Gleymda kynslóðin í húsnæðisvanda Valgerður Árnadóttir skrifar 13. febrúar 2018 23:31 Ég sótti fund núverandi borgarstjórnar um borgarlínu og þéttingu byggðar. Ég er svo sem sammála því að það þarf að þétta byggðina og plönin líta vel út á pappír en mig vantaði svör við því hvers vegna húsnæði sem er verið að byggja núna er of dýrt fyrir “venjulegt fólk”? Borgarstjóri var rogginn að leysa umferðarvanda við Háskólann í Reykjavík með því að byggja stúdentaíbúðir þar, sem er gott og blessað. En þar sem ég ólst upp á “stúdentagörðum” í Svíþjóð þá finnst mér vanta blandaða byggð, leiguhúsnæðis og kaupleiguhúsnæðis sem fólk er ekki rekið úr þegar námi líkur, því það er staðreynd að stórt hlutfall háskólanema eru einnig foreldrar og vantar húsnæði á viðráðanlegu verði. Fjölskyldufólk sem er búið með háskólanám eða hefur jafnvel verið lengi á vinnumarkaðnum er í sama húsnæðisvanda og stúdentar, það er ekki lausn að byggja stúdentaíbúðir fyrir nema og lúxusíbúðir fyrir aðra því við sem erum mitt á milli höfum ekki efni á því að kaupa neitt. Það er ekki verið að verðlauna fólk fyrir að mennta sig, eftir nám taka við illa launaðar stöður og himinhátt leiguverð sem gerir fólki ómögulegt að safna. Ég er fædd 1979 og enginn sem ég þekki á mínum aldri eða yngri hefur eignast húsnæði nema með hjálp foreldra sinna, á ég ekki að geta eignast neitt fyrr en foreldrar mínir hrökkva upp af? Flestir sem ég þekki þvælast úr einu leiguhúsnæði í annað og það jafnvel með 1-3 börn, barnlausir einstaklingar á mínum aldri þurfa margir hverjir enn að fá sér meðleigjendur vegna leiguverðs, er eðlilegt að vera með meðleigjanda þegar maður er að detta í fertugt? Það er amk. ekki sérstaklega hvetjandi að mennta sig, vinna og standa sig í lífinu þegar 50% af útborguðum launum fara í leiguhúsnæði og rest rétt nægir fyrir nauðsynjum en samt ekki. Húsnæðisverð er helsta orsök fátæktar í Reykjavík, ástæða þess að hér býr fólk á götunni, að hér er hæsta hlutfall barnafátæktar á Norðurlöndunum og þess vegna ætti það að vera í forgangi að leysa húsnæðisvandann og byggja húsnæði á viðráðanlegu verði strax. Það vantar einnig um 1000 félagsíbúðir, úrræði fyrir heimilislausa, sama við hvaða vanda þeir eru að etja og neyslurými fyrir fíkla. Ef það er ekki í forgangi að fólk hafi þak yfir höfuðið og mat í maganum, hvað er þá í forgangi? Ég hélt að borgarlínan væri einhver umhverfisvæn hraðlest en komst að því að þetta er bara strætó á sterum svo það væri kannski sniðugra að hafa frítt í strætó núna til að hvetja fólk að nýta sér almenningssamgöngur eins og þær eru og nota þessar 70-80 milljarða í að leysa húsnæðisvandann strax? Ýmis fljótleg úrræði eru til, innflutt, umhverfisvæn og ódýr einingarhús sem standast veður og vind og nóg er um lóðir, eða eigum við borgarbúar að treysta á byltingu verkalýðsbaráttunnar og að þau leysi vandann sem hefur skapast því ríkis- og sveitastjórnir hafa leyft Gamma að stjórna húsnæðismarkaðnum?Valgerður Árnadóttir, frambjóðandi í prófkjöri Pírata til borgarstjórnarkosninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar Valgerður Árnadóttir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Ég sótti fund núverandi borgarstjórnar um borgarlínu og þéttingu byggðar. Ég er svo sem sammála því að það þarf að þétta byggðina og plönin líta vel út á pappír en mig vantaði svör við því hvers vegna húsnæði sem er verið að byggja núna er of dýrt fyrir “venjulegt fólk”? Borgarstjóri var rogginn að leysa umferðarvanda við Háskólann í Reykjavík með því að byggja stúdentaíbúðir þar, sem er gott og blessað. En þar sem ég ólst upp á “stúdentagörðum” í Svíþjóð þá finnst mér vanta blandaða byggð, leiguhúsnæðis og kaupleiguhúsnæðis sem fólk er ekki rekið úr þegar námi líkur, því það er staðreynd að stórt hlutfall háskólanema eru einnig foreldrar og vantar húsnæði á viðráðanlegu verði. Fjölskyldufólk sem er búið með háskólanám eða hefur jafnvel verið lengi á vinnumarkaðnum er í sama húsnæðisvanda og stúdentar, það er ekki lausn að byggja stúdentaíbúðir fyrir nema og lúxusíbúðir fyrir aðra því við sem erum mitt á milli höfum ekki efni á því að kaupa neitt. Það er ekki verið að verðlauna fólk fyrir að mennta sig, eftir nám taka við illa launaðar stöður og himinhátt leiguverð sem gerir fólki ómögulegt að safna. Ég er fædd 1979 og enginn sem ég þekki á mínum aldri eða yngri hefur eignast húsnæði nema með hjálp foreldra sinna, á ég ekki að geta eignast neitt fyrr en foreldrar mínir hrökkva upp af? Flestir sem ég þekki þvælast úr einu leiguhúsnæði í annað og það jafnvel með 1-3 börn, barnlausir einstaklingar á mínum aldri þurfa margir hverjir enn að fá sér meðleigjendur vegna leiguverðs, er eðlilegt að vera með meðleigjanda þegar maður er að detta í fertugt? Það er amk. ekki sérstaklega hvetjandi að mennta sig, vinna og standa sig í lífinu þegar 50% af útborguðum launum fara í leiguhúsnæði og rest rétt nægir fyrir nauðsynjum en samt ekki. Húsnæðisverð er helsta orsök fátæktar í Reykjavík, ástæða þess að hér býr fólk á götunni, að hér er hæsta hlutfall barnafátæktar á Norðurlöndunum og þess vegna ætti það að vera í forgangi að leysa húsnæðisvandann og byggja húsnæði á viðráðanlegu verði strax. Það vantar einnig um 1000 félagsíbúðir, úrræði fyrir heimilislausa, sama við hvaða vanda þeir eru að etja og neyslurými fyrir fíkla. Ef það er ekki í forgangi að fólk hafi þak yfir höfuðið og mat í maganum, hvað er þá í forgangi? Ég hélt að borgarlínan væri einhver umhverfisvæn hraðlest en komst að því að þetta er bara strætó á sterum svo það væri kannski sniðugra að hafa frítt í strætó núna til að hvetja fólk að nýta sér almenningssamgöngur eins og þær eru og nota þessar 70-80 milljarða í að leysa húsnæðisvandann strax? Ýmis fljótleg úrræði eru til, innflutt, umhverfisvæn og ódýr einingarhús sem standast veður og vind og nóg er um lóðir, eða eigum við borgarbúar að treysta á byltingu verkalýðsbaráttunnar og að þau leysi vandann sem hefur skapast því ríkis- og sveitastjórnir hafa leyft Gamma að stjórna húsnæðismarkaðnum?Valgerður Árnadóttir, frambjóðandi í prófkjöri Pírata til borgarstjórnarkosninga.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun