Traust og vandvirkni Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 8. mars 2018 07:00 Traust til Alþingis hefur mælst neyðarlega lítið síðustu ár, sem dæmi má nefna að árið 2012 var það 10 prósent, sem getur ekki talist annað en falleinkunn. Alþingismönnum hefur orðið tíðrætt um að auka þurfi traustið. Því miður eru þeir stundum óralangt frá því að vera góðar fyrirmyndir og um leið eru þeir að vinna gegn vinnustað sínum en ekki með honum. Auðvelt er að benda á tvö nýleg dæmi. Fyrst ber að nefna furðulegar ákvarðanir Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra þegar hún braut stjórnsýslulög með skipan dómara við Landsrétt. Hrokafull viðbrögð hennar í kjölfarið hafa ekki verið henni til sóma. Annað vandræðamál, sem er síst til þess fallið að auka traust þjóðarinnar á þingi og þingheimi, snýst um bílakostnað Ásmundar Friðrikssonar og endurgreiðslur til hans. Í nágrannalöndum okkar hefðu þessi tvö mál leitt til þess að viðkomandi þingmenn hefðu sagt af sér. Ekki kemur á óvart að þeir þingmenn sem hér um ræðir hafa engan áhuga á að brjóta blað í þeim efnum. Þeir sitja sem fastast. Sigríður Andersen og Ásmundur Friðriksson eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins og hafa með gjörðum sínum fært andstæðingum flokksins sterk vopn í hendur. Það er þó engin ástæða til að setja sig í stríðsstellingar og æpa að sið Jóhönnu Sigurðardóttur að Sjálfstæðisflokkurinn sé spillingarflokkur. Það er nokkuð ljóst að stjórnmálamenn annarra flokka myndu nær allir bregðast eins við og Sigríður Á. Andersen og Ásmundur Friðriksson væru þeir í þeirra sporum. Þegar þingmenn gera alvarleg mistök eða brjóta af sér þá eru þeir nær ætíð afar tregir til að taka afleiðingunum og þá skiptir engu hvaða flokki þeir tilheyra. Það er ekki fyrr en fokið er í öll skjöl sem þeir víkja tilneyddir og afar ósáttir. Á þeim óróatímum sem ríktu í kjölfar hrunsins hefðu atvik eins og þessi tvö sem hér eru nefnd gert út af við trúverðugleika þingsins. Nú ber svo við og telst til nokkurra tíðinda að í nýjum þjóðarpúlsi Gallup um traust til stofnana mælist Alþingi með 29 prósent traust en það var 22 prósent í fyrra. Traustið mjakast því upp á við, þótt þingheimur eigi enn langt í land með að heilla landsmenn. Reyndar sýnir þessi nýja könnun Gallup að þær stofnanir sem mest vantraust var á eftir hrun eru að rétta úr kútnum og má þar nefna bankakerfið en traust til þess var nánast ekkert á tímabili. Þjóðin er greinilega ekki jafn æst og hún var á hrunárunum, það fór henni ekki vel að veitast að lögreglu, kasta eggjum í Alþingishúsið og fella jólatréð á Austurvelli. Alþingismönnum ber að vanda sig í vinnu sinni, rétt eins og öðrum landsmönnum. Þeir eru kjörnir fulltrúar þjóðarinnar og eiga að gæta hagsmuna hennar. Það er nú einu sinni svo að menn vinna sér traust með verkum sínum og í þeim efnum eiga þingmenn enn nokkuð langt í land. Þjóðarinnar vegna ber þeim að taka sig á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Traust til Alþingis hefur mælst neyðarlega lítið síðustu ár, sem dæmi má nefna að árið 2012 var það 10 prósent, sem getur ekki talist annað en falleinkunn. Alþingismönnum hefur orðið tíðrætt um að auka þurfi traustið. Því miður eru þeir stundum óralangt frá því að vera góðar fyrirmyndir og um leið eru þeir að vinna gegn vinnustað sínum en ekki með honum. Auðvelt er að benda á tvö nýleg dæmi. Fyrst ber að nefna furðulegar ákvarðanir Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra þegar hún braut stjórnsýslulög með skipan dómara við Landsrétt. Hrokafull viðbrögð hennar í kjölfarið hafa ekki verið henni til sóma. Annað vandræðamál, sem er síst til þess fallið að auka traust þjóðarinnar á þingi og þingheimi, snýst um bílakostnað Ásmundar Friðrikssonar og endurgreiðslur til hans. Í nágrannalöndum okkar hefðu þessi tvö mál leitt til þess að viðkomandi þingmenn hefðu sagt af sér. Ekki kemur á óvart að þeir þingmenn sem hér um ræðir hafa engan áhuga á að brjóta blað í þeim efnum. Þeir sitja sem fastast. Sigríður Andersen og Ásmundur Friðriksson eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins og hafa með gjörðum sínum fært andstæðingum flokksins sterk vopn í hendur. Það er þó engin ástæða til að setja sig í stríðsstellingar og æpa að sið Jóhönnu Sigurðardóttur að Sjálfstæðisflokkurinn sé spillingarflokkur. Það er nokkuð ljóst að stjórnmálamenn annarra flokka myndu nær allir bregðast eins við og Sigríður Á. Andersen og Ásmundur Friðriksson væru þeir í þeirra sporum. Þegar þingmenn gera alvarleg mistök eða brjóta af sér þá eru þeir nær ætíð afar tregir til að taka afleiðingunum og þá skiptir engu hvaða flokki þeir tilheyra. Það er ekki fyrr en fokið er í öll skjöl sem þeir víkja tilneyddir og afar ósáttir. Á þeim óróatímum sem ríktu í kjölfar hrunsins hefðu atvik eins og þessi tvö sem hér eru nefnd gert út af við trúverðugleika þingsins. Nú ber svo við og telst til nokkurra tíðinda að í nýjum þjóðarpúlsi Gallup um traust til stofnana mælist Alþingi með 29 prósent traust en það var 22 prósent í fyrra. Traustið mjakast því upp á við, þótt þingheimur eigi enn langt í land með að heilla landsmenn. Reyndar sýnir þessi nýja könnun Gallup að þær stofnanir sem mest vantraust var á eftir hrun eru að rétta úr kútnum og má þar nefna bankakerfið en traust til þess var nánast ekkert á tímabili. Þjóðin er greinilega ekki jafn æst og hún var á hrunárunum, það fór henni ekki vel að veitast að lögreglu, kasta eggjum í Alþingishúsið og fella jólatréð á Austurvelli. Alþingismönnum ber að vanda sig í vinnu sinni, rétt eins og öðrum landsmönnum. Þeir eru kjörnir fulltrúar þjóðarinnar og eiga að gæta hagsmuna hennar. Það er nú einu sinni svo að menn vinna sér traust með verkum sínum og í þeim efnum eiga þingmenn enn nokkuð langt í land. Þjóðarinnar vegna ber þeim að taka sig á.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun