NBA: LeBron James of góður fyrir besta lið Austurdeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2018 07:30 LeBron James og Kevin Love fagna sigri í nótt. Vísir/Getty LeBron James sýndi enn á ný mátt sinn í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar hann leiddi vængbrotið lið Cleveland Cavaliers til sigurs á móti efsta liði Austurdeildarinnar. Dwight Howard náði fyrsta 30-30 leiknum síðan 2010 og San Antonio Spurs vann sinn fimmta leik í röð.LeBron James var með 35 stig og 17 stoðsendingar þegar Cleveland Cavaliers endaði níu leikja útileikjasigurgöngu Toronto Raptors með 133-129 sigri. Cleveland liðið var án fimm leikmanna og aðalþjálfarinn er líka frá vegna veikinda. Toronto Raptors er áfram með langbesta árangurinn í Austurdeildinni. Kevin Love skoraði mjög mikilvæga þriggja stiga körfu í lokin eftir stoðsendingu frá LeBron James og endaði með 23 stig og 12 fráköst en James setti líka niður þrjú vítaskot á lokasekúndum leiksins. „Þetta var góður sigur á móti mjög góðu liði ekki síst vegna þessa hve marga leikmann vantar í okkar lið. Ég þarf hinsvegar ekkert að minna fólk á hvað mín lið geta gert,“ sagði LeBron James. Hann kom alls að 80 stigum liðsins í leiknum sem er það næstmesta hjá honum í einum leik á ferlinum. Metið hans er 81 stig í leik á móti New York Knicks árið 2009. LeBron James tapaði ekki einum einasta bolta í leiknum þrátt fyrir stoðsendingarnar sautján og Larry Drew, sem stýrir liðinu í veikindum þjálfarans Tyronne Lue, átti varla orð. „Ég hef aldrei séð svona áður. Það er magnað að sjá til hans kvöld eftir kvöld,“ sagði Drew. Það að vera með 35 stig og 17 stoðsendingar án þess að tapa bolta eru tölur sem hafa ekki sést í NBA-deildinni síðan farið var að halda utan um tapaða bolta tímabilið 1977-78. „Það er alltaf einn leikur á tímabilinu sem getur breytt öllu fyrir lið og hann getur komið snemma á tímabilinu og hann getur komið seint. Ég held að þetta gæti verið sá leikur fyrir okkur,“ sagði Larry Drew. LeBron James er með þrennu að meðaltali í síðustu 19 leikjum sínum, er með 30,5 stig, 10,4 fráköst og 10,5 stoðsendingar í leik frá 7. febrúar en hann er líka að hitta úr 55 prósent skota sinna. Mögnuð tölfræði hjá þessum magnaða leikmanni sem eldist eins og úrvals rauðvín.Dwight Howard var með 32 stig og 30 fráköst þegar Charlotte Hornets vann 111-105 útisigur á Brooklyn Nets. Þetta er nýtt félagsmet í fráköstum hjá Charlotte Hornets og Howard er fyrsti NBA-leikmaðurinn í átta ár sem nær 30-30 leik. Kemba Walker skoraði 10 af 24 stigum sínum í leiknum í fjórða leikhlutanum.LaMarcus Aldridge skoraði 27 stig og tók 9 fráköst þegar San Antonio Spurs vann 98-90 sigur á Washington Wizards en þetta var fimmti sigur Spurs liðsins í röð. San Antonio er áfram í sjötta sæti Vesturdeildarinnar en þegar sigurgangan hófst leit út fyrir að liðið ætlaði að missa af úrslitakeppninni.Anthony Davis var með 28 stig, 13 fráköst og 5 varin skot þegar New Orleans Pelicans vann 96-92 heimasigur á Indiana Pacers en þetta var þriðji sigur Pelíkananna í röð. Robert Covington, J.J. Redick og Dario Saric skoruðu allir fimmtán stig í 119-105 sigri Philadelphia 76ers á Memphis Grizzlies en ungu stjörnurnar Joel Embiid (14 stig) og Ben Simmons (13 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst) voru líka öflugir. Þetta var fjórði sigur Philadelphia 76ers liðsins í röð en liðið er að berjast fyrir heimavallarrétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.DeAndre Jordan var með 25 stig og 22 fráköst þegar Los Angeles Clippers vann 127-120 sigur á Milwaukee Bucks en þjálfarasonurinn Austin Rivers bætti síðan við 22 stigum og Lou Williams var með 19 stig. Gríska stórstjarnan Giannis Antetokounmpo meiddist á ökkla í leiknum og kom ekkert við sögu í seinni hálfleiknum vegna meiðslanna. Úrslit úr öllum leikjum NBA í nótt: San Antonio Spurs - Washington Wizards 98-90 Chicago Bulls - Denver Nuggets 102-135 Milwaukee Bucks - Los Angeles Clippers 120-127 New Orleans Pelicans - Indiana Pacers 96-92 Brooklyn Nets - Charlotte Hornets 105-111 Miami Heat - New York Knicks 119-98 Cleveland Cavaliers - Toronto Raptors 132-129 Philadelphia 76ers - Memphis Grizzlies 119-105 NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
