Unir dómi Mannréttindadómstólsins í máli Egils Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. mars 2018 18:54 Egill Einarsson. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið hefur tekið ákvörðun um að dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Egils Einarssonar verði ekki skotið til yfirdeildar dómstólsins. Ríkið hefur þegar greitt Agli rúmlega tvær milljónir króna í málskostnað sem það var dæmt til að greiða.RÚV greindi fyrstfrá en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, staðfestir þetta í samtali við Vísi.Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirriniðurstöðu að dómur Hæstaréttarí máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans sem segir að sérhver maður eigi rétt á friðhelgi til einkalífs.Egill fór fram á að ummælin „Fuck you rapist bastard“ eða „„Farðu til fjandans nauðgaraskepna“sem Ingi Kristján skrifaði við mynd sem hann birti á Instagram yrðu dæmd dauð og ómerk.Hæstiréttur klofnaði í dómi sínum í lok árs 2014 en tveir dómarar töldu ummælin varin af 73. grein stjórnarskárinnar er snýr að tjáninga frelsi. Einn dómari skilaði sératkvæði.Í dómi Mannréttindadómstólsins, sem fimm dómarar voru sammála um en tveir skiluðu sératkvæði, segir meðal annars að ummælin hafi verið alvarleg og skaðleg fyrir orðspor Egils. Þau hafi leitt til brots á friðhelgi einkalífs Egils og er vísað til 8. greinar mannréttindasáttmálans. Jafnvel umdeildar opinberar persónur, sem hafa tekið þátt í grófri umræðu eða orðið fyrir henni vegna hegðunar sinnar, eigi ekki að þurfa að sæta því að vera opinberlega ásakaðar um alvarleg hegningarlagabrot án þess að ásökunin eigi sér stað í raunveruleikanum.Var það niðurstaða dómstólsins að Hæstiréttur hefði ekki gætt rétt jafnvægis á milli friðhelgi Egils til einkalífs og tjáningarfrelsis Inga Kristjáns. Egill fór fram á 10 þúsund evrur í miskabætur vegna málsins en dómstóllinn hafnaði þeirri beiðni.Tveir dómarar skiluðu sératkvæði og töldu dóm Hæstaréttar réttan.Íslenska ríkið er dæmt til þess að greiða Agli 17.500 evrur vegna dómsins eða rúmlega 2,1 milljón íslenskra króna í málskostnað, annars vegar fyrir dómstólum á Íslandi og hins vegar fyrir Mannréttindadómstólnum, sem ríkið hefur þegar greitt Agli, eins og fyrr segir. Dómsmál Tengdar fréttir Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Mest lesið Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Íslenska ríkið hefur tekið ákvörðun um að dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Egils Einarssonar verði ekki skotið til yfirdeildar dómstólsins. Ríkið hefur þegar greitt Agli rúmlega tvær milljónir króna í málskostnað sem það var dæmt til að greiða.RÚV greindi fyrstfrá en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, staðfestir þetta í samtali við Vísi.Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirriniðurstöðu að dómur Hæstaréttarí máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans sem segir að sérhver maður eigi rétt á friðhelgi til einkalífs.Egill fór fram á að ummælin „Fuck you rapist bastard“ eða „„Farðu til fjandans nauðgaraskepna“sem Ingi Kristján skrifaði við mynd sem hann birti á Instagram yrðu dæmd dauð og ómerk.Hæstiréttur klofnaði í dómi sínum í lok árs 2014 en tveir dómarar töldu ummælin varin af 73. grein stjórnarskárinnar er snýr að tjáninga frelsi. Einn dómari skilaði sératkvæði.Í dómi Mannréttindadómstólsins, sem fimm dómarar voru sammála um en tveir skiluðu sératkvæði, segir meðal annars að ummælin hafi verið alvarleg og skaðleg fyrir orðspor Egils. Þau hafi leitt til brots á friðhelgi einkalífs Egils og er vísað til 8. greinar mannréttindasáttmálans. Jafnvel umdeildar opinberar persónur, sem hafa tekið þátt í grófri umræðu eða orðið fyrir henni vegna hegðunar sinnar, eigi ekki að þurfa að sæta því að vera opinberlega ásakaðar um alvarleg hegningarlagabrot án þess að ásökunin eigi sér stað í raunveruleikanum.Var það niðurstaða dómstólsins að Hæstiréttur hefði ekki gætt rétt jafnvægis á milli friðhelgi Egils til einkalífs og tjáningarfrelsis Inga Kristjáns. Egill fór fram á 10 þúsund evrur í miskabætur vegna málsins en dómstóllinn hafnaði þeirri beiðni.Tveir dómarar skiluðu sératkvæði og töldu dóm Hæstaréttar réttan.Íslenska ríkið er dæmt til þess að greiða Agli 17.500 evrur vegna dómsins eða rúmlega 2,1 milljón íslenskra króna í málskostnað, annars vegar fyrir dómstólum á Íslandi og hins vegar fyrir Mannréttindadómstólnum, sem ríkið hefur þegar greitt Agli, eins og fyrr segir.
Dómsmál Tengdar fréttir Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Mest lesið Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40
Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent