Dæmd í 12 mánaða fangelsi fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2018 21:15 Konan þarf að greiða manni sínum 1,2 milljónir króna í bætur vegna tungubitsins. Vísir/GVA Áströlsk kona, sem m.a. var ákærð fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur, hefur verið dæmd í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá hefur henni verið gert að greiða bæði eiginmanni sínum og konu, sem hún veittist einnig að með ofbeldi, miskabætur.Fjallað var um málið á Vísi á sínum tíma en lögreglu barst tilkynning um atvikið aðfararnótt miðvikudagsins 1. nóvember í fyrra. Farið var fram á farbann yfir konunni vegna málsins. Þá kom einnig fram í fréttum af málinu að sauma hefði þurft 30 spor til að festa tunguhluta, sem konan beit úr eiginmanni sínum, aftur á. Aðgerðin skilaði ekki árangri og var tunguhlutinn úrskurðaður ónýtur.Fóru heim saman eftir skemmtistaðaröltÍ dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að svo virðist sem ákærða, eiginmaður hennar, kona sem ákærða veittist að með ofbeldi og fjórði einstaklingur, Bandaríkjamaður, hafi öll farið heim í íbúð hjónanna eftir að hafa verið úti að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur umrætt kvöld. Ber hinum þremur fyrrnefndu saman um að ákærða og Bandaríkjamaðurinn hafi kysst hvort annað, og hin konan og eiginmaður ákærðu hafi einnig kyssts. Í kjölfarið hafi upp úr soðið milli ákærðu, eiginmannsins og konunnar.2x3x1,5 sm biti framan af tungunni Í framburði eiginmannsins segir að hann hafi kysst ákærðu í kjölfar rifrildisins og hún hafi brugðist þannig við að hún hafi bitið framan af tungu hans og spýtt tungunni út úr sér og á gólfið. „Allt var þetta með þeim afleiðingum að B [innsk. blm. eiginmaður konunnar] hlaut klórför í andlit og 2x3x1,5 sm biti fór framan af tungu hans, sem hefur styst verulega og hefur það m.a. haft áhrif á tal og tungan nær ekki lengur út fyrir tanngarð hans, og dofa í fremsta hluta tungunnar,“ segir í dómi héraðsdóms.Húsmunum hent tilÍ frumskýrslu kemur fram að greinilegt hafi verið að mikið hefði gengið á í íbúðinni þegar lögreglu bar að garði. Hafi húsmunum verið hent til og glös og bollar og annað brothætt legið í molum á gólfi. Rætt hafi verið við eiginmann konunnar sem hafi lýst því að ákærða hefði bitið framan af tungu hans. Fram kemur að brotaþoli hafi sýnt lögreglu bitið, en hann hafi haldið á tungubita. Hafi sjúkraflutningamenn komið að og hlúð að honum og hann því næst verið fluttur á slysadeild. Þá segir að konan, sem ákærða veittist að, hafi m.a. hlotið rifbrot, auk frekari áverka víðsvegar um líkamann, þ.á.m. í andliti. Í dómi kemur fram að refsing ákærðu sé ákveðin fangelsi í 12 mánuði, þar af 9 mánuðir skilorðsbundnir. Ákærðu er einnig gert að greiða eiginmanni sínum 1,2 milljónir króna í miskabætur og konunni rúmar 410 þúsund krónur, auk sakarkostnað. Dóminn má lesa í heild hér. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Þurfti 30 spor til að sauma saman tungu sem var bitin úr manni Málið mun fá flýtimeðferð. 1. nóvember 2017 17:35 Beit tunguna úr manni sínum Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt. 1. nóvember 2017 16:53 Áfram í farbanni vegna tungubits Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur gagnvart konu sem grunuð er um að hafa bitið tunguna af eiginmanni sínum. Konan segir að hún hafi óvart bitið í tungu mannsins. 1. desember 2017 18:55 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Sjá meira
