Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2018 22:54 Hafið hefur drukkið í sig langstærsta hluta hlýnunarinnar sem menn hafa valdið. Yfirborð sjávar mun halda áfram að hækka næstu aldirnar jafnvel þó að menn nái að koma böndum yfir losun sína á gróðurhúsalofttegundum á næstu áratugum. Vísir/AFP Fyrir hver fimm ár sem menn tefja að grípa til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda gæti yfirborð sjávar hækkað um tuttugu sentímetra fyrir árið 2300. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna sem telja ekki útilokað að hækkun yfirborðs sjávar verði enn meiri ef ekkert verður að gert. Hnattræn hlýnun af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum veldur hækkun yfirborðs sjávar á tvennan hátt. Annars vegar með bráðnun íss á landi með hækkandi hita og hins vegar þegar sjórinn þenst út eftir því sem hann hlýnar. Niðurstöður vísindamannanna benda til þess að aðgerðir eða aðgerðaleysi manna nú í að taka á loftslagsvánni eigi eftir að hafa áhrif um ókomnar aldir. Þeir komust að því að meðalhækkun yfirborðs sjávar fyrir hver fimm ár sem losun helst óbreytt geti numið tuttugu sentímetrum næstu 280 árin. Til samanburðar hækkaði yfirborð sjávar um tuttugu sentímetra á allri 20. öldinni. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Nature Communications í dag. „Einn mikilvægur punktur var að afhjúpa að hækkun yfirborðs sjávar er ekki í fjarlægri framtíð, hún er núna, og vegna þess að kerfið er svo hægvirkt sjáum við það ekki í augnablikinu. En við erum að valda því núna,“ segir Matthias Mengel, aðalhöfundur rannsóknarinnar við Potsdam-loftslagsáhrifarannsókninastofnunina í Þýskalandi, við Washington Post.Möguleiki á að hækkunin verði ennþá meiri Hækkunin gæti numið allt að heilum metra ef miðað er við hæstu gildi áætlana vísindamannanna sem eru talin ólíkleg að verða að veruleika en þó ekki útilokuð. Það veltur meðal annars á því hvort að íshellan á Suðurskautslandinu brotni upp eins og aukin hætta er talin á að gerist. Forsendur rannsóknarinnar eru teknar úr sviðsmyndum Parísarsamkomulagsins um samdrátt í losun. Markmiðin sem aðildarríki þess hafa sett sér eru hins vegar ekki nægilega metnaðarfull til þess að ná takmarki samkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og helst 1,5°C á þessari öld. Þá eru ríkin ekki að gera nógu mikið til að ná jafnvel þessum ófullnægjandi markmiðum sínum. Jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins næðust gæti yfirborð sjávar hækkað um 70 til 120 sentímetra fyrir árið 2300 samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45 Hopandi íshellur á báðum jarðarhvelum hraða hækkun sjávarborðs Nokkur hröðun hefur orðið í hækkun sjávarborðs á undanförnum árum. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Fyrir hver fimm ár sem menn tefja að grípa til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda gæti yfirborð sjávar hækkað um tuttugu sentímetra fyrir árið 2300. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna sem telja ekki útilokað að hækkun yfirborðs sjávar verði enn meiri ef ekkert verður að gert. Hnattræn hlýnun af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum veldur hækkun yfirborðs sjávar á tvennan hátt. Annars vegar með bráðnun íss á landi með hækkandi hita og hins vegar þegar sjórinn þenst út eftir því sem hann hlýnar. Niðurstöður vísindamannanna benda til þess að aðgerðir eða aðgerðaleysi manna nú í að taka á loftslagsvánni eigi eftir að hafa áhrif um ókomnar aldir. Þeir komust að því að meðalhækkun yfirborðs sjávar fyrir hver fimm ár sem losun helst óbreytt geti numið tuttugu sentímetrum næstu 280 árin. Til samanburðar hækkaði yfirborð sjávar um tuttugu sentímetra á allri 20. öldinni. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Nature Communications í dag. „Einn mikilvægur punktur var að afhjúpa að hækkun yfirborðs sjávar er ekki í fjarlægri framtíð, hún er núna, og vegna þess að kerfið er svo hægvirkt sjáum við það ekki í augnablikinu. En við erum að valda því núna,“ segir Matthias Mengel, aðalhöfundur rannsóknarinnar við Potsdam-loftslagsáhrifarannsókninastofnunina í Þýskalandi, við Washington Post.Möguleiki á að hækkunin verði ennþá meiri Hækkunin gæti numið allt að heilum metra ef miðað er við hæstu gildi áætlana vísindamannanna sem eru talin ólíkleg að verða að veruleika en þó ekki útilokuð. Það veltur meðal annars á því hvort að íshellan á Suðurskautslandinu brotni upp eins og aukin hætta er talin á að gerist. Forsendur rannsóknarinnar eru teknar úr sviðsmyndum Parísarsamkomulagsins um samdrátt í losun. Markmiðin sem aðildarríki þess hafa sett sér eru hins vegar ekki nægilega metnaðarfull til þess að ná takmarki samkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og helst 1,5°C á þessari öld. Þá eru ríkin ekki að gera nógu mikið til að ná jafnvel þessum ófullnægjandi markmiðum sínum. Jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins næðust gæti yfirborð sjávar hækkað um 70 til 120 sentímetra fyrir árið 2300 samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45 Hopandi íshellur á báðum jarðarhvelum hraða hækkun sjávarborðs Nokkur hröðun hefur orðið í hækkun sjávarborðs á undanförnum árum. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45
Hopandi íshellur á báðum jarðarhvelum hraða hækkun sjávarborðs Nokkur hröðun hefur orðið í hækkun sjávarborðs á undanförnum árum. 14. febrúar 2018 06:00