Einar Árni tekur upp hanskann fyrir Keflavík: Engin skömm að tapa fyrir Þór og Hetti Anton Ingi Leifsson skrifar 15. febrúar 2018 22:24 Einar Árni Jóhannsson. Vísir/Ernir Þór Þorlákshöfn tapaði fyrir Valsmönnum á útivelli í Domino's deild karla í kvöld með níu stigum. Tapið gerði baráttu Þórsara um sæti í úrslitakeppninni erfiðari en sigur Vals sendi Hött endanlega niður í fyrstu deild. „Það sem pirrar mig mest í dag að hvað við höfum verið góðir í síðustu fjórum til fimm leikjum, sýnt mikið hjarta, verið mikið lið og svo komum við í leik sem eflaust hefur læðst að fólki sem við ættum að vinna þá bryddum við upp á nýjungum sem hefur ekki sést í langan tíma.” Þetta sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, í samtali við Vísi í leikslok og virtist hundfúll með framlag sinna manna í leiknum í kvöld sem hefur oft verið betra. Lokatölur í leiknum urðu 95-86. „Við vorum ekki góðir. Daprasta varnarframmistaða í allan vetur, teigurinn galopinn, réðum ekkert við King og buðum þeim bara upp í veislu. Fullt hrós á Val sem sýndi mikið hjarta og gaf allt sitt.” „Við töluðum um að mæta þeirra hjarta, en við vorum víðsfjarri í dag því miður,” en hæðarmunurinn hefur ekki aftrað Þór í síðustu leikjum þar sem samvinnan í varnarleiknum hefur verið til fyrirmyndar. Það breyttist algjörlega í dag. „Stundum lendir maður í vandræðum með einhver play, en í dag voru þetta bara einstaklings mistök hver á fætur öðrum þar sem menn gleyma sér bara, í einn og einn vörn eru menn bara slakir. Það er alveg fáránlega mikið af lay-upum sem eru skoruð í þessum leik. Það er okkar versta meðal í dag.” Þórsarar hafa verið að daðra við það að ógna Keflavík og liðunum þar fyrir ofan af alvöru krafti með frábærri frammistöðu í janúar. Þetta var eitt skref aftur á bak, en er Einar hættur að horfa upp fyrir sig núna? „Nei, en möguleikinn er fjarlægur. Við erum þokkalegir í stærðfræði og gerum okkur grein fyrir því að þetta var aldrei í okkar höndum. Við gerðum okkur mikið erfiðara fyrir núna en áður,” sagði Einar sem sagði umræðuna um Keflavík vera á mis. „Öll þessi umræða um Keflavík. Þeir unnu okkur um daginn og voru betri en við. Menn geta sagt allt um þá og auðvitað hafa þeir átt erfiðan vetur. Þeir hafa tapað fyrir Þór og Hetti, en það er talað um það eins og það sé versta skömm í heimi.” „Það gleymist stundum að hrósa þessum liðum fyrir flotta frammistöðu. Fyrir það fyrsta þurfum við að hugsa um okkur, vinna næsta leik og sjá hvort við getum búið til einhverja pressu.” „Við þurfum að treysta að Keflavík tapi næsti tveimur leikjum og við að vinna næstu tvo og sjá hvort þeir höndli þá pressu. Ef við ætlum að vinna næsta leik þurfum við að reisa leik okkar töluvert frá þessum leik í dag,” sem hrósaði Val að lokum: „Mig langar samt sem áður að ítreka það að Valsmenn voru geggjaðir í dag. Risa hjarta, vilji og liðsheild.” Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Þ. 95-86 | Valur heldur sér á lífi í baráttunni um úrslitakeppni Valur heldur sér á lífi í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í Dominos-deild karla eftir sigur á Þór frá Þorlákshöfn, 95-86, í Valshöllinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Vals í síðustu fimm leikjum. 15. