Viðreisn leitar að forystukonu fyrir framboð sitt í Reykjavíkurborg Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. febrúar 2018 07:00 Fylla þarf 23 sæti í Ráðhúsi Reykjavíkur í vor. Stjórnmálaflokkarnir eru að manna lista sína. VÍSIR/STEFÁN Forystumenn í Viðreisn leita þessa dagana að konu til að vera í forystu fyrir framboð flokksins í Reykjavík. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er meðal annars horft til Jarþrúðar Ásmundsdóttur og Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur. Flokkurinn hefur ákveðið að hafa þann háttinn á að auglýsa eftir einstaklingum sem vilja taka þátt í framboðum flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Forystufólk úr flokknum hefur síðan haft samband við valda einstaklinga og hvatt þá til að gefa kost á sér. Búist er við því að fyrrverandi þingmaður flokksins, Pawel Bartoszek, verði efsti karlmaðurinn á listanum og verði þá annaðhvort í fyrsta eða öðru sætinu. Pawel staðfesti í gær að hann hygðist sækjast eftir sæti ofarlega á lista Viðreisnar fyrir kosningarnar.„Það brennur á mér að gera Reykjavík að enn þá betri borg,“ segir Pawel um framboð sitt. „Ég vil sjá til þess að hér verði gott skólakerfi, frábærar og fjölbreyttar samgöngur og atvinnulíf sem fær allt þetta frábæra fólk í þessum heimi, Íslendinga sem og aðra, til þess að vilja búa hér.“Sjá einnig: Pawel fer fram í borginni Bæði Jarþrúður og Þórdís Lóa hafa verið hvattar til að gefa kost á sér. Jarþrúður hefur áralanga reynslu af trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn en gekk svo til liðs við Viðreisn í aðdraganda síðustu kosninga og tók 4. sæti á lista í Reykjavík norður. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur hins vegar áratugalanga reynslu af störfum hjá Reykjavíkurborg. Hún var meðal annars framkvæmdastjóri þjónustusviðs Reykjavíkur, auk þess að hafa verið formaður Félags kvenna í atvinnulífinu um árabil.Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að lögfræðingurinn Hildur Björnsdóttir hafi verið hvött til að gefa kost á sér í framboð fyrir Viðreisn. Formaður flokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hafi meðal annars átt persónuleg samtöl við Hildi um slíkt. Hildur ákvað hins vegar að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins þegar það bauðst. Þá hefur einnig verið rætt við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur. Hún bauð sig fram í kosningum til Alþingis á lista Viðreisnar bæði í kosningunum 2016 og 2017, en náði ekki kjöri. Þorbjörg var aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra. Eftir kosningar 2017 var hún settur saksóknari hjá Ríkissaksóknara, en þar hafði hún starfað áður. Hún mun ekki sækjast eftir sæti á listanum fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Ingvar Mar leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavík Framsókn kynnir efstu sex sætin í borginni. 22. febrúar 2018 21:11 Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Pawel fer fram í borginni Pawel Bartoszek sækist eftir sæti á lista Viðreisnar. 22. febrúar 2018 14:29 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
Forystumenn í Viðreisn leita þessa dagana að konu til að vera í forystu fyrir framboð flokksins í Reykjavík. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er meðal annars horft til Jarþrúðar Ásmundsdóttur og Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur. Flokkurinn hefur ákveðið að hafa þann háttinn á að auglýsa eftir einstaklingum sem vilja taka þátt í framboðum flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Forystufólk úr flokknum hefur síðan haft samband við valda einstaklinga og hvatt þá til að gefa kost á sér. Búist er við því að fyrrverandi þingmaður flokksins, Pawel Bartoszek, verði efsti karlmaðurinn á listanum og verði þá annaðhvort í fyrsta eða öðru sætinu. Pawel staðfesti í gær að hann hygðist sækjast eftir sæti ofarlega á lista Viðreisnar fyrir kosningarnar.„Það brennur á mér að gera Reykjavík að enn þá betri borg,“ segir Pawel um framboð sitt. „Ég vil sjá til þess að hér verði gott skólakerfi, frábærar og fjölbreyttar samgöngur og atvinnulíf sem fær allt þetta frábæra fólk í þessum heimi, Íslendinga sem og aðra, til þess að vilja búa hér.“Sjá einnig: Pawel fer fram í borginni Bæði Jarþrúður og Þórdís Lóa hafa verið hvattar til að gefa kost á sér. Jarþrúður hefur áralanga reynslu af trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn en gekk svo til liðs við Viðreisn í aðdraganda síðustu kosninga og tók 4. sæti á lista í Reykjavík norður. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur hins vegar áratugalanga reynslu af störfum hjá Reykjavíkurborg. Hún var meðal annars framkvæmdastjóri þjónustusviðs Reykjavíkur, auk þess að hafa verið formaður Félags kvenna í atvinnulífinu um árabil.Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að lögfræðingurinn Hildur Björnsdóttir hafi verið hvött til að gefa kost á sér í framboð fyrir Viðreisn. Formaður flokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hafi meðal annars átt persónuleg samtöl við Hildi um slíkt. Hildur ákvað hins vegar að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins þegar það bauðst. Þá hefur einnig verið rætt við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur. Hún bauð sig fram í kosningum til Alþingis á lista Viðreisnar bæði í kosningunum 2016 og 2017, en náði ekki kjöri. Þorbjörg var aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra. Eftir kosningar 2017 var hún settur saksóknari hjá Ríkissaksóknara, en þar hafði hún starfað áður. Hún mun ekki sækjast eftir sæti á listanum fyrir borgarstjórnarkosningarnar.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Ingvar Mar leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavík Framsókn kynnir efstu sex sætin í borginni. 22. febrúar 2018 21:11 Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Pawel fer fram í borginni Pawel Bartoszek sækist eftir sæti á lista Viðreisnar. 22. febrúar 2018 14:29 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
Ingvar Mar leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavík Framsókn kynnir efstu sex sætin í borginni. 22. febrúar 2018 21:11
Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17
Pawel fer fram í borginni Pawel Bartoszek sækist eftir sæti á lista Viðreisnar. 22. febrúar 2018 14:29