Reykjavík breyst úr úthverfisbæ í iðandi og nútímalega borg Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. mars 2018 09:00 Formaður Samfylkingarinnar segir getuleysi ríkisstjórnarinnar til að fjármagna bætt kjör almennings vera ömurlegt. Vísir/Ernir „Ég veit ekki hvort þið gerið ykkur grein fyrir því hvaða þrekvirki hvert og eitt ykkar hefur unnið. Saman hefur okkur tekist að reisa flokkinn upp á hnén aftur,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er hann setti landsfund flokksins á Hótel Reykjavík Natura í í gær. Hann var endurkjörinn með öllu greiddum atkvæðum. „Það voru alls ekki allir sem spáðu því. Og fyrir það vil ég þakka ykkur öllum. Við erum mætt aftur til leiks, ætlum okkur góðan árangur í sveitarstjórnarkosningum í vor og verða aftur sá burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum sem almenningur þarfnast,“ sagði formaðurinn. Logi sagði að niðurstaða Samfylkingarinnar í þingkosningum haustið 2016 hafi verið reiðarslag. Þrátt fyrir það hafi flokkurinn náð að lifa af, meðal annars vegna þess að sveitarstjórnarfólkið hafi haldið fánanum á lofti, en eins og kunnugt er fjölgaði þingmönnum flokksins úr þremur í sjö í kosningunum í haust. „Án þeirra hefði þetta allt verið svo mikið erfiðara. Við stýrum sveitarfélögum víða um land og þá hafa fulltrúar okkar í minnihluta sýnt hressilegt andóf. En það er auðvitað á engan hallað þó ég nefni sérstaklega borgarstjórnarflokkinn í Reykjavík, sem vegna stærðar er okkar mikilvægasta vígi. Á okkar vakt og Reykjavíkurlistans hefur Reykjavík gjörbreyst, frá umkomulitlum úthverfabæ í iðandi, nútímalega borg. Þar hefur þétting byggðar skipt miklu og borgarlína mun reka smiðshöggið á,“ segir Logi. Hann segir þessa þróun ekki bara hafa verið skynsamlega af fjárhagslegum ástæðum. Borgin sé orðin fallegri og heilsusamlegri. Þá væru þessi áform líkleg til að bjarga ríkisstjórninni fyrir horn í loftslagsmálum. „Ekkert er minnst á hið byggða umhverfi í stjórnarsáttmálanum og nýr umhverfisráðherra hefur ekki gefið nein skýr fyrirheit í þeim efnum. Þrátt fyrir að þar sé einna mest að sækja í aðgerðum gegn loftslagsvánni. Það er því mikilvægt að okkur vegni vel í vor: Í þeim kappleik munu eigast við fortíðin og framtíðin,“ sagði Logi. Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina hart fyrir að hafa ekki tekist að efla félagslegan stöðugleika. „Það að langstærstu aðildarfélögin innan ASÍ vilji segja upp kjarasamningum segir ákveðna sögu. Getuleysið til að fjármagna bætt kjör almennings er ömurlegt og ógnar félagslegum og efnahagslegum stöðugleika,“ sagði hann og gagnrýndi jafnframt að vopnaflutningur til stríðshrjáðra landa væri heimilaður á sama tíma og framlög til þróunarmála og móttaka flóttamanna væru langt frá eðlilegum viðmiðum. Svo sagði hann þingið ekki hafa bönd á sjálftöku þingmanna og birta upplýsingar seint eða alls ekki. „Skýrslum er leynt og stjórnsýslan stenst illa skoðun. Og loks situr dómsmálaráðherra brött, þrátt fyrir að hafa fengið á sig hæstaréttardóm vegna skipanar heils nýs dómstigs.“ Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
„Ég veit ekki hvort þið gerið ykkur grein fyrir því hvaða þrekvirki hvert og eitt ykkar hefur unnið. Saman hefur okkur tekist að reisa flokkinn upp á hnén aftur,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er hann setti landsfund flokksins á Hótel Reykjavík Natura í í gær. Hann var endurkjörinn með öllu greiddum atkvæðum. „Það voru alls ekki allir sem spáðu því. Og fyrir það vil ég þakka ykkur öllum. Við erum mætt aftur til leiks, ætlum okkur góðan árangur í sveitarstjórnarkosningum í vor og verða aftur sá burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum sem almenningur þarfnast,“ sagði formaðurinn. Logi sagði að niðurstaða Samfylkingarinnar í þingkosningum haustið 2016 hafi verið reiðarslag. Þrátt fyrir það hafi flokkurinn náð að lifa af, meðal annars vegna þess að sveitarstjórnarfólkið hafi haldið fánanum á lofti, en eins og kunnugt er fjölgaði þingmönnum flokksins úr þremur í sjö í kosningunum í haust. „Án þeirra hefði þetta allt verið svo mikið erfiðara. Við stýrum sveitarfélögum víða um land og þá hafa fulltrúar okkar í minnihluta sýnt hressilegt andóf. En það er auðvitað á engan hallað þó ég nefni sérstaklega borgarstjórnarflokkinn í Reykjavík, sem vegna stærðar er okkar mikilvægasta vígi. Á okkar vakt og Reykjavíkurlistans hefur Reykjavík gjörbreyst, frá umkomulitlum úthverfabæ í iðandi, nútímalega borg. Þar hefur þétting byggðar skipt miklu og borgarlína mun reka smiðshöggið á,“ segir Logi. Hann segir þessa þróun ekki bara hafa verið skynsamlega af fjárhagslegum ástæðum. Borgin sé orðin fallegri og heilsusamlegri. Þá væru þessi áform líkleg til að bjarga ríkisstjórninni fyrir horn í loftslagsmálum. „Ekkert er minnst á hið byggða umhverfi í stjórnarsáttmálanum og nýr umhverfisráðherra hefur ekki gefið nein skýr fyrirheit í þeim efnum. Þrátt fyrir að þar sé einna mest að sækja í aðgerðum gegn loftslagsvánni. Það er því mikilvægt að okkur vegni vel í vor: Í þeim kappleik munu eigast við fortíðin og framtíðin,“ sagði Logi. Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina hart fyrir að hafa ekki tekist að efla félagslegan stöðugleika. „Það að langstærstu aðildarfélögin innan ASÍ vilji segja upp kjarasamningum segir ákveðna sögu. Getuleysið til að fjármagna bætt kjör almennings er ömurlegt og ógnar félagslegum og efnahagslegum stöðugleika,“ sagði hann og gagnrýndi jafnframt að vopnaflutningur til stríðshrjáðra landa væri heimilaður á sama tíma og framlög til þróunarmála og móttaka flóttamanna væru langt frá eðlilegum viðmiðum. Svo sagði hann þingið ekki hafa bönd á sjálftöku þingmanna og birta upplýsingar seint eða alls ekki. „Skýrslum er leynt og stjórnsýslan stenst illa skoðun. Og loks situr dómsmálaráðherra brött, þrátt fyrir að hafa fengið á sig hæstaréttardóm vegna skipanar heils nýs dómstigs.“
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira