Foreldralæsi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 5. mars 2018 07:00 Mikil umræða hefur verið undanfarið um nauðsyn þess að efla læsi og lesskilning meðal íslenskra barna, enda leitt til þess að vita að Ísland sé neðst Norðurlanda í lesskilningi. Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og þingmaður Samfylkingar, benti á nokkrar leiðir til úrbóta í ágætri þingræðu á dögunum. Hann sagði meðal annars að stórefla þyrfti bókaútgáfu í landinu, og þá sérstaklega barnabókaútgáfu, hætta ætti skattlagningu á bækur og efla sjóði sem barnabókahöfundar geta leita í. Það er ástæða til að kinka kolli yfir öllum þessum tillögum og það hefur þingheimur allur örugglega einnig gert. Svona á svipaðan hátt og stjórnmálamenn gerðu fyrir kosningar þegar þeir hétu því að að fella hið snarasta niður virðisaukaskatt á bækur kæmust þeir til valda. Þar var mikill hallelújakór á ferð. Enn hefur virðisaukaskatturinn ekki verið felldur niður. Ráðamenn vinna of oft á hraða snigilsins. Menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, segir það vera risavaxið samfélagslegt verkefni að snúa vondri þróun við og þar verði allir sem komi að mótun menntastefnu í landinu að vinna saman. Rétt er það en ekki má gleyma hlut foreldra, ábyrgðin liggur líka hjá þeim. Við lifum í samtíma þar sem flestir eru orðnir háðir símanum sínum. Fólk kemst nálægt því að fyllast aðskilnaðarkvíða sé síminn fjarri. Það er nánast sannfært um að það sé að missa af einhverju hafi það ekki þennan þarfasta þjón sinn með sér hvert sem það fer. Flest börn sjá foreldra sína örugglega oftar grúfa sig yfir símann fremur en sitja með bók í hendi. Það er ekkert undarlegt þótt börnin verði snemma háð símanum sínum og skilji ekki við hann nema þegar þau eru svifin inn í draumalandið. Þegar kemur að bóklestri þarf einfaldlega að byrja heima. Foreldrar eiga ekki að yppta öxlum og láta skólakerfið alfarið axla ábyrgðina á því að börn þeirra lesi bækur. Það er foreldra og forráðamanna að skoða bækur með börnum, lesa fyrir þau og hvetja þau til lesturs. Börn eiga að sjá bækur á heimili sínu, bækur sem eru lesnar, og í skólanum eiga þau að eiga athvarf á skólabókasöfnum þar sem eru „ilmandi bækur“ svo vitnað sé orðrétt í Guðmund Andra. Þessa dagana hafa foreldrar ágæta ástæðu til að halda með börn sín á fund bókanna. Nú stendur yfir hinn árlegi bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda og þar blasa við bækur hvert sem litið er. Fjölmargir Íslendingar sem komnir eru til vits og ára muna eftir því að hafa farið þangað sem börn með foreldrum sínum og fengið að velja sér bækur. Þar var hægt að eignast varanlega fjársjóði fyrir lítinn pening. Það er enn svo. Enginn ætti að efast um mikilvægi þess að börn geti lesið sér bæði til gagns og yndis. Lestur góðra bóka eflir samkennd, eykur víðsýni og ýtir undir ímyndunaraflið. Viðurkennum fagnandi að bóklestur er þroskandi og leggjum okkar af mörkum til að gera veg bókanna sem mestan. Bækur eiga að vera hluti af daglegu lífi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið undanfarið um nauðsyn þess að efla læsi og lesskilning meðal íslenskra barna, enda leitt til þess að vita að Ísland sé neðst Norðurlanda í lesskilningi. Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og þingmaður Samfylkingar, benti á nokkrar leiðir til úrbóta í ágætri þingræðu á dögunum. Hann sagði meðal annars að stórefla þyrfti bókaútgáfu í landinu, og þá sérstaklega barnabókaútgáfu, hætta ætti skattlagningu á bækur og efla sjóði sem barnabókahöfundar geta leita í. Það er ástæða til að kinka kolli yfir öllum þessum tillögum og það hefur þingheimur allur örugglega einnig gert. Svona á svipaðan hátt og stjórnmálamenn gerðu fyrir kosningar þegar þeir hétu því að að fella hið snarasta niður virðisaukaskatt á bækur kæmust þeir til valda. Þar var mikill hallelújakór á ferð. Enn hefur virðisaukaskatturinn ekki verið felldur niður. Ráðamenn vinna of oft á hraða snigilsins. Menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, segir það vera risavaxið samfélagslegt verkefni að snúa vondri þróun við og þar verði allir sem komi að mótun menntastefnu í landinu að vinna saman. Rétt er það en ekki má gleyma hlut foreldra, ábyrgðin liggur líka hjá þeim. Við lifum í samtíma þar sem flestir eru orðnir háðir símanum sínum. Fólk kemst nálægt því að fyllast aðskilnaðarkvíða sé síminn fjarri. Það er nánast sannfært um að það sé að missa af einhverju hafi það ekki þennan þarfasta þjón sinn með sér hvert sem það fer. Flest börn sjá foreldra sína örugglega oftar grúfa sig yfir símann fremur en sitja með bók í hendi. Það er ekkert undarlegt þótt börnin verði snemma háð símanum sínum og skilji ekki við hann nema þegar þau eru svifin inn í draumalandið. Þegar kemur að bóklestri þarf einfaldlega að byrja heima. Foreldrar eiga ekki að yppta öxlum og láta skólakerfið alfarið axla ábyrgðina á því að börn þeirra lesi bækur. Það er foreldra og forráðamanna að skoða bækur með börnum, lesa fyrir þau og hvetja þau til lesturs. Börn eiga að sjá bækur á heimili sínu, bækur sem eru lesnar, og í skólanum eiga þau að eiga athvarf á skólabókasöfnum þar sem eru „ilmandi bækur“ svo vitnað sé orðrétt í Guðmund Andra. Þessa dagana hafa foreldrar ágæta ástæðu til að halda með börn sín á fund bókanna. Nú stendur yfir hinn árlegi bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda og þar blasa við bækur hvert sem litið er. Fjölmargir Íslendingar sem komnir eru til vits og ára muna eftir því að hafa farið þangað sem börn með foreldrum sínum og fengið að velja sér bækur. Þar var hægt að eignast varanlega fjársjóði fyrir lítinn pening. Það er enn svo. Enginn ætti að efast um mikilvægi þess að börn geti lesið sér bæði til gagns og yndis. Lestur góðra bóka eflir samkennd, eykur víðsýni og ýtir undir ímyndunaraflið. Viðurkennum fagnandi að bóklestur er þroskandi og leggjum okkar af mörkum til að gera veg bókanna sem mestan. Bækur eiga að vera hluti af daglegu lífi okkar.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun