Birta aðeins ferðakostnað þingmanna frá nýliðnum áramótum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. febrúar 2018 06:00 Jón Þór Ólafsson alþingismaður Forsætisnefnd ákvað á fundi sínum í gær að upplýsingar um ferðakostnað þingmanna verði birtar á sérstökum vef. Þar verða þó einungis birtar upplýsingar um kostnað sem þingmenn hafa stofnað til frá 1. janúar 2018 en ekki lengra aftur í tímann. Þetta staðfestir Jón Þór Ólafsson, þingmaður og fulltrúi Pírata í forsætisnefnd. Aðspurður segir Jón að á fundinum hafi ekki verið tekin endanleg afstaða til upplýsingabeiðna fjölmiðla á fundinum, en Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefur látið þess getið að honum sjálfum og skrifstofunni hafi borist fjöldi fyrirspurna um starfskjör þingmanna og verði beiðnum fjölmiðla um frekari upplýsingar vísað inn í vinnu forsætisnefndar.Sjá einnig: Til skoðunar að birta allar upplýsingar um ferðakostnað þingmanna jafnóðum „Ég lýsti þeirri skoðun að rétt væri að farið yrði yfir málið frá sjónarhorni siðareglnanna og þessu var stillt upp þannig í nefndinni að skrifstofa þingsins, sem sér um framkvæmd laga og reglna um þingfararkaup og kostnað, mun gefa forsætisnefnd samantekt um málið og hvernig framkvæmdinni hefur verið háttað. Mér skilst að þetta sé sá farvegur sem forsætisnefnd myndi alltaf vísa málinu í ef það kæmi fram beiðni um að málið yrði skoðað út frá siðareglunum,“ segir Jón Þór. Málið var rætt á Alþingi í gær undir liðnum um fundarstjórn forseta. Meðal þeirra sem tóku til máls var Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem spurði af hverju málið væri svo viðkvæmt. Hún svaraði því sjálf með orðunum: „Af því að það er bara verið að gefa örlítinn hluta af upplýsingunum. Við vitum hver ók mest. Við vitum núna hver ók næstmest en við höfum ekki fengið upplýsingar um hver er í þriðja, fjórða og fimmta sæti.“ Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Forsætisráðherra vill allt upp á yfirborðið og telur eðlilegt að akstursdagbækur þingmanna séu aðgengilegar landsmönnum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn auðveldlega geta veitt upplýsingar um eigin akstur. 19. febrúar 2018 07:00 Til skoðunar að birta jafnóðum allar upplýsingar um ferðakostnað þingmanna Forsætisnefnd Alþingis hefur til skoðunar að leggja til breytingar á reglum um endurgreiðslu á ferðakostnaði alþingismanna sem fela í sér að hægt verði að sjá allar greiðslur til þingmanna í hverjum mánuði. 19. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Forsætisnefnd ákvað á fundi sínum í gær að upplýsingar um ferðakostnað þingmanna verði birtar á sérstökum vef. Þar verða þó einungis birtar upplýsingar um kostnað sem þingmenn hafa stofnað til frá 1. janúar 2018 en ekki lengra aftur í tímann. Þetta staðfestir Jón Þór Ólafsson, þingmaður og fulltrúi Pírata í forsætisnefnd. Aðspurður segir Jón að á fundinum hafi ekki verið tekin endanleg afstaða til upplýsingabeiðna fjölmiðla á fundinum, en Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefur látið þess getið að honum sjálfum og skrifstofunni hafi borist fjöldi fyrirspurna um starfskjör þingmanna og verði beiðnum fjölmiðla um frekari upplýsingar vísað inn í vinnu forsætisnefndar.Sjá einnig: Til skoðunar að birta allar upplýsingar um ferðakostnað þingmanna jafnóðum „Ég lýsti þeirri skoðun að rétt væri að farið yrði yfir málið frá sjónarhorni siðareglnanna og þessu var stillt upp þannig í nefndinni að skrifstofa þingsins, sem sér um framkvæmd laga og reglna um þingfararkaup og kostnað, mun gefa forsætisnefnd samantekt um málið og hvernig framkvæmdinni hefur verið háttað. Mér skilst að þetta sé sá farvegur sem forsætisnefnd myndi alltaf vísa málinu í ef það kæmi fram beiðni um að málið yrði skoðað út frá siðareglunum,“ segir Jón Þór. Málið var rætt á Alþingi í gær undir liðnum um fundarstjórn forseta. Meðal þeirra sem tóku til máls var Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem spurði af hverju málið væri svo viðkvæmt. Hún svaraði því sjálf með orðunum: „Af því að það er bara verið að gefa örlítinn hluta af upplýsingunum. Við vitum hver ók mest. Við vitum núna hver ók næstmest en við höfum ekki fengið upplýsingar um hver er í þriðja, fjórða og fimmta sæti.“
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Forsætisráðherra vill allt upp á yfirborðið og telur eðlilegt að akstursdagbækur þingmanna séu aðgengilegar landsmönnum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn auðveldlega geta veitt upplýsingar um eigin akstur. 19. febrúar 2018 07:00 Til skoðunar að birta jafnóðum allar upplýsingar um ferðakostnað þingmanna Forsætisnefnd Alþingis hefur til skoðunar að leggja til breytingar á reglum um endurgreiðslu á ferðakostnaði alþingismanna sem fela í sér að hægt verði að sjá allar greiðslur til þingmanna í hverjum mánuði. 19. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Forsætisráðherra vill allt upp á yfirborðið og telur eðlilegt að akstursdagbækur þingmanna séu aðgengilegar landsmönnum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn auðveldlega geta veitt upplýsingar um eigin akstur. 19. febrúar 2018 07:00
Til skoðunar að birta jafnóðum allar upplýsingar um ferðakostnað þingmanna Forsætisnefnd Alþingis hefur til skoðunar að leggja til breytingar á reglum um endurgreiðslu á ferðakostnaði alþingismanna sem fela í sér að hægt verði að sjá allar greiðslur til þingmanna í hverjum mánuði. 19. febrúar 2018 20:15