Áströlsk kona, sem m.a. var ákærð fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur, hefur verið dæmd í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá hefur henni verið gert að greiða bæði eiginmanni sínum og konu, sem hún veittist einnig að með ofbeldi, miskabætur.Fjallað var um málið á Vísi á sínum tíma en lögreglu barst tilkynning um atvikið aðfararnótt miðvikudagsins 1. nóvember í fyrra. Farið var fram á farbann yfir konunni vegna málsins. Þá kom einnig fram í fréttum af málinu að sauma hefði þurft 30 spor til að festa tunguhluta, sem konan beit úr eiginmanni sínum, aftur á. Aðgerðin skilaði ekki árangri og var tunguhlutinn úrskurðaður ónýtur.Fóru heim saman eftir skemmtistaðaröltÍ dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að svo virðist sem ákærða, eiginmaður hennar, kona sem ákærða veittist að með ofbeldi og fjórði einstaklingur, Bandaríkjamaður, hafi öll farið heim í íbúð hjónanna eftir að hafa verið úti að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur umrætt kvöld. Ber hinum þremur fyrrnefndu saman um að ákærða og Bandaríkjamaðurinn hafi kysst hvort annað, og hin konan og eiginmaður ákærðu hafi einnig kyssts. Í kjölfarið hafi upp úr soðið milli ákærðu, eiginmannsins og konunnar.2x3x1,5 sm biti framan af tungunni Í framburði eiginmannsins segir að hann hafi kysst ákærðu í kjölfar rifrildisins og hún hafi brugðist þannig við að hún hafi bitið framan af tungu hans og spýtt tungunni út úr sér og á gólfið. „Allt var þetta með þeim afleiðingum að B [innsk. blm. eiginmaður konunnar] hlaut klórför í andlit og 2x3x1,5 sm biti fór framan af tungu hans, sem hefur styst verulega og hefur það m.a. haft áhrif á tal og tungan nær ekki lengur út fyrir tanngarð hans, og dofa í fremsta hluta tungunnar,“ segir í dómi héraðsdóms.Húsmunum hent tilÍ frumskýrslu kemur fram að greinilegt hafi verið að mikið hefði gengið á í íbúðinni þegar lögreglu bar að garði. Hafi húsmunum verið hent til og glös og bollar og annað brothætt legið í molum á gólfi. Rætt hafi verið við eiginmann konunnar sem hafi lýst því að ákærða hefði bitið framan af tungu hans. Fram kemur að brotaþoli hafi sýnt lögreglu bitið, en hann hafi haldið á tungubita. Hafi sjúkraflutningamenn komið að og hlúð að honum og hann því næst verið fluttur á slysadeild. Þá segir að konan, sem ákærða veittist að, hafi m.a. hlotið rifbrot, auk frekari áverka víðsvegar um líkamann, þ.á.m. í andliti. Í dómi kemur fram að refsing ákærðu sé ákveðin fangelsi í 12 mánuði, þar af 9 mánuðir skilorðsbundnir. Ákærðu er einnig gert að greiða eiginmanni sínum 1,2 milljónir króna í miskabætur og konunni rúmar 410 þúsund krónur, auk sakarkostnað. Dóminn má lesa í heild hér.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Þurfti 30 spor til að sauma saman tungu sem var bitin úr manni Málið mun fá flýtimeðferð. 1. nóvember 2017 17:35 Beit tunguna úr manni sínum Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt. 1. nóvember 2017 16:53 Áfram í farbanni vegna tungubits Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur gagnvart konu sem grunuð er um að hafa bitið tunguna af eiginmanni sínum. Konan segir að hún hafi óvart bitið í tungu mannsins. 1. desember 2017 18:55 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Sjá meira
Þurfti 30 spor til að sauma saman tungu sem var bitin úr manni Málið mun fá flýtimeðferð. 1. nóvember 2017 17:35
Beit tunguna úr manni sínum Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt. 1. nóvember 2017 16:53
Áfram í farbanni vegna tungubits Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur gagnvart konu sem grunuð er um að hafa bitið tunguna af eiginmanni sínum. Konan segir að hún hafi óvart bitið í tungu mannsins. 1. desember 2017 18:55