LeBron James sýndi enn á ný mátt sinn í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar hann leiddi vængbrotið lið Cleveland Cavaliers til sigurs á móti efsta liði Austurdeildarinnar. Dwight Howard náði fyrsta 30-30 leiknum síðan 2010 og San Antonio Spurs vann sinn fimmta leik í röð.LeBron James var með 35 stig og 17 stoðsendingar þegar Cleveland Cavaliers endaði níu leikja útileikjasigurgöngu Toronto Raptors með 133-129 sigri. Cleveland liðið var án fimm leikmanna og aðalþjálfarinn er líka frá vegna veikinda. Toronto Raptors er áfram með langbesta árangurinn í Austurdeildinni. Kevin Love skoraði mjög mikilvæga þriggja stiga körfu í lokin eftir stoðsendingu frá LeBron James og endaði með 23 stig og 12 fráköst en James setti líka niður þrjú vítaskot á lokasekúndum leiksins. „Þetta var góður sigur á móti mjög góðu liði ekki síst vegna þessa hve marga leikmann vantar í okkar lið. Ég þarf hinsvegar ekkert að minna fólk á hvað mín lið geta gert,“ sagði LeBron James. Hann kom alls að 80 stigum liðsins í leiknum sem er það næstmesta hjá honum í einum leik á ferlinum. Metið hans er 81 stig í leik á móti New York Knicks árið 2009. LeBron James tapaði ekki einum einasta bolta í leiknum þrátt fyrir stoðsendingarnar sautján og Larry Drew, sem stýrir liðinu í veikindum þjálfarans Tyronne Lue, átti varla orð. „Ég hef aldrei séð svona áður. Það er magnað að sjá til hans kvöld eftir kvöld,“ sagði Drew. Það að vera með 35 stig og 17 stoðsendingar án þess að tapa bolta eru tölur sem hafa ekki sést í NBA-deildinni síðan farið var að halda utan um tapaða bolta tímabilið 1977-78. „Það er alltaf einn leikur á tímabilinu sem getur breytt öllu fyrir lið og hann getur komið snemma á tímabilinu og hann getur komið seint. Ég held að þetta gæti verið sá leikur fyrir okkur,“ sagði Larry Drew. LeBron James er með þrennu að meðaltali í síðustu 19 leikjum sínum, er með 30,5 stig, 10,4 fráköst og 10,5 stoðsendingar í leik frá 7. febrúar en hann er líka að hitta úr 55 prósent skota sinna. Mögnuð tölfræði hjá þessum magnaða leikmanni sem eldist eins og úrvals rauðvín.Dwight Howard var með 32 stig og 30 fráköst þegar Charlotte Hornets vann 111-105 útisigur á Brooklyn Nets. Þetta er nýtt félagsmet í fráköstum hjá Charlotte Hornets og Howard er fyrsti NBA-leikmaðurinn í átta ár sem nær 30-30 leik. Kemba Walker skoraði 10 af 24 stigum sínum í leiknum í fjórða leikhlutanum.LaMarcus Aldridge skoraði 27 stig og tók 9 fráköst þegar San Antonio Spurs vann 98-90 sigur á Washington Wizards en þetta var fimmti sigur Spurs liðsins í röð. San Antonio er áfram í sjötta sæti Vesturdeildarinnar en þegar sigurgangan hófst leit út fyrir að liðið ætlaði að missa af úrslitakeppninni.Anthony Davis var með 28 stig, 13 fráköst og 5 varin skot þegar New Orleans Pelicans vann 96-92 heimasigur á Indiana Pacers en þetta var þriðji sigur Pelíkananna í röð. Robert Covington, J.J. Redick og Dario Saric skoruðu allir fimmtán stig í 119-105 sigri Philadelphia 76ers á Memphis Grizzlies en ungu stjörnurnar Joel Embiid (14 stig) og Ben Simmons (13 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst) voru líka öflugir. Þetta var fjórði sigur Philadelphia 76ers liðsins í röð en liðið er að berjast fyrir heimavallarrétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.DeAndre Jordan var með 25 stig og 22 fráköst þegar Los Angeles Clippers vann 127-120 sigur á Milwaukee Bucks en þjálfarasonurinn Austin Rivers bætti síðan við 22 stigum og Lou Williams var með 19 stig. Gríska stórstjarnan Giannis Antetokounmpo meiddist á ökkla í leiknum og kom ekkert við sögu í seinni hálfleiknum vegna meiðslanna. Úrslit úr öllum leikjum NBA í nótt: San Antonio Spurs - Washington Wizards 98-90 Chicago Bulls - Denver Nuggets 102-135 Milwaukee Bucks - Los Angeles Clippers 120-127 New Orleans Pelicans - Indiana Pacers 96-92 Brooklyn Nets - Charlotte Hornets 105-111 Miami Heat - New York Knicks 119-98 Cleveland Cavaliers - Toronto Raptors 132-129 Philadelphia 76ers - Memphis Grizzlies 119-105
NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira