Þriðjungur sendiherra í íslensku utanríkisþjónustunni eru konur Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. mars 2018 06:00 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Vísir/ernir „Af 37 starfandi sendiherrum eru aðeins þrír fyrrverandi stjórnmálamenn,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Að sögn Guðlaugs er fjarri lagi að um sé að ræða ráðstöfunarskúffu ráðherra eða að vilji ráðuneytisins standi til þess, eins og haft var eftir Guðmundi Steingrímssyni, fyrrverandi alþingismanni, í Fréttablaðinu 8. mars. Í frétt þá var vikið að þeim tilmælum Ríkisendurskoðunar til ráðuneytisins að íhuga að beita sér fyrir lagabreytingu til að auglýsa megi sendiherrastöður og neikvæðum viðhorfum ráðuneytisins til þeirra tilmæla. „Það er hvergi gert okkur vitandi, nema þá í auglýsingaferli innan utanríkisþjónustu ríkjanna,“ segir Guðlaugur. Ráðherrann segir ráðuneytið hafa aukið gagnsæi, meðal annars með skýrara framgangsferli starfsmanna í utanríkisþjónustunni og með því að sendiherrar sem halda utan komi fyrir utanríkismálanefnd. „Þá var staða rekstrarstjóra ráðuneytisins auglýst í fyrsta sinn og hefur nú verið ráðið í þá stöðu,“ segir Guðlaugur. Ráðherrann segir engan sendiherra hafa verið skipaðan í sinni ráðherratíð. Sendiherrum hafi fækkað um þrjá. „Svo er ánægjulegt að hlutfall kvensendiherra hefur aldrei verið hærra, eða 32 prósent.“ Af 37 sendiherrum voru 22 skipaðir á undanförum áratug og helmingur þeirra á árunum 2014 til 2016. Í ráðuneytinu starfa 15 sendiherrar en 18 þeirra á sendiskrifstofum víða um heim. Fimm sendiherranna eru í leyfi vegna starfa hjá alþjóðastofnunum og öðrum ráðuneytum. Í umsögn utanríkisráðuneytisins við frumvarp um auglýsingaskyldu vegna lausra embætta sendiherra frá 2015 kemur fram að stærsti hluti sendiherraefnanna sé úr röðum reynslumeiri starfsmanna utanríkisþjónustunnar. Þá hafi utanríkisþjónustan góða reynslu af því að leita út fyrir raðir utanríkisþjónustunnar eftir sendiherraefnum sem búa yfir sambærilegri þekkingu og reynslu. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Neita að auglýsa lausar sendiherrastöður Utanríkisráðuneytið er ósammála Ríkisendurskoðun um auglýsingar um lausar stöður sendiherra og hefur ekki hug á breyttu verklagi. Því er haldið fram að Alþingi vilji ekki afnema undanþáguna. Fyrrverand ialþingismaður segir Alþingi aldrei hafa tekið afstöðu til þess. 8. mars 2018 08:00 Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Sjá meira
„Af 37 starfandi sendiherrum eru aðeins þrír fyrrverandi stjórnmálamenn,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Að sögn Guðlaugs er fjarri lagi að um sé að ræða ráðstöfunarskúffu ráðherra eða að vilji ráðuneytisins standi til þess, eins og haft var eftir Guðmundi Steingrímssyni, fyrrverandi alþingismanni, í Fréttablaðinu 8. mars. Í frétt þá var vikið að þeim tilmælum Ríkisendurskoðunar til ráðuneytisins að íhuga að beita sér fyrir lagabreytingu til að auglýsa megi sendiherrastöður og neikvæðum viðhorfum ráðuneytisins til þeirra tilmæla. „Það er hvergi gert okkur vitandi, nema þá í auglýsingaferli innan utanríkisþjónustu ríkjanna,“ segir Guðlaugur. Ráðherrann segir ráðuneytið hafa aukið gagnsæi, meðal annars með skýrara framgangsferli starfsmanna í utanríkisþjónustunni og með því að sendiherrar sem halda utan komi fyrir utanríkismálanefnd. „Þá var staða rekstrarstjóra ráðuneytisins auglýst í fyrsta sinn og hefur nú verið ráðið í þá stöðu,“ segir Guðlaugur. Ráðherrann segir engan sendiherra hafa verið skipaðan í sinni ráðherratíð. Sendiherrum hafi fækkað um þrjá. „Svo er ánægjulegt að hlutfall kvensendiherra hefur aldrei verið hærra, eða 32 prósent.“ Af 37 sendiherrum voru 22 skipaðir á undanförum áratug og helmingur þeirra á árunum 2014 til 2016. Í ráðuneytinu starfa 15 sendiherrar en 18 þeirra á sendiskrifstofum víða um heim. Fimm sendiherranna eru í leyfi vegna starfa hjá alþjóðastofnunum og öðrum ráðuneytum. Í umsögn utanríkisráðuneytisins við frumvarp um auglýsingaskyldu vegna lausra embætta sendiherra frá 2015 kemur fram að stærsti hluti sendiherraefnanna sé úr röðum reynslumeiri starfsmanna utanríkisþjónustunnar. Þá hafi utanríkisþjónustan góða reynslu af því að leita út fyrir raðir utanríkisþjónustunnar eftir sendiherraefnum sem búa yfir sambærilegri þekkingu og reynslu.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Neita að auglýsa lausar sendiherrastöður Utanríkisráðuneytið er ósammála Ríkisendurskoðun um auglýsingar um lausar stöður sendiherra og hefur ekki hug á breyttu verklagi. Því er haldið fram að Alþingi vilji ekki afnema undanþáguna. Fyrrverand ialþingismaður segir Alþingi aldrei hafa tekið afstöðu til þess. 8. mars 2018 08:00 Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Sjá meira
Neita að auglýsa lausar sendiherrastöður Utanríkisráðuneytið er ósammála Ríkisendurskoðun um auglýsingar um lausar stöður sendiherra og hefur ekki hug á breyttu verklagi. Því er haldið fram að Alþingi vilji ekki afnema undanþáguna. Fyrrverand ialþingismaður segir Alþingi aldrei hafa tekið afstöðu til þess. 8. mars 2018 08:00