Fjármálaráðherra með frumvarp um laun kjörinna fulltrúa í smíðum Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2018 12:56 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, boðar frumvarp um laun kjörinna fulltrúa í samræmi við nýlegar tillögur nefndar. Vísir/Hanna Þingmaður Pírata gagnrýnir að laun þeirra sem sitja í kjararáði hafi verið hækkuð um áramótin samkvæmt launavísitölu og spyr hvort ekki væri þá eðlilegt að miða kjör almennings og kjörinna fulltrúa við vísitöluna. Fjármálaráðherra boðar frumvarp um laun kjörinna fulltrúa í samræmi við nýlegar tillögur nefndar. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gagnrýndi í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að laun þeirra sem sitja í kjararáði hefðu verið hækkuð í desember að tillögu ráðsins sjálfs um 7,3 prósent. Sú hækkun hafi miðast við hækkun launavísitölu frá árinu 2016 til 2017. „Launavísitala er mjög spes (sérstakt) mælitæki. Hækkun miðað við launavísitölu er hækkun umfram aðra,“ sagði Björn Leví. Hann spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem féllst á ósk kjararáðs í byrjun desember, hvort ekki væri eðlilegt að laun fólks á vinnumarkaði hækkaði einnig um 7,3 prósent og að laun þingmanna og ráðherra tækju einnig mið af launavísitölu. „Ég held að ef væri gáð kæmi í ljós að tímagjald sem ríkið er almennt að greiða fyrir sérfræðiþjónustu liggi einhvers staðar á þessu bili sem kjararáðs meðlimir hafa haft í tímagjald í verktöku,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra sagði sjálfsagt að ræða við þingið um taxta fjármálaráðuneytinsins fyrir veitta sérfræðiþjónustu. Hvað varðaði breytingar á launum þingmanna og ráðherra litist honum hins vegar betur á tillögur nefndar um breytingar á þeim málum en að miðað yrði við launavísitölu. „Háttvirtur þingmaður fær mig ekki til að koma með nýjar útfærslur á því með hvaða hætti eigi að taka ákvarðanir um þessi efni fyrir þingmenn eða ráðherra. Við höfum gert grein fyrir því að við hyggjumst fylgja eftir þeirri niðurstöðu sem birtist í nýrri skýrslu um þessi efni. Ég vinn að frumvarpi til breytinga á lögum í samræmi við þá niðurstöðu,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Kjararáð Tengdar fréttir Greiðslur til borgarstjóra á pari við launakjör forsætisráðherra Talsverður munur er á kjörum borgarstjórnarfulltrúa eftir í hve mörgum nefndum og ráðum þeir sitja. Borgarstjóri er með fimmfalt hærri laun en sá launalægsti. 7. mars 2018 09:00 Fá sextán þúsund á tímann í kjararáði Þóknun til þeirra sem sitja í kjararáði er nú 16.290 krónur á tímann og hafa launin hækkað um 62,9 prósent á tíu árum. Allar þrjár óskir formanns kjararáðs um launahækkun til ráðsmanna á undanförnum sex árum hafa verið samþykktar. 8. mars 2018 07:00 Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. 7. mars 2018 15:33 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Þingmaður Pírata gagnrýnir að laun þeirra sem sitja í kjararáði hafi verið hækkuð um áramótin samkvæmt launavísitölu og spyr hvort ekki væri þá eðlilegt að miða kjör almennings og kjörinna fulltrúa við vísitöluna. Fjármálaráðherra boðar frumvarp um laun kjörinna fulltrúa í samræmi við nýlegar tillögur nefndar. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gagnrýndi í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að laun þeirra sem sitja í kjararáði hefðu verið hækkuð í desember að tillögu ráðsins sjálfs um 7,3 prósent. Sú hækkun hafi miðast við hækkun launavísitölu frá árinu 2016 til 2017. „Launavísitala er mjög spes (sérstakt) mælitæki. Hækkun miðað við launavísitölu er hækkun umfram aðra,“ sagði Björn Leví. Hann spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem féllst á ósk kjararáðs í byrjun desember, hvort ekki væri eðlilegt að laun fólks á vinnumarkaði hækkaði einnig um 7,3 prósent og að laun þingmanna og ráðherra tækju einnig mið af launavísitölu. „Ég held að ef væri gáð kæmi í ljós að tímagjald sem ríkið er almennt að greiða fyrir sérfræðiþjónustu liggi einhvers staðar á þessu bili sem kjararáðs meðlimir hafa haft í tímagjald í verktöku,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra sagði sjálfsagt að ræða við þingið um taxta fjármálaráðuneytinsins fyrir veitta sérfræðiþjónustu. Hvað varðaði breytingar á launum þingmanna og ráðherra litist honum hins vegar betur á tillögur nefndar um breytingar á þeim málum en að miðað yrði við launavísitölu. „Háttvirtur þingmaður fær mig ekki til að koma með nýjar útfærslur á því með hvaða hætti eigi að taka ákvarðanir um þessi efni fyrir þingmenn eða ráðherra. Við höfum gert grein fyrir því að við hyggjumst fylgja eftir þeirri niðurstöðu sem birtist í nýrri skýrslu um þessi efni. Ég vinn að frumvarpi til breytinga á lögum í samræmi við þá niðurstöðu,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Kjararáð Tengdar fréttir Greiðslur til borgarstjóra á pari við launakjör forsætisráðherra Talsverður munur er á kjörum borgarstjórnarfulltrúa eftir í hve mörgum nefndum og ráðum þeir sitja. Borgarstjóri er með fimmfalt hærri laun en sá launalægsti. 7. mars 2018 09:00 Fá sextán þúsund á tímann í kjararáði Þóknun til þeirra sem sitja í kjararáði er nú 16.290 krónur á tímann og hafa launin hækkað um 62,9 prósent á tíu árum. Allar þrjár óskir formanns kjararáðs um launahækkun til ráðsmanna á undanförnum sex árum hafa verið samþykktar. 8. mars 2018 07:00 Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. 7. mars 2018 15:33 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Greiðslur til borgarstjóra á pari við launakjör forsætisráðherra Talsverður munur er á kjörum borgarstjórnarfulltrúa eftir í hve mörgum nefndum og ráðum þeir sitja. Borgarstjóri er með fimmfalt hærri laun en sá launalægsti. 7. mars 2018 09:00
Fá sextán þúsund á tímann í kjararáði Þóknun til þeirra sem sitja í kjararáði er nú 16.290 krónur á tímann og hafa launin hækkað um 62,9 prósent á tíu árum. Allar þrjár óskir formanns kjararáðs um launahækkun til ráðsmanna á undanförnum sex árum hafa verið samþykktar. 8. mars 2018 07:00
Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. 7. mars 2018 15:33