Ógnin við lífríki fjarðanna Bubbi Morthens skrifar 23. febrúar 2018 07:00 Þá hefur það skeð sem hefur verið varað við og sagt að myndi gerast, þótt laxeldismenn hafi fullyrt að það myndi ekki gerast. Laxeldiskví sekkur hjá Arnarlaxi með 500 tonnum af eldislaxi. Þetta er ekkert smá. En enginn tilkynnti Umhverfisstofnun um slysið heldur þurftu yfirvöld að senda pósta: Við vorum að frétta að sokkið hafi hjá ykkur 500 tonna kví. Já, sæll! Koma hingað til að græða Það er vitað að þetta mun gerast aftur og aftur og Norðmenn, sem eiga flestallar kvíar hér á landi, flúðu Noreg hingað til Íslands undan harðnandi eftirlitskerfi heima fyrir. Þeir koma hingað til þess að græða milljarða, fara með arðinn úr landi og skilja eftir drullu og svínarí. Skemma lífríkið án eftirlits eins og nú kemur í ljós, því það er í raun það sem laxeldi í sjókvíum gerir, það er staðreynd. Þegja þunnu hljóði Þeir tilkynna ekki um leið og slys verður heldur þegja þunnu hljóði, samt er tekið fram í starfsleyfi þeirra að það þurfi að tilkynna um slys til Matvælastofnunar, Fiskistofu og Umhverfisstofnunar um leið og það gerist. Það næsta sem heimamenn gætu séð væri það að verksmiðjuskip komi hingað og dæli laxinum um borð og fari með laxinn beint á markað. Hvað verður þá um öll störfin og loforðin? Borgar sig frekar að menga Lífríkinu á Íslandi stendur gríðarleg ógn af sjókvíaeldi. Firðir munu eyðileggjast, lífríkið mun verða fyrir tjóni sem er af stærðargráðu sem við höfum ekki séð áður. Allt laxeldi á að fara í land. Vandamálið er bara að aurgoðarnir tíma því ekki. Það borgar sig frekar að menga. Höfundur er tónlistarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bubbi Morthens Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Sjá meira
Þá hefur það skeð sem hefur verið varað við og sagt að myndi gerast, þótt laxeldismenn hafi fullyrt að það myndi ekki gerast. Laxeldiskví sekkur hjá Arnarlaxi með 500 tonnum af eldislaxi. Þetta er ekkert smá. En enginn tilkynnti Umhverfisstofnun um slysið heldur þurftu yfirvöld að senda pósta: Við vorum að frétta að sokkið hafi hjá ykkur 500 tonna kví. Já, sæll! Koma hingað til að græða Það er vitað að þetta mun gerast aftur og aftur og Norðmenn, sem eiga flestallar kvíar hér á landi, flúðu Noreg hingað til Íslands undan harðnandi eftirlitskerfi heima fyrir. Þeir koma hingað til þess að græða milljarða, fara með arðinn úr landi og skilja eftir drullu og svínarí. Skemma lífríkið án eftirlits eins og nú kemur í ljós, því það er í raun það sem laxeldi í sjókvíum gerir, það er staðreynd. Þegja þunnu hljóði Þeir tilkynna ekki um leið og slys verður heldur þegja þunnu hljóði, samt er tekið fram í starfsleyfi þeirra að það þurfi að tilkynna um slys til Matvælastofnunar, Fiskistofu og Umhverfisstofnunar um leið og það gerist. Það næsta sem heimamenn gætu séð væri það að verksmiðjuskip komi hingað og dæli laxinum um borð og fari með laxinn beint á markað. Hvað verður þá um öll störfin og loforðin? Borgar sig frekar að menga Lífríkinu á Íslandi stendur gríðarleg ógn af sjókvíaeldi. Firðir munu eyðileggjast, lífríkið mun verða fyrir tjóni sem er af stærðargráðu sem við höfum ekki séð áður. Allt laxeldi á að fara í land. Vandamálið er bara að aurgoðarnir tíma því ekki. Það borgar sig frekar að menga. Höfundur er tónlistarmaður
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar