Reyna að draga úr spennu í VG á þingflokksfundi í næstu viku Sveinn Arnarsson skrifar 16. mars 2018 07:00 Samskipti innan þingflokks Vinstri grænna eru stirð og fram undan er uppgjör milli þingmanna. Vísir/ernir Ákvörðun tveggja þingmanna VG um að styðja vantraust á Sigríði Andersen hefur enn ekki verið rædd innan þingflokks VG og eru samskipti stirð milli þingflokksformanns og þingmannanna tveggja sem fóru gegn flokkslínunni. Stefnt er að því að létta á andrúmsloftinu innan flokksins með því að ræða málið á þingflokksfundi í næstu viku þegar allur þingflokkurinn verður saman kominn í þinginu eftir nefndarviku. Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn VG, greiddu atkvæði með vantrausti á dómsmálaráðherra í síðustu viku. Þau eru nú erlendis í erindagjörðum á meðan nefndarvika stendur yfir. „Andrés er á eigin vegum þannig að hann yrði launalaus ef hann tæki inn varamann. Rósa kaus einhverra hluta vegna að taka ekki inn varamann þótt hún væri erlendis á vegum þingsins og á launum á meðan. Ég óskaði eftir því að þau bæði tækju inn varamann á þessum tíma,“ segir Bjarkey Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG.Vísir„Það er óhætt að segja að samskiptin eru erfið innan þingflokksins. Það er ekkert sérstaklega við mig frekar en aðra en þau eru svolítið erfið og hafa verið það og það er ekkert nýtt. Það er óhætt að segja að frá upphafi hefur þetta verið pínulítið þyngra en við höfum átt að venjast fram til þessa.“ Auk Rósu Bjarkar og Andrésar er einnig Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, í erindum erlendis. Hann er eini þingmaður VG sem kallaði inn varamann fyrir sig. Þingmönnum er í sjálfsvald sett hvort þeir kalli inn varamenn. Bjarkey segir að hún hafi reynt að kalla inn varamann fyrir Rósu án þess að hafa fyrir því staðfestingu né leyfi þingmannsins. „Já, ég reyndi að gera það, ég hélt að það væri samkomulag um það því hún væri úti á vegum þingsins. En hún afturkallaði það,“ segir Bjarkey. „Hún var ósátt og fannst ég taka fram fyrir hendurnar á sér sem er að mörgu leyti rétt. Ég taldi hins vegar bara að það væri samkomulag um annað. Það voru kannski mistök af minni hálfu.“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir er á fundi framkvæmdastjórnar og stjórnarnefndar Evrópuráðsþingsins í París. Hún segir það alfarið hennar ákvörðun hvort varamaður sé kallaður inn eða ekki og ekki í höndum þingflokksformanns. „Það er undir hverjum og einum þingmanni komið að kalla inn varaþingmann eða ekki. Ég ákvað að kalla ekki inn varaþingmann í þetta sinn þar sem nefndarvika er í þinginu og ekki nein risavaxin mál í mínum nefndum,“ segir Rósa Björk. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um málið. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 12:45 Þingflokksformaður segir afstöðu Rósu og Andrésar visst áfall Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það hafi verið visst áfall að tveir þingmanna flokksins hafi ekki greitt atkvæði með stjórnarmeirihlutanum við vantrauststillögu á dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 13:11 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Ákvörðun tveggja þingmanna VG um að styðja vantraust á Sigríði Andersen hefur enn ekki verið rædd innan þingflokks VG og eru samskipti stirð milli þingflokksformanns og þingmannanna tveggja sem fóru gegn flokkslínunni. Stefnt er að því að létta á andrúmsloftinu innan flokksins með því að ræða málið á þingflokksfundi í næstu viku þegar allur þingflokkurinn verður saman kominn í þinginu eftir nefndarviku. Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn VG, greiddu atkvæði með vantrausti á dómsmálaráðherra í síðustu viku. Þau eru nú erlendis í erindagjörðum á meðan nefndarvika stendur yfir. „Andrés er á eigin vegum þannig að hann yrði launalaus ef hann tæki inn varamann. Rósa kaus einhverra hluta vegna að taka ekki inn varamann þótt hún væri erlendis á vegum þingsins og á launum á meðan. Ég óskaði eftir því að þau bæði tækju inn varamann á þessum tíma,“ segir Bjarkey Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG.Vísir„Það er óhætt að segja að samskiptin eru erfið innan þingflokksins. Það er ekkert sérstaklega við mig frekar en aðra en þau eru svolítið erfið og hafa verið það og það er ekkert nýtt. Það er óhætt að segja að frá upphafi hefur þetta verið pínulítið þyngra en við höfum átt að venjast fram til þessa.“ Auk Rósu Bjarkar og Andrésar er einnig Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, í erindum erlendis. Hann er eini þingmaður VG sem kallaði inn varamann fyrir sig. Þingmönnum er í sjálfsvald sett hvort þeir kalli inn varamenn. Bjarkey segir að hún hafi reynt að kalla inn varamann fyrir Rósu án þess að hafa fyrir því staðfestingu né leyfi þingmannsins. „Já, ég reyndi að gera það, ég hélt að það væri samkomulag um það því hún væri úti á vegum þingsins. En hún afturkallaði það,“ segir Bjarkey. „Hún var ósátt og fannst ég taka fram fyrir hendurnar á sér sem er að mörgu leyti rétt. Ég taldi hins vegar bara að það væri samkomulag um annað. Það voru kannski mistök af minni hálfu.“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir er á fundi framkvæmdastjórnar og stjórnarnefndar Evrópuráðsþingsins í París. Hún segir það alfarið hennar ákvörðun hvort varamaður sé kallaður inn eða ekki og ekki í höndum þingflokksformanns. „Það er undir hverjum og einum þingmanni komið að kalla inn varaþingmann eða ekki. Ég ákvað að kalla ekki inn varaþingmann í þetta sinn þar sem nefndarvika er í þinginu og ekki nein risavaxin mál í mínum nefndum,“ segir Rósa Björk. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um málið.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 12:45 Þingflokksformaður segir afstöðu Rósu og Andrésar visst áfall Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það hafi verið visst áfall að tveir þingmanna flokksins hafi ekki greitt atkvæði með stjórnarmeirihlutanum við vantrauststillögu á dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 13:11 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 12:45
Þingflokksformaður segir afstöðu Rósu og Andrésar visst áfall Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það hafi verið visst áfall að tveir þingmanna flokksins hafi ekki greitt atkvæði með stjórnarmeirihlutanum við vantrauststillögu á dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 13:11