Fyrrverandi vaktstjóri á Subway fær vangoldin laun en annað ekki Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. mars 2018 06:00 Konan starfaði á Subway í Vestmannaeyjum. Vísir Stjarnan ehf., rekstraraðili Subway á Íslandi, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmd til að greiða fyrrverandi vaktstjóra útibús síns í Vestmannaeyjum tæplega 935 þúsund krónur. Konan starfaði á staðnum um tveggja ára skeið fram í mars 2015 en þá var henni sagt fyrirvaralaust upp störfum vegna gruns um brot í starfi. Hún var í mars í fyrra sýknuð af ákæru um að hafa annars vegar dregið sér fé úr kassa staðarins og hins vegar að hafa gefið eiginmanni sínum báta á staðnum án þess að rukka fyrir matinn. Krafa konunnar nú hljóðaði upp á 11 milljónir króna vegna ógreiddra launa tvo mánuði fyrir uppsagnardag, launa í uppsagnarfresti og vegna bakvakta. Þá krafðist konan miskabóta.Sjá einnig: Verslunarstjórinn á Subway vill 10 milljónir króna Samkvæmt sundurliðun konunnar átti hún inni ógreidd laun að upphæð 935 þúsund krónur vegna launatímabilsins fyrir uppsögn. Eigendur Subway sögðu að konan hefði ítrekað farið úr vinnu sinni of snemma og því hefði hún fengið ofgreidd laun. Vildi keðjan skuldajafna kröfu sína gegn kröfu konunnar. Ekki var fallist á skuldajöfnuðinn og krafa konunnar var tekin til greina að því leyti. Öðrum kröfum var hafnað. Þótti konan hafa brotið svo gróflega af sér í starfi að hún hefði fyrirgert rétti til launa í uppsagnarfresti. Kröfu um miskabætur var einnig hafnað enda þóttu tölvupóstsamskipti fyrirtækisins til annarra verslunarstjóra ekki fela í sér meingerð í garð konunnar. Fjölmiðlaumfjöllun um málið þótti ekki gefa tilefni til miskabóta . Þá var launakröfu vegna bakvakta hafnað þar sem fyrst var gerð athugasemd vegna þeirra eftir uppsögn en ekki meðan á ráðningartíma stóð. Að auki þarf Subway að greiða konunni hluta málskostnaðar hennar, 500 þúsund krónur. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Konan sem sýknuð var af ásökunum um fjárdrátt á Subway vill 2,3 milljónir í bætur Sökuð um að gefa manni sínum 12 tommu bát. 31. mars 2017 10:49 Verslunarstjórinn á Subway vill fá tíu milljónir króna Fyrrverandi verslunarstjóri hjá Subway í Vestmannaeyjum, sem á dögunum var sýknaður af ákæru um tæplega 13 þúsund króna fjárdrátt á staðnum, telur sig eiga inni um tíu milljónir króna frá fyrirtækinu. 19. apríl 2017 07:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Sjá meira
Stjarnan ehf., rekstraraðili Subway á Íslandi, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmd til að greiða fyrrverandi vaktstjóra útibús síns í Vestmannaeyjum tæplega 935 þúsund krónur. Konan starfaði á staðnum um tveggja ára skeið fram í mars 2015 en þá var henni sagt fyrirvaralaust upp störfum vegna gruns um brot í starfi. Hún var í mars í fyrra sýknuð af ákæru um að hafa annars vegar dregið sér fé úr kassa staðarins og hins vegar að hafa gefið eiginmanni sínum báta á staðnum án þess að rukka fyrir matinn. Krafa konunnar nú hljóðaði upp á 11 milljónir króna vegna ógreiddra launa tvo mánuði fyrir uppsagnardag, launa í uppsagnarfresti og vegna bakvakta. Þá krafðist konan miskabóta.Sjá einnig: Verslunarstjórinn á Subway vill 10 milljónir króna Samkvæmt sundurliðun konunnar átti hún inni ógreidd laun að upphæð 935 þúsund krónur vegna launatímabilsins fyrir uppsögn. Eigendur Subway sögðu að konan hefði ítrekað farið úr vinnu sinni of snemma og því hefði hún fengið ofgreidd laun. Vildi keðjan skuldajafna kröfu sína gegn kröfu konunnar. Ekki var fallist á skuldajöfnuðinn og krafa konunnar var tekin til greina að því leyti. Öðrum kröfum var hafnað. Þótti konan hafa brotið svo gróflega af sér í starfi að hún hefði fyrirgert rétti til launa í uppsagnarfresti. Kröfu um miskabætur var einnig hafnað enda þóttu tölvupóstsamskipti fyrirtækisins til annarra verslunarstjóra ekki fela í sér meingerð í garð konunnar. Fjölmiðlaumfjöllun um málið þótti ekki gefa tilefni til miskabóta . Þá var launakröfu vegna bakvakta hafnað þar sem fyrst var gerð athugasemd vegna þeirra eftir uppsögn en ekki meðan á ráðningartíma stóð. Að auki þarf Subway að greiða konunni hluta málskostnaðar hennar, 500 þúsund krónur.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Konan sem sýknuð var af ásökunum um fjárdrátt á Subway vill 2,3 milljónir í bætur Sökuð um að gefa manni sínum 12 tommu bát. 31. mars 2017 10:49 Verslunarstjórinn á Subway vill fá tíu milljónir króna Fyrrverandi verslunarstjóri hjá Subway í Vestmannaeyjum, sem á dögunum var sýknaður af ákæru um tæplega 13 þúsund króna fjárdrátt á staðnum, telur sig eiga inni um tíu milljónir króna frá fyrirtækinu. 19. apríl 2017 07:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Sjá meira
Konan sem sýknuð var af ásökunum um fjárdrátt á Subway vill 2,3 milljónir í bætur Sökuð um að gefa manni sínum 12 tommu bát. 31. mars 2017 10:49
Verslunarstjórinn á Subway vill fá tíu milljónir króna Fyrrverandi verslunarstjóri hjá Subway í Vestmannaeyjum, sem á dögunum var sýknaður af ákæru um tæplega 13 þúsund króna fjárdrátt á staðnum, telur sig eiga inni um tíu milljónir króna frá fyrirtækinu. 19. apríl 2017 07:00