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Þór Þorlákshöfn tapaði fyrir Valsmönnum á útivelli í Domino's deild karla í kvöld með níu stigum. Tapið gerði baráttu Þórsara um sæti í úrslitakeppninni erfiðari en sigur Vals sendi Hött endanlega niður í fyrstu deild. „Það sem pirrar mig mest í dag að hvað við höfum verið góðir í síðustu fjórum til fimm leikjum, sýnt mikið hjarta, verið mikið lið og svo komum við í leik sem eflaust hefur læðst að fólki sem við ættum að vinna þá bryddum við upp á nýjungum sem hefur ekki sést í langan tíma.” Þetta sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, í samtali við Vísi í leikslok og virtist hundfúll með framlag sinna manna í leiknum í kvöld sem hefur oft verið betra. Lokatölur í leiknum urðu 95-86. „Við vorum ekki góðir. Daprasta varnarframmistaða í allan vetur, teigurinn galopinn, réðum ekkert við King og buðum þeim bara upp í veislu. Fullt hrós á Val sem sýndi mikið hjarta og gaf allt sitt.” „Við töluðum um að mæta þeirra hjarta, en við vorum víðsfjarri í dag því miður,” en hæðarmunurinn hefur ekki aftrað Þór í síðustu leikjum þar sem samvinnan í varnarleiknum hefur verið til fyrirmyndar. Það breyttist algjörlega í dag. „Stundum lendir maður í vandræðum með einhver play, en í dag voru þetta bara einstaklings mistök hver á fætur öðrum þar sem menn gleyma sér bara, í einn og einn vörn eru menn bara slakir. Það er alveg fáránlega mikið af lay-upum sem eru skoruð í þessum leik. Það er okkar versta meðal í dag.” Þórsarar hafa verið að daðra við það að ógna Keflavík og liðunum þar fyrir ofan af alvöru krafti með frábærri frammistöðu í janúar. Þetta var eitt skref aftur á bak, en er Einar hættur að horfa upp fyrir sig núna? „Nei, en möguleikinn er fjarlægur. Við erum þokkalegir í stærðfræði og gerum okkur grein fyrir því að þetta var aldrei í okkar höndum. Við gerðum okkur mikið erfiðara fyrir núna en áður,” sagði Einar sem sagði umræðuna um Keflavík vera á mis. „Öll þessi umræða um Keflavík. Þeir unnu okkur um daginn og voru betri en við. Menn geta sagt allt um þá og auðvitað hafa þeir átt erfiðan vetur. Þeir hafa tapað fyrir Þór og Hetti, en það er talað um það eins og það sé versta skömm í heimi.” „Það gleymist stundum að hrósa þessum liðum fyrir flotta frammistöðu. Fyrir það fyrsta þurfum við að hugsa um okkur, vinna næsta leik og sjá hvort við getum búið til einhverja pressu.” „Við þurfum að treysta að Keflavík tapi næsti tveimur leikjum og við að vinna næstu tvo og sjá hvort þeir höndli þá pressu. Ef við ætlum að vinna næsta leik þurfum við að reisa leik okkar töluvert frá þessum leik í dag,” sem hrósaði Val að lokum: „Mig langar samt sem áður að ítreka það að Valsmenn voru geggjaðir í dag. Risa hjarta, vilji og liðsheild.”
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Þ. 95-86 | Valur heldur sér á lífi í baráttunni um úrslitakeppni Valur heldur sér á lífi í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í Dominos-deild karla eftir sigur á Þór frá Þorlákshöfn, 95-86, í Valshöllinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Vals í síðustu fimm leikjum. 15. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Þ. 95-86 | Valur heldur sér á lífi í baráttunni um úrslitakeppni Valur heldur sér á lífi í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í Dominos-deild karla eftir sigur á Þór frá Þorlákshöfn, 95-86, í Valshöllinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Vals í síðustu fimm leikjum. 15. febrúar 2018 22:00
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum