Fyrrverandi vaktstjóri á Subway fær vangoldin laun en annað ekki Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. mars 2018 06:00 Konan starfaði á Subway í Vestmannaeyjum. Vísir Stjarnan ehf., rekstraraðili Subway á Íslandi, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmd til að greiða fyrrverandi vaktstjóra útibús síns í Vestmannaeyjum tæplega 935 þúsund krónur. Konan starfaði á staðnum um tveggja ára skeið fram í mars 2015 en þá var henni sagt fyrirvaralaust upp störfum vegna gruns um brot í starfi. Hún var í mars í fyrra sýknuð af ákæru um að hafa annars vegar dregið sér fé úr kassa staðarins og hins vegar að hafa gefið eiginmanni sínum báta á staðnum án þess að rukka fyrir matinn. Krafa konunnar nú hljóðaði upp á 11 milljónir króna vegna ógreiddra launa tvo mánuði fyrir uppsagnardag, launa í uppsagnarfresti og vegna bakvakta. Þá krafðist konan miskabóta.Sjá einnig: Verslunarstjórinn á Subway vill 10 milljónir króna Samkvæmt sundurliðun konunnar átti hún inni ógreidd laun að upphæð 935 þúsund krónur vegna launatímabilsins fyrir uppsögn. Eigendur Subway sögðu að konan hefði ítrekað farið úr vinnu sinni of snemma og því hefði hún fengið ofgreidd laun. Vildi keðjan skuldajafna kröfu sína gegn kröfu konunnar. Ekki var fallist á skuldajöfnuðinn og krafa konunnar var tekin til greina að því leyti. Öðrum kröfum var hafnað. Þótti konan hafa brotið svo gróflega af sér í starfi að hún hefði fyrirgert rétti til launa í uppsagnarfresti. Kröfu um miskabætur var einnig hafnað enda þóttu tölvupóstsamskipti fyrirtækisins til annarra verslunarstjóra ekki fela í sér meingerð í garð konunnar. Fjölmiðlaumfjöllun um málið þótti ekki gefa tilefni til miskabóta . Þá var launakröfu vegna bakvakta hafnað þar sem fyrst var gerð athugasemd vegna þeirra eftir uppsögn en ekki meðan á ráðningartíma stóð. Að auki þarf Subway að greiða konunni hluta málskostnaðar hennar, 500 þúsund krónur. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Konan sem sýknuð var af ásökunum um fjárdrátt á Subway vill 2,3 milljónir í bætur Sökuð um að gefa manni sínum 12 tommu bát. 31. mars 2017 10:49 Verslunarstjórinn á Subway vill fá tíu milljónir króna Fyrrverandi verslunarstjóri hjá Subway í Vestmannaeyjum, sem á dögunum var sýknaður af ákæru um tæplega 13 þúsund króna fjárdrátt á staðnum, telur sig eiga inni um tíu milljónir króna frá fyrirtækinu. 19. apríl 2017 07:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira
Stjarnan ehf., rekstraraðili Subway á Íslandi, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmd til að greiða fyrrverandi vaktstjóra útibús síns í Vestmannaeyjum tæplega 935 þúsund krónur. Konan starfaði á staðnum um tveggja ára skeið fram í mars 2015 en þá var henni sagt fyrirvaralaust upp störfum vegna gruns um brot í starfi. Hún var í mars í fyrra sýknuð af ákæru um að hafa annars vegar dregið sér fé úr kassa staðarins og hins vegar að hafa gefið eiginmanni sínum báta á staðnum án þess að rukka fyrir matinn. Krafa konunnar nú hljóðaði upp á 11 milljónir króna vegna ógreiddra launa tvo mánuði fyrir uppsagnardag, launa í uppsagnarfresti og vegna bakvakta. Þá krafðist konan miskabóta.Sjá einnig: Verslunarstjórinn á Subway vill 10 milljónir króna Samkvæmt sundurliðun konunnar átti hún inni ógreidd laun að upphæð 935 þúsund krónur vegna launatímabilsins fyrir uppsögn. Eigendur Subway sögðu að konan hefði ítrekað farið úr vinnu sinni of snemma og því hefði hún fengið ofgreidd laun. Vildi keðjan skuldajafna kröfu sína gegn kröfu konunnar. Ekki var fallist á skuldajöfnuðinn og krafa konunnar var tekin til greina að því leyti. Öðrum kröfum var hafnað. Þótti konan hafa brotið svo gróflega af sér í starfi að hún hefði fyrirgert rétti til launa í uppsagnarfresti. Kröfu um miskabætur var einnig hafnað enda þóttu tölvupóstsamskipti fyrirtækisins til annarra verslunarstjóra ekki fela í sér meingerð í garð konunnar. Fjölmiðlaumfjöllun um málið þótti ekki gefa tilefni til miskabóta . Þá var launakröfu vegna bakvakta hafnað þar sem fyrst var gerð athugasemd vegna þeirra eftir uppsögn en ekki meðan á ráðningartíma stóð. Að auki þarf Subway að greiða konunni hluta málskostnaðar hennar, 500 þúsund krónur.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Konan sem sýknuð var af ásökunum um fjárdrátt á Subway vill 2,3 milljónir í bætur Sökuð um að gefa manni sínum 12 tommu bát. 31. mars 2017 10:49 Verslunarstjórinn á Subway vill fá tíu milljónir króna Fyrrverandi verslunarstjóri hjá Subway í Vestmannaeyjum, sem á dögunum var sýknaður af ákæru um tæplega 13 þúsund króna fjárdrátt á staðnum, telur sig eiga inni um tíu milljónir króna frá fyrirtækinu. 19. apríl 2017 07:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira
Konan sem sýknuð var af ásökunum um fjárdrátt á Subway vill 2,3 milljónir í bætur Sökuð um að gefa manni sínum 12 tommu bát. 31. mars 2017 10:49
Verslunarstjórinn á Subway vill fá tíu milljónir króna Fyrrverandi verslunarstjóri hjá Subway í Vestmannaeyjum, sem á dögunum var sýknaður af ákæru um tæplega 13 þúsund króna fjárdrátt á staðnum, telur sig eiga inni um tíu milljónir króna frá fyrirtækinu. 19. apríl 2017 07:00