Körfubolti

Lue hættir tímabundið hjá Cleveland

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tyronn Lue hefur átt erfiðan vetur
Tyronn Lue hefur átt erfiðan vetur vísir/getty
Tyronn Lue hefur vikið tímabundið úr starfi þjálfara Cleveland Cavaliers af heilsufarsástæðum. Félagið tilkynnti brottför Lue í dag.

Lue segist hafa verið að glíma við verki í brjósti ásamt öðrum uggandi einkennum í allan vetur sem gerði það að verkum að hann hefur átt erfit með svefn. Þrátt fyrir ótal rannsóknir hefur ekki komið í ljós hvað sé nákvæmlega að hrjá Lue.

Samkvæmt körfuboltasérfræðingi TNT David Aldridge er búist við Lue aftur á hliðarlínuna eftir viku, hann fái þessa viku til þess að gangast undir frekari rannsóknir og reyna að komast í botns í málinu.





Larry Drew, aðstoðarþjálfari Lue, mun stýra liðinu í fjarveru Lue.

„Eftir að hafa átt fjölda samtala við lækna og Koby [Altman, framkvæmdastjóra Cleveland] þá verð ég að gera það sem er best fyrir liðið og heilsu mína. Ég þarf að stíga til hliðar og reyna að byggja upp styrk til þess að geta þjálfað restina af tímabilinu,“ sagði Lue í tilkynningu á vefsíðu Cavaliers.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×