Umskurn sveinbarna Jón Sigurðsson skrifar 22. febrúar 2018 07:00 Um það bil þriðjungur allra sveinbarna á jörðinni er umskorinn á forhúð nokkrum dögum eftir fæðingu. Þetta á við um mikinn meirihluta sveinbarna í Norður-Afríku og víðar í álfunni, Arabalöndum, Persíu, í Mið-Asíu og í Indónesíu og um það bil helming sveinbarna í Norður-Ameríku. Lítill hluti umskorinna eru synir Gyðinga en meðal þeirra nýtur athöfnin sérstakrar helgi. Umskurn sveinbarna er smávægileg og fljótleg skurðaðgerð á húðfellingu, einna líkust minnstu lýtalækningum. Auðvelt er að koma við staðdeyfingu og annarri heilsugæslu. Umskurn sveinbarna samrýmist öllum þekktum hugmyndum um forræði foreldra. Hún er eins ólík umskurn ungmeyja og orðið getur. Frumvarp til laga um bann við umskurn sveinbarna byggist á vanþekkingu og misskilningi. Refsiákvæði þess hljóta auk þess að teljast óhæfileg og niðurlægjandi. Enginn vafi er um góðan ásetning, en misskilin góðsemi og æskuhroki meðflytjenda koma einnig við sögu. Í núverandi aðstæðum hérlendis snertir bann þetta nær einvörðungu fjölskyldur aðfluttra múslíma. Í Fréttablaðinu (laug. 17.2. 2018) telur Óttarr Guðmundsson geðlæknir sæma að tengja þetta frumvarp sérstaklega við Framsóknarflokkinn og löngu látinn leiðtoga Framsóknarmanna. Hermann Jónasson forsætisráðherra tók þá erfiðu ákvörðun skömmu fyrir upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari að meina nokkrum Gyðingum landgöngu hér. Í þessu fylgdi hann fordæmi Breta, Svía og fleiri nágrannaþjóða. Full alvara málsins var ekki kunn hér þá, en ábyrgðin er hin sama. Eftir styrjöldina átti Thor Thors sendiherra góðan hlut að því að rétta orðspor Íslendinga. Ummæli Óttars eru hugsuð sem meinlítið skens. En þau eru óviðeigandi. Og Gyðingar og Ísraelsríki njóta virðingar meðal Íslendinga.Höfundur er fv. skólastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Um það bil þriðjungur allra sveinbarna á jörðinni er umskorinn á forhúð nokkrum dögum eftir fæðingu. Þetta á við um mikinn meirihluta sveinbarna í Norður-Afríku og víðar í álfunni, Arabalöndum, Persíu, í Mið-Asíu og í Indónesíu og um það bil helming sveinbarna í Norður-Ameríku. Lítill hluti umskorinna eru synir Gyðinga en meðal þeirra nýtur athöfnin sérstakrar helgi. Umskurn sveinbarna er smávægileg og fljótleg skurðaðgerð á húðfellingu, einna líkust minnstu lýtalækningum. Auðvelt er að koma við staðdeyfingu og annarri heilsugæslu. Umskurn sveinbarna samrýmist öllum þekktum hugmyndum um forræði foreldra. Hún er eins ólík umskurn ungmeyja og orðið getur. Frumvarp til laga um bann við umskurn sveinbarna byggist á vanþekkingu og misskilningi. Refsiákvæði þess hljóta auk þess að teljast óhæfileg og niðurlægjandi. Enginn vafi er um góðan ásetning, en misskilin góðsemi og æskuhroki meðflytjenda koma einnig við sögu. Í núverandi aðstæðum hérlendis snertir bann þetta nær einvörðungu fjölskyldur aðfluttra múslíma. Í Fréttablaðinu (laug. 17.2. 2018) telur Óttarr Guðmundsson geðlæknir sæma að tengja þetta frumvarp sérstaklega við Framsóknarflokkinn og löngu látinn leiðtoga Framsóknarmanna. Hermann Jónasson forsætisráðherra tók þá erfiðu ákvörðun skömmu fyrir upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari að meina nokkrum Gyðingum landgöngu hér. Í þessu fylgdi hann fordæmi Breta, Svía og fleiri nágrannaþjóða. Full alvara málsins var ekki kunn hér þá, en ábyrgðin er hin sama. Eftir styrjöldina átti Thor Thors sendiherra góðan hlut að því að rétta orðspor Íslendinga. Ummæli Óttars eru hugsuð sem meinlítið skens. En þau eru óviðeigandi. Og Gyðingar og Ísraelsríki njóta virðingar meðal Íslendinga.Höfundur er fv. skólastjóri
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun