Fötlunaraktívisti ætlar í formann framkvæmdastjórnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2018 09:41 Inga Björk er 25 ára gamall Borgnesingur. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, fyrrum varaþingmaður Samfylkingarinnar og fötlunaraktívisti, gefur kost á sér í embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ingu Björk. Þar segir að Inga Björk sé 25 ára gömul, Borgnesingur og sjálfstætt starfandi sýningarstjóri. Hún hafi verið virk innan Samfylkingarinnar um langt skeið, átt sæti í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar frá árinu 2015, varaformaður og gjaldkeri Ungra jafnaðarmanna, formaður Samfylkingarfélags Borgarbyggðar og hafi verið 1. varaþingmaður Norðvesturkjördæmis 2016–2017. „Ég vil leggja alla krafta mína til svo flokkurinn geti haldið áfram að stækka og verið burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum. Í framkvæmdastjórn hef ég lagt áherslu á femínísk gildi og vil að flokkurinn stundi virkra sjálfsskoðun þegar kemur að karllægum viðhorfum og starfsháttum. Samfylkingin á að vera flokkur þar sem stjórnmálakonur fá tækifæri og stuðning en staðreyndin er sú að þær starfa styttra en karlar, bæði á þingi og á sveitarstjórnarstigi. Flokkurinn þarf að halda áfram baráttunni gegn kynbundu ofbeldi og þeirri þöggun sem viðgengist hefur innan íslenskra stjórnmála. Ég er stolt af því hvernig tekið hefur verið á málum síðustu misseri í innra starfi flokksins en aldrei má sofna á verðinum. Þá þarf að tryggja að jaðarsettir hópar, svo sem fólk af erlendum uppruna, fólk með fatlanir, hinsegin og kynsegin fólk upplifi sig öruggt og að á þau sé hlustað innan flokksins,“ segir Inga Björk. „Nú þegar flokkurinn hefur styrkt stöðu sína verður að leggja aukna áherslu á að styðja við og efla svæðisfélögin, en Samfylkingin á glæsilega fulltrúa í sveitarstjórnum vítt og breitt um landið. Ungir jafnaðarmenn eru burðarstólpi í starfi Samfylkingarinnar. Tryggja þarf ungu fólki rödd í starfi flokksins og sæti á listum í sveitastjórnar- og Alþingiskosningum.“ Inga Björk segir lágt fylgi meðal ungs fólks vera vandamál sem tækla þurfi á markvissan hátt með sterkum málflutningi kjörinna fulltrúa um hagsmuni ungs fólks og virku starfi Ungra jafnaðarmanna. „Ég hef lagt stóran hluta tíma míns í Samfylkinguna á síðustu árum og er tilbúin til að gera það áfram. Ég óska því eftir stuðningi ykkar á landsfundi dagana 2. –3. mars á Hotel Natura í Reykjavík í embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.“ Stj.mál Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, fyrrum varaþingmaður Samfylkingarinnar og fötlunaraktívisti, gefur kost á sér í embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ingu Björk. Þar segir að Inga Björk sé 25 ára gömul, Borgnesingur og sjálfstætt starfandi sýningarstjóri. Hún hafi verið virk innan Samfylkingarinnar um langt skeið, átt sæti í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar frá árinu 2015, varaformaður og gjaldkeri Ungra jafnaðarmanna, formaður Samfylkingarfélags Borgarbyggðar og hafi verið 1. varaþingmaður Norðvesturkjördæmis 2016–2017. „Ég vil leggja alla krafta mína til svo flokkurinn geti haldið áfram að stækka og verið burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum. Í framkvæmdastjórn hef ég lagt áherslu á femínísk gildi og vil að flokkurinn stundi virkra sjálfsskoðun þegar kemur að karllægum viðhorfum og starfsháttum. Samfylkingin á að vera flokkur þar sem stjórnmálakonur fá tækifæri og stuðning en staðreyndin er sú að þær starfa styttra en karlar, bæði á þingi og á sveitarstjórnarstigi. Flokkurinn þarf að halda áfram baráttunni gegn kynbundu ofbeldi og þeirri þöggun sem viðgengist hefur innan íslenskra stjórnmála. Ég er stolt af því hvernig tekið hefur verið á málum síðustu misseri í innra starfi flokksins en aldrei má sofna á verðinum. Þá þarf að tryggja að jaðarsettir hópar, svo sem fólk af erlendum uppruna, fólk með fatlanir, hinsegin og kynsegin fólk upplifi sig öruggt og að á þau sé hlustað innan flokksins,“ segir Inga Björk. „Nú þegar flokkurinn hefur styrkt stöðu sína verður að leggja aukna áherslu á að styðja við og efla svæðisfélögin, en Samfylkingin á glæsilega fulltrúa í sveitarstjórnum vítt og breitt um landið. Ungir jafnaðarmenn eru burðarstólpi í starfi Samfylkingarinnar. Tryggja þarf ungu fólki rödd í starfi flokksins og sæti á listum í sveitastjórnar- og Alþingiskosningum.“ Inga Björk segir lágt fylgi meðal ungs fólks vera vandamál sem tækla þurfi á markvissan hátt með sterkum málflutningi kjörinna fulltrúa um hagsmuni ungs fólks og virku starfi Ungra jafnaðarmanna. „Ég hef lagt stóran hluta tíma míns í Samfylkinguna á síðustu árum og er tilbúin til að gera það áfram. Ég óska því eftir stuðningi ykkar á landsfundi dagana 2. –3. mars á Hotel Natura í Reykjavík í embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.“
Stj.mál Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent