Gæslumenn náttúrunnar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 19. mars 2018 07:00 Íslendingar eiga mætavel að vita að náttúrufegurð þessa lands verður ekki metin til fjár. Það er þeirra að hlúa að náttúrunni og vernda hana fyrir ágangi. Það getur reyndar verið verulegum erfiðleikum háð í landi þar sem ferðamannastraumur er svo mikill að náttúruperlur bíða skaða af. Þá er um að gera að sofna ekki á verðinum. Hið sama á við þegar kemur að virkjanaframkvæmdum, sem verða að vera innan skynsamlegra marka. Náttúruperlum á ekki að fórna vegna tilhugsunar misvitra áhrifamanna um skyndilegan gróða. Mörgum sem valdið hafa finnst náttúra landsins lítils virði sé ekki hægt að nýta hana. Þeir einstaklingar sem unna náttúrunni og telja mikilvægt að vernda hana eru oft stimplaðir sem rómantískir sveimhugar. Sagt er að þeir viti ekkert um praktík og hrífist um of af landslagi. Þeir eru ekki taldir sérlega marktækir í umræðunni. Við þurfum ekki annað en að horfa aftur til síðasta sumars þegar umræða varð um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum vegna frumkvæðis Tómasar Guðbjartssonar læknis. Hann hafði kynnt sér svæðið og varaði mjög við því að ósnortin víðerni sem væru einstök á heimsvísu yrðu virkjuð. Vitanlega fékk Tómas bágt fyrir. Hann var sagður maður að sunnan sem skildi ekki mikilvægi uppbyggingar á landsbyggðinni. Staðreyndin er sú að hann var að benda á hversu gríðarleg mistök það væru að virkja á stað sem flokka má sem náttúruperlu. Af því hlytist óbætanlegur skaði. Nýleg frétt um fyrirhugaða virkjun hefur vakið athygli en sú er ekki á Ströndum, heldur á allt öðrum stað, í Þjórsá. Þar er að finna hverja virkjunina á fætur annarri. Reyndar svo margar að einhverjir hljóta að freistast til að fórna höndum og segja: „Ekki meir, ekki meir!“ En þar er víst meira pláss. Þjórsá hlýtur að teljast sannur happafengur fyrir virkjanasinna því hún tekur lengi við. Nýlega birti Skipulagsstofnun álit sitt um umhverfisáhrif vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá. Þar kemur fram að stofnunin telur að áhrif virkjunar á landslagið muni verða verulega neikvæð og áhrif á ferðaþjónustu og útivist talsvert neikvæð. Setningin „verulega neikvæð áhrif á landslag“ hljómar eins og viðvörunarbjöllur. En ekki í hugum forstjóra Landsvirkjunar og oddvita hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem hafa sagt að þeir hafi engan áhuga á að endurskoða virkjanaáformin. Þeir þurfa þess heldur ekki því álit Skipulagsstofnunar er bara álit. Stofnunin hefur víst ekki vald til að kveða upp lokaúrskurð. Það vald hafði hún hér áður fyrr en stjórnmálamenn breyttu því. Þeir vita ekki alltaf hvað þeir gjöra. Það er full ástæða til að taka undir þau orð Snorra Baldurssonar, stjórnarmanns hjá Landvernd, að álit Skipulagsstofnunar eigi ekki að vera álit sem hægt sé að hunsa heldur hreinlega úrskurður sem framkvæmdaaðilar og sveitarfélög verða að fara eftir. Gæslumenn náttúrunnar, þeir einstaklingar sem vilja mikið á sig leggja til að vernda hina ósnortnu náttúru landsins, eru mikilvægir. Lokaorðið á að vera þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslendingar eiga mætavel að vita að náttúrufegurð þessa lands verður ekki metin til fjár. Það er þeirra að hlúa að náttúrunni og vernda hana fyrir ágangi. Það getur reyndar verið verulegum erfiðleikum háð í landi þar sem ferðamannastraumur er svo mikill að náttúruperlur bíða skaða af. Þá er um að gera að sofna ekki á verðinum. Hið sama á við þegar kemur að virkjanaframkvæmdum, sem verða að vera innan skynsamlegra marka. Náttúruperlum á ekki að fórna vegna tilhugsunar misvitra áhrifamanna um skyndilegan gróða. Mörgum sem valdið hafa finnst náttúra landsins lítils virði sé ekki hægt að nýta hana. Þeir einstaklingar sem unna náttúrunni og telja mikilvægt að vernda hana eru oft stimplaðir sem rómantískir sveimhugar. Sagt er að þeir viti ekkert um praktík og hrífist um of af landslagi. Þeir eru ekki taldir sérlega marktækir í umræðunni. Við þurfum ekki annað en að horfa aftur til síðasta sumars þegar umræða varð um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum vegna frumkvæðis Tómasar Guðbjartssonar læknis. Hann hafði kynnt sér svæðið og varaði mjög við því að ósnortin víðerni sem væru einstök á heimsvísu yrðu virkjuð. Vitanlega fékk Tómas bágt fyrir. Hann var sagður maður að sunnan sem skildi ekki mikilvægi uppbyggingar á landsbyggðinni. Staðreyndin er sú að hann var að benda á hversu gríðarleg mistök það væru að virkja á stað sem flokka má sem náttúruperlu. Af því hlytist óbætanlegur skaði. Nýleg frétt um fyrirhugaða virkjun hefur vakið athygli en sú er ekki á Ströndum, heldur á allt öðrum stað, í Þjórsá. Þar er að finna hverja virkjunina á fætur annarri. Reyndar svo margar að einhverjir hljóta að freistast til að fórna höndum og segja: „Ekki meir, ekki meir!“ En þar er víst meira pláss. Þjórsá hlýtur að teljast sannur happafengur fyrir virkjanasinna því hún tekur lengi við. Nýlega birti Skipulagsstofnun álit sitt um umhverfisáhrif vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá. Þar kemur fram að stofnunin telur að áhrif virkjunar á landslagið muni verða verulega neikvæð og áhrif á ferðaþjónustu og útivist talsvert neikvæð. Setningin „verulega neikvæð áhrif á landslag“ hljómar eins og viðvörunarbjöllur. En ekki í hugum forstjóra Landsvirkjunar og oddvita hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem hafa sagt að þeir hafi engan áhuga á að endurskoða virkjanaáformin. Þeir þurfa þess heldur ekki því álit Skipulagsstofnunar er bara álit. Stofnunin hefur víst ekki vald til að kveða upp lokaúrskurð. Það vald hafði hún hér áður fyrr en stjórnmálamenn breyttu því. Þeir vita ekki alltaf hvað þeir gjöra. Það er full ástæða til að taka undir þau orð Snorra Baldurssonar, stjórnarmanns hjá Landvernd, að álit Skipulagsstofnunar eigi ekki að vera álit sem hægt sé að hunsa heldur hreinlega úrskurður sem framkvæmdaaðilar og sveitarfélög verða að fara eftir. Gæslumenn náttúrunnar, þeir einstaklingar sem vilja mikið á sig leggja til að vernda hina ósnortnu náttúru landsins, eru mikilvægir. Lokaorðið á að vera þeirra.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun