Lögmaður áminntur vegna tilhæfulauss reiknings Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. mars 2018 06:00 Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sýslumanns með úrskurði en þeim úrskurði var skotið til Hæstaréttar. VÍSIR/GETTY Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson var á síðasta degi febrúarmánaðar áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna vegna háttsemi sinnar í garð umbjóðanda síns. Atvik málsins eru þau að í októbermánuði féllst Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu á kröfu velferðarsviðs Kópavogsbæjar þess efnis konu yrði gert að sæta nauðungarvistun á sjúkrahúsi vegna örlyndis og mögulegrar geðhvarfasýki. Konan skaut málinu til héraðsdóms og gætti áðurnefndur Ómar hagsmuna hennar fyrir dómi. Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sýslumanns með úrskurði en þeim úrskurði var skotið til Hæstaréttar. Ómar R. Valdimarsson, lögmaður.Með dómi réttarins var úrskurðurinn staðfestur. Í úrskurði héraðsdóms var kveðið á um að þóknun Ómars, 148 þúsund krónur, greiddist úr ríkissjóði. Í Hæstarétti var þóknun Ómars dæmd 124 þúsund til viðbótar. Það taldi Ómar aðeins ná yfir hluta þeirrar vinnu sem hann vann. Hann hafi unnið í rúmar 20 klukkustundir vegna málsins og tímagjald hans sé tæpar 23 þúsund krónur auk virðisaukaskatts. Gaf hann því út reikning vegna aksturs og þeirrar upphæðar sem upp á vantaði, alls rúmar 325 þúsund krónur. Þessu vildi konan ekki una og kvartaði til úrskurðarnefndarinnar. Taldi hún að Ómar hefði gert á hlut sinn með útgáfu reikningsins og krafðist þess að hann yrði felldur niður. Úrskurðarnefndin taldi að ákvörðun um þóknun talsmanns eða verjanda í lögræðismáli færi eftir ákvæðum lögræðislaga. Engin „lögbundin né samningsbundin stoð [var] fyrir hinum umþrætta reikningi“. Lögmaðurinn átti því ekki frekari heimtingu á greiðslu þóknunar umfram það sem dómstólar ákváðu. Reikningurinn var því felldur niður. Í ljósi þessa, og með hliðsjón af þeim aðstöðumunsem ríkti milli aðila, að háttsemi Ómars hafi ekki verið „til þess fallin að gæta heiðurs lögmannastéttarinnar“, var lögmaðurinn áminntur fyrir háttsemi sína. – jóe Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson var á síðasta degi febrúarmánaðar áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna vegna háttsemi sinnar í garð umbjóðanda síns. Atvik málsins eru þau að í októbermánuði féllst Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu á kröfu velferðarsviðs Kópavogsbæjar þess efnis konu yrði gert að sæta nauðungarvistun á sjúkrahúsi vegna örlyndis og mögulegrar geðhvarfasýki. Konan skaut málinu til héraðsdóms og gætti áðurnefndur Ómar hagsmuna hennar fyrir dómi. Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sýslumanns með úrskurði en þeim úrskurði var skotið til Hæstaréttar. Ómar R. Valdimarsson, lögmaður.Með dómi réttarins var úrskurðurinn staðfestur. Í úrskurði héraðsdóms var kveðið á um að þóknun Ómars, 148 þúsund krónur, greiddist úr ríkissjóði. Í Hæstarétti var þóknun Ómars dæmd 124 þúsund til viðbótar. Það taldi Ómar aðeins ná yfir hluta þeirrar vinnu sem hann vann. Hann hafi unnið í rúmar 20 klukkustundir vegna málsins og tímagjald hans sé tæpar 23 þúsund krónur auk virðisaukaskatts. Gaf hann því út reikning vegna aksturs og þeirrar upphæðar sem upp á vantaði, alls rúmar 325 þúsund krónur. Þessu vildi konan ekki una og kvartaði til úrskurðarnefndarinnar. Taldi hún að Ómar hefði gert á hlut sinn með útgáfu reikningsins og krafðist þess að hann yrði felldur niður. Úrskurðarnefndin taldi að ákvörðun um þóknun talsmanns eða verjanda í lögræðismáli færi eftir ákvæðum lögræðislaga. Engin „lögbundin né samningsbundin stoð [var] fyrir hinum umþrætta reikningi“. Lögmaðurinn átti því ekki frekari heimtingu á greiðslu þóknunar umfram það sem dómstólar ákváðu. Reikningurinn var því felldur niður. Í ljósi þessa, og með hliðsjón af þeim aðstöðumunsem ríkti milli aðila, að háttsemi Ómars hafi ekki verið „til þess fallin að gæta heiðurs lögmannastéttarinnar“, var lögmaðurinn áminntur fyrir háttsemi sína. – jóe
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira