Enn einn draugurinn Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 27. mars 2018 07:00 Mörg eigum við einhvers konar hulduheima þar sem við hegðum okkur með allt öðrum hætti en á vettvangi dagsins. Það er ekkert nýtt. Þegar forfeður okkar fóru í víking voru þeir undir þessum huliðshjálmi. Þess vegna hélt, til dæmis, Hrútur Herjólfsson að hann gæti gamnað sér með móður Noregskonungs án þess að það setti blett á samband hans við sína trúlofuðu konu heima á Íslandi. Donald Trump fer ekki lengra en inn í búningsherbergi til að komast undir þennan hjúp þar sem hann getur hreykt sér af því hvernig hann getur gripið kvenmannssköp hér og þar rétt eins og við ófrægu grípum okkur samloku. Svo eru það sumir sem telja að Bakkus geti veitt þessa friðhelgi. Ef við værum peningar væru þetta okkar aflandseyjar. Þar erum við ónæm fyrir siðleysinu um sinn og finnst við því koma þaðan hvítþvegin út þó við höfum öslað aurinn. Stór partur af pólitíkinni og viðskiptalífinu fer fram undir slíkum huliðshjúpi en svo villast þaðan innmúraðir uppvakningar í hversdagsleikanum. Eða þannig virka á mig fréttir af óhóflegum forstjóralaunum, pólitískum ráðningum og yfirgengilegri þjónustulund stjórnmálamanna við áhrifamenn til dæmis með því að þjóðnýta skuldir þeirra og passa upp á að þjóðin hafi ekki af þeim auðlindirnar. Auðvitað bregður fólki við draugsa en reynslan hefur sýnt mér að það er líka býsna fljótt að finna frið í reimleikunum. Kannski erum við farin að læra af skrímslaleiðbeiningum Gísla á Uppsölum en hann batt þær í þetta mál: Mætirðu skrímsli máttu ei trega, maður þá vex þín neyð. Heilsaðu bara hæversklega, haltu svo þína leið. Þetta eru fín viðbrögð þegar þú mætir Fjörulallanum en á þetta við þegar enn einn draugurinn verður á vegi þínum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Mörg eigum við einhvers konar hulduheima þar sem við hegðum okkur með allt öðrum hætti en á vettvangi dagsins. Það er ekkert nýtt. Þegar forfeður okkar fóru í víking voru þeir undir þessum huliðshjálmi. Þess vegna hélt, til dæmis, Hrútur Herjólfsson að hann gæti gamnað sér með móður Noregskonungs án þess að það setti blett á samband hans við sína trúlofuðu konu heima á Íslandi. Donald Trump fer ekki lengra en inn í búningsherbergi til að komast undir þennan hjúp þar sem hann getur hreykt sér af því hvernig hann getur gripið kvenmannssköp hér og þar rétt eins og við ófrægu grípum okkur samloku. Svo eru það sumir sem telja að Bakkus geti veitt þessa friðhelgi. Ef við værum peningar væru þetta okkar aflandseyjar. Þar erum við ónæm fyrir siðleysinu um sinn og finnst við því koma þaðan hvítþvegin út þó við höfum öslað aurinn. Stór partur af pólitíkinni og viðskiptalífinu fer fram undir slíkum huliðshjúpi en svo villast þaðan innmúraðir uppvakningar í hversdagsleikanum. Eða þannig virka á mig fréttir af óhóflegum forstjóralaunum, pólitískum ráðningum og yfirgengilegri þjónustulund stjórnmálamanna við áhrifamenn til dæmis með því að þjóðnýta skuldir þeirra og passa upp á að þjóðin hafi ekki af þeim auðlindirnar. Auðvitað bregður fólki við draugsa en reynslan hefur sýnt mér að það er líka býsna fljótt að finna frið í reimleikunum. Kannski erum við farin að læra af skrímslaleiðbeiningum Gísla á Uppsölum en hann batt þær í þetta mál: Mætirðu skrímsli máttu ei trega, maður þá vex þín neyð. Heilsaðu bara hæversklega, haltu svo þína leið. Þetta eru fín viðbrögð þegar þú mætir Fjörulallanum en á þetta við þegar enn einn draugurinn verður á vegi þínum?
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar