Vandræði VG hafi ekki áhrif á ríkisstjórnina Sveinn Arnarsson skrifar 19. mars 2018 07:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson studdu vantraust á dómsmálaráðherra á dögunum. Samskiptin eru erfið innan VG. Vísir/ANton Á þingflokksfundi Vinstri grænna verður reynt að leysa úr þeim samskiptaörðugleikum sem hafa ríkt innan þingflokksins frá því hann settist í ríkisstjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokknum. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir málið litlu skipta fyrir ríkisstjórnina. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, opinberaði á fimmtudaginn í samtali við Fréttablaðið að samskipti innan þingflokksins hefðu verið erfið. Einnig hafði hún reynt að kalla inn varamann fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur, oddvita flokksins í stærsta kjördæmi landsins, að henni forspurðri. Grétar Þór segir meirihlutann vera sterkan á þingi.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.„Þótt tveir þingmenn VG styðji ekki ríkisstjórnina er þingmeirihlutinn samt traustur. Þá munu Rósa Björk og Andrés Ingi líkast til ekki kjósa gegn stjórninnni í mörgum málum. Því eru líkur á að þetta hafi lítil sem engin áhrif á ríkisstjórnina og þann meirihluta sem uppi er á þingi,“ segir Grétar Þór. Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokks hafa á síðustu dögum talið meirihlutann vera 33 þingmenn en ekki 35 líkt og var í upphafi og hafa því í orðum úthýst Rósu Björk og Andrési Inga úr stjórnarsamstarfinu. Grétar Þór segir þó að samskiptaerfiðleikarnir séu öllum ljósir og það sé aldrei gott fyrir flokk sem sitji í ríkisstjórn örfáum mánuðum eftir myndun hennar. „Samskiptaerfiðleikarnir eiga rætur að rekja til þess að þau studdu ekki ríkisstjórnarsamstarfið frá byrjun. Því er áhugavert að velta því fyrir sér hvort þau séu í raun hluti af þingflokki VG eða fái bara að fljóta með. Þessi núningur manna á milli innan flokksins virðist hins vegar ekki hafa áhrif á stjórnarsamstarfið.“ Þingflokksfundurinn í dag er ætlaður til að reyna að sætta mannskapinn.„Þetta er meira spurning um anda og móral. Það er áhugavert að lesa í það að þingflokksformaður hafi hlutast til um það að kalla inn varamann fyrir þingmann án þess að ræða það. Þá er ljóst að samskiptin eru ekki góð." Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Reyna að draga úr spennu í VG á þingflokksfundi í næstu viku Samskiptin innan VG eru stirð og hafa verið það í nokkurn tíma að mati þingflokksformanns VG. Ekki sé búið að hreinsa loftið eftir atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á dómsmálaráðherra. 16. mars 2018 07:00 Gefur lítið fyrir vanda innan þingflokks Á þingflokksfundi VG á mánudaginn verður reynt að bera klæði á vopnin og ræða um það sem aflaga hefur farið í samskiptum innan þingflokksins. 17. mars 2018 07:15 Þjarmað að þingflokksformanni á samfélagsmiðlum Bjarkey segist hafa orðað klaufalega hvað hann vildi sagt hafa. 15. mars 2018 12:36 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira
Á þingflokksfundi Vinstri grænna verður reynt að leysa úr þeim samskiptaörðugleikum sem hafa ríkt innan þingflokksins frá því hann settist í ríkisstjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokknum. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir málið litlu skipta fyrir ríkisstjórnina. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, opinberaði á fimmtudaginn í samtali við Fréttablaðið að samskipti innan þingflokksins hefðu verið erfið. Einnig hafði hún reynt að kalla inn varamann fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur, oddvita flokksins í stærsta kjördæmi landsins, að henni forspurðri. Grétar Þór segir meirihlutann vera sterkan á þingi.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.„Þótt tveir þingmenn VG styðji ekki ríkisstjórnina er þingmeirihlutinn samt traustur. Þá munu Rósa Björk og Andrés Ingi líkast til ekki kjósa gegn stjórninnni í mörgum málum. Því eru líkur á að þetta hafi lítil sem engin áhrif á ríkisstjórnina og þann meirihluta sem uppi er á þingi,“ segir Grétar Þór. Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokks hafa á síðustu dögum talið meirihlutann vera 33 þingmenn en ekki 35 líkt og var í upphafi og hafa því í orðum úthýst Rósu Björk og Andrési Inga úr stjórnarsamstarfinu. Grétar Þór segir þó að samskiptaerfiðleikarnir séu öllum ljósir og það sé aldrei gott fyrir flokk sem sitji í ríkisstjórn örfáum mánuðum eftir myndun hennar. „Samskiptaerfiðleikarnir eiga rætur að rekja til þess að þau studdu ekki ríkisstjórnarsamstarfið frá byrjun. Því er áhugavert að velta því fyrir sér hvort þau séu í raun hluti af þingflokki VG eða fái bara að fljóta með. Þessi núningur manna á milli innan flokksins virðist hins vegar ekki hafa áhrif á stjórnarsamstarfið.“ Þingflokksfundurinn í dag er ætlaður til að reyna að sætta mannskapinn.„Þetta er meira spurning um anda og móral. Það er áhugavert að lesa í það að þingflokksformaður hafi hlutast til um það að kalla inn varamann fyrir þingmann án þess að ræða það. Þá er ljóst að samskiptin eru ekki góð."
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Reyna að draga úr spennu í VG á þingflokksfundi í næstu viku Samskiptin innan VG eru stirð og hafa verið það í nokkurn tíma að mati þingflokksformanns VG. Ekki sé búið að hreinsa loftið eftir atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á dómsmálaráðherra. 16. mars 2018 07:00 Gefur lítið fyrir vanda innan þingflokks Á þingflokksfundi VG á mánudaginn verður reynt að bera klæði á vopnin og ræða um það sem aflaga hefur farið í samskiptum innan þingflokksins. 17. mars 2018 07:15 Þjarmað að þingflokksformanni á samfélagsmiðlum Bjarkey segist hafa orðað klaufalega hvað hann vildi sagt hafa. 15. mars 2018 12:36 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira
Reyna að draga úr spennu í VG á þingflokksfundi í næstu viku Samskiptin innan VG eru stirð og hafa verið það í nokkurn tíma að mati þingflokksformanns VG. Ekki sé búið að hreinsa loftið eftir atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á dómsmálaráðherra. 16. mars 2018 07:00
Gefur lítið fyrir vanda innan þingflokks Á þingflokksfundi VG á mánudaginn verður reynt að bera klæði á vopnin og ræða um það sem aflaga hefur farið í samskiptum innan þingflokksins. 17. mars 2018 07:15
Þjarmað að þingflokksformanni á samfélagsmiðlum Bjarkey segist hafa orðað klaufalega hvað hann vildi sagt hafa. 15. mars 2018 12:36