Hver ætlar að eyða umönnunarbilinu? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 27. mars 2018 10:15 Nú þegar styttist í sveitarstjórnarkosningar þurfakjósendur að gera upp við sig hvaða framboð fær þeirra atkvæði. Eitt af mikilvægustu verkefnum allra sveitarfélaga á landinu eru dagvistunarmál barna. Engu að síður búa margir foreldrar ungra barna við þær aðstæður að sveitarfélög tryggja ekki aðgang að leikskóla fyrr en 15 mánuðum eftir að fæðingarorlofi lýkur. Foreldrar ungra barna þekkja því vel þennan vanda. Það gera líka ömmur og afar og aðrir sem reyna að hjálpa til með því að passa börnin dag og dag til að bjarga því sem bjargað verður. Þetta er stór hópur kjósenda. Það hefur lítil breyting orðið í þessum málaflokki síðustu 30 árin. Það er vitað að fyrirkomulagið sem nú er við lýði hefur veruleg og víðtæk áhrif, til dæmis á andlega líðan og fjárhagsstöðu barnafjölskyldna, atvinnuþátttöku, starfsþróunarmöguleika og launamun kynjanna. Þetta er samfélagslegt vandamál sem sveitarfélögin í landinu þurfa að bregðast við. Inntökualdur á leikskóla getur verið allt frá níu mánuðum upp í tvö ár. Könnun sem BSRB gerði hjá öllum sveitarfélögum á landinu leiddi í ljós að foreldrar þurfa að meðaltali að brúa þrjá til sex mánuði á milli níu mánaða fæðingarorlofs og þess að barnið komist að hjá dagforeldri eða leikskóla. Bilið er enn lengra hjá flestum einstæðum foreldrum og foreldrum sem geta ekki tekið fæðingarorlof af fjárhagsástæðum. Þá getur biðin verið lengri ef barn fæðist á ákveðnum tímum árs, ef árgangar eru stórir eða mannekla er á leikskólum. Það er óásættanlegt að ekki sé jafnræði með foreldrum á landinu þegar kemur að þessari grunnþjónustu. Sveitarfélögin verða að tryggja að hún sé í lagi. Það er lítill hvati til barneigna ef þær ýta undir misrétti kynjanna, fela í sér margra mánaða tekjuleysi og í sumum tilfellum starfsmissi. Við þessu þarf að bregðast og það ætti að vera áherslumál allra flokka sem bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Útrýma þarf umönnunarbilinu með því að bjóða upp á tryggt dagvistunarúrræði strax að loknu fæðingarorlofi. Höfundur er lögfræðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sonja Ýr Þorbergsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar styttist í sveitarstjórnarkosningar þurfakjósendur að gera upp við sig hvaða framboð fær þeirra atkvæði. Eitt af mikilvægustu verkefnum allra sveitarfélaga á landinu eru dagvistunarmál barna. Engu að síður búa margir foreldrar ungra barna við þær aðstæður að sveitarfélög tryggja ekki aðgang að leikskóla fyrr en 15 mánuðum eftir að fæðingarorlofi lýkur. Foreldrar ungra barna þekkja því vel þennan vanda. Það gera líka ömmur og afar og aðrir sem reyna að hjálpa til með því að passa börnin dag og dag til að bjarga því sem bjargað verður. Þetta er stór hópur kjósenda. Það hefur lítil breyting orðið í þessum málaflokki síðustu 30 árin. Það er vitað að fyrirkomulagið sem nú er við lýði hefur veruleg og víðtæk áhrif, til dæmis á andlega líðan og fjárhagsstöðu barnafjölskyldna, atvinnuþátttöku, starfsþróunarmöguleika og launamun kynjanna. Þetta er samfélagslegt vandamál sem sveitarfélögin í landinu þurfa að bregðast við. Inntökualdur á leikskóla getur verið allt frá níu mánuðum upp í tvö ár. Könnun sem BSRB gerði hjá öllum sveitarfélögum á landinu leiddi í ljós að foreldrar þurfa að meðaltali að brúa þrjá til sex mánuði á milli níu mánaða fæðingarorlofs og þess að barnið komist að hjá dagforeldri eða leikskóla. Bilið er enn lengra hjá flestum einstæðum foreldrum og foreldrum sem geta ekki tekið fæðingarorlof af fjárhagsástæðum. Þá getur biðin verið lengri ef barn fæðist á ákveðnum tímum árs, ef árgangar eru stórir eða mannekla er á leikskólum. Það er óásættanlegt að ekki sé jafnræði með foreldrum á landinu þegar kemur að þessari grunnþjónustu. Sveitarfélögin verða að tryggja að hún sé í lagi. Það er lítill hvati til barneigna ef þær ýta undir misrétti kynjanna, fela í sér margra mánaða tekjuleysi og í sumum tilfellum starfsmissi. Við þessu þarf að bregðast og það ætti að vera áherslumál allra flokka sem bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Útrýma þarf umönnunarbilinu með því að bjóða upp á tryggt dagvistunarúrræði strax að loknu fæðingarorlofi. Höfundur er lögfræðingur BSRB.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar