaður stýrihóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að kerfið og stjórnmálamenn eigi að líta á greitt aðgengi að upplýsingum sem hjálpartæki, til að sýna fram á að viðkomandi hagi starfi sínu í þágu almennings.„Það er langáhrifaríkast til lengri tíma litið að aðgangur að upplýsingum sé greiður. Þá stendur fólk frammi fyrir því að þurfa alltaf að geta forsvarað það sem það gerir og það hefur áhrif. Ef menn hefðu til dæmis gert ráð fyrir því að þessar greiðslur yrðu á almannavitorði þá hefðu þeir kannski hagað innheimtu sinni öðruvísi,“ segir Jón Ólafsson prófessor, formaður Gagnsæis og formaður stýrihóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Alþingi og stjórnsýsla þess hefur verið harðlega gagnrýnd að undanförnu vegna leyndar sem hvílir yfir ferða-, dvalar- og starfskostnaðargreiðslum til þingmanna. Aðspurður segir Jón að svo virðist sem menn óttist helst að umræðan verði neikvæð ef upplýsingar liggja fyrir. „Ótti manna við gegnsæið virðist helst á því byggður að fólk muni rangtúlka og mistúlka upplýsingar. Það eru hins vegar miklu meiri líkur á tortryggni þegar fólk veit ekki heldur en þegar það veit,“ segir Jón. Jón bendir á að kerfið og stjórnmálamennirnir ættu mun frekar að líta á greitt aðgengi að upplýsingum sem hjálpartæki og leið til að tryggja og sýna fram á að hann eða hún hagi starfi sínu í þágu almennings. „Eina leiðin sem fólk hefur til að sýna hvað það er að gera er að hafa allt uppi á borði,“ segir Jón. „Það virðist nánast ríkjandi viðhorf í stjórnsýslunni að það þurfi sérstök rök til að veita upplýsingar. Þessu þarf að snúa við þannig að það þurfi sérstök rök til að veita þær ekki,“ segir Jón og bætir við: „Ef þessi viðhorfsbreyting gæti orðið erum við strax komin í mun eðlilegra umhverfi og með þessu getum við líka dregið úr líkum á að fólk misnoti stöðu sína.“
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira