Körfubolti

Boston tapaði í tvíframlengdum leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bræðurnir Markieff og Marcus Morris spjalla saman.
Bræðurnir Markieff og Marcus Morris spjalla saman. vísir/getty
Washington sýndi mikinn karakter með því að fara til Boston í nótt og leggja Celtics að velli í tvíframlengdum spennutrylli.

Washington var undir, 37-23, eftir fyrsta leikhlutann en kom heldur betur til baka. Bradley Beal atkvæðamestur hjá þeim með 34 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst.

Washington vantaði John Wall en að sama skapi var Celtics án Kyrie Irving og fleiri. Marcus Morris var stigahæstur í liði Celtics með 31 stig og 9 fráköst.

Boston er fjórum og hálfum leik á eftir Toronto í Austrinu núna.

Meistarar Golden State voru án Steph Curry og Klay Thompson en skelltu samt LA Lakers. Kevin Durant stigahæstur í liði Warriors með 26 stig.

Úrslit:

Orlando-Milwaukee  126-117

Boston-Washington  124-125 (e. frl)

Sacramento-Miami  123-119 (e. frl)

Golden State-LA Lakers  117-106

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×