Össur skrifar nöturlega minningargrein um Bjarta framtíð Jakob Bjarnar skrifar 12. mars 2018 09:11 Össur segir Bjarta framtíð dauða og lítið er þá lokið sé. visir/vilhelm Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, skrifar heldur nöturlega minningargrein um Bjarta framtíð, sem hann birti á Facebooksíðu sinni nú í morgun. Hann vísar til þess að Björt framtíð hyggst ekki ætla að bjóða fram í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Össur segir að eftir Bjarta framtíð liggi minna en ekkert á hinum pólitíska vettvangi. Saga Bjartrar framtíðar sé einhver mesta sorgarsaga íslenskra stjórnmála. Færslan fer hér á eftir í heild sinni. (Millifyrirsagnir eru Vísis.)Eftir flokkinn liggur ekkert Björt framtíð - im memoriam Saga Bjartrar framtíðar er einhver mesta sorgarsaga síðari tíma stjórnmála. Eftir flokkinn liggur ekkert. Hans verður ekki minnst fyrir neitt nema hugsanlega þingmál um að breyta klukkunni og fyrir að springa á limminu í ríkisstjórn á nýju hraðameti í stjórnmálasögunni. Í forystu hans voru þó efnisfólk í upphafi.Vildu þægilega innivinnu Guðmundur Steingrímsson var eitthvert mesta efni sem kom fram í pólitíkinni á síðustu árum. Jón Gnarr gaf flokknum í vöggugjöf aðild að sterkum meirihluta í borginni. En Björt framtíð var hins vegar gjörsneydd málefnum. Síðari tíma forysta hennar virtist einkum berjast fyrir áskrift forystumanna sinna að góðum launum fyrir þægilega innivinnu.Mjög umdeilt var þegar Björt notaði sali þingsins sem einskonar tískusýningarpall.Svo fattaði pöpullinn feikið, fylgið hvarf, og taugakerfið brast einsog frægt varð. Flokkurinn logaði skjótt stafna á milli í illvígum átökum. Jón Gnarr, Guðmundur Steingrímsson, Róbert Marshall og Heiða Kristín voru hrakin í burtu. Eftir sat „accidental leader“ sem hvarf einsog íkorni inn í myrkviði ráðuneytis og hefur ekki spurst til síðan.Kjólaframleiðsla vinkonu sinnar Og svo auðvitað Björt Ólafsdóttir sem í morgun lýsti opinberlega löngu liðnu andláti flokksins. Sjálf tók hún sér ógleymanlegan sess í þingsögunni þegar hún notaði sali Alþingis til að láta taka af sér tískumyndir til að auglýsa prýðilega kjólaframleiðslu vinkonu sinnar. Þegar bent var á að það væri brot á siðareglum Alþingis trúði hún Facebook fyrir að svona gagnrýni væri dæmigerð fyrir viðbrögð feðraveldisins. Færslan olli uppnámi innan flokks og utan og var fjarlægð eftir hádegi, og nú er Björt framtíð búin að fjarlægja sjálfa sig af sviðinu. – Lítið var en lokið er. Stj.mál Tengdar fréttir Björt framtíð býður ekki fram í Reykjavík Björt framtíð ætlar ekki að bjóða fram lista í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins, segir árið hafa verið flokknum erfitt en flokksmenn séu stoltir af verkum sínum á kjörtímabilinu. 12. mars 2018 06:00 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, skrifar heldur nöturlega minningargrein um Bjarta framtíð, sem hann birti á Facebooksíðu sinni nú í morgun. Hann vísar til þess að Björt framtíð hyggst ekki ætla að bjóða fram í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Össur segir að eftir Bjarta framtíð liggi minna en ekkert á hinum pólitíska vettvangi. Saga Bjartrar framtíðar sé einhver mesta sorgarsaga íslenskra stjórnmála. Færslan fer hér á eftir í heild sinni. (Millifyrirsagnir eru Vísis.)Eftir flokkinn liggur ekkert Björt framtíð - im memoriam Saga Bjartrar framtíðar er einhver mesta sorgarsaga síðari tíma stjórnmála. Eftir flokkinn liggur ekkert. Hans verður ekki minnst fyrir neitt nema hugsanlega þingmál um að breyta klukkunni og fyrir að springa á limminu í ríkisstjórn á nýju hraðameti í stjórnmálasögunni. Í forystu hans voru þó efnisfólk í upphafi.Vildu þægilega innivinnu Guðmundur Steingrímsson var eitthvert mesta efni sem kom fram í pólitíkinni á síðustu árum. Jón Gnarr gaf flokknum í vöggugjöf aðild að sterkum meirihluta í borginni. En Björt framtíð var hins vegar gjörsneydd málefnum. Síðari tíma forysta hennar virtist einkum berjast fyrir áskrift forystumanna sinna að góðum launum fyrir þægilega innivinnu.Mjög umdeilt var þegar Björt notaði sali þingsins sem einskonar tískusýningarpall.Svo fattaði pöpullinn feikið, fylgið hvarf, og taugakerfið brast einsog frægt varð. Flokkurinn logaði skjótt stafna á milli í illvígum átökum. Jón Gnarr, Guðmundur Steingrímsson, Róbert Marshall og Heiða Kristín voru hrakin í burtu. Eftir sat „accidental leader“ sem hvarf einsog íkorni inn í myrkviði ráðuneytis og hefur ekki spurst til síðan.Kjólaframleiðsla vinkonu sinnar Og svo auðvitað Björt Ólafsdóttir sem í morgun lýsti opinberlega löngu liðnu andláti flokksins. Sjálf tók hún sér ógleymanlegan sess í þingsögunni þegar hún notaði sali Alþingis til að láta taka af sér tískumyndir til að auglýsa prýðilega kjólaframleiðslu vinkonu sinnar. Þegar bent var á að það væri brot á siðareglum Alþingis trúði hún Facebook fyrir að svona gagnrýni væri dæmigerð fyrir viðbrögð feðraveldisins. Færslan olli uppnámi innan flokks og utan og var fjarlægð eftir hádegi, og nú er Björt framtíð búin að fjarlægja sjálfa sig af sviðinu. – Lítið var en lokið er.
Stj.mál Tengdar fréttir Björt framtíð býður ekki fram í Reykjavík Björt framtíð ætlar ekki að bjóða fram lista í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins, segir árið hafa verið flokknum erfitt en flokksmenn séu stoltir af verkum sínum á kjörtímabilinu. 12. mars 2018 06:00 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira
Björt framtíð býður ekki fram í Reykjavík Björt framtíð ætlar ekki að bjóða fram lista í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins, segir árið hafa verið flokknum erfitt en flokksmenn séu stoltir af verkum sínum á kjörtímabilinu. 12. mars 2018 06:00