Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2018 18:45 Svæði sem eru nú þegar þurr eru líklega til að verða enn þurrari í hlýnandi heimi. Verri þurrkar og meiri öfgar í veðri eiga eftir að halda áfram að ógna samfélagum manna á þessari öld. Vísir/AFP Loftslagsbreytingar munu leiða til þess að milljónir manna flytji búferlaflutningum innan ríkja og á milli þeirra fyrir miðja öldina. Alþjóðabankinn varar við því að við þessar tilfærslur geti orðið til hættulegar aðstæður þar sem tugir milljóna manna troða sér inn í fátækrahverfi sem eru þegar yfirfull. Vísindamenn reikna með því að með áframhaldandi hlýnun jarðar af völdum manna muni veðuröfgar meðal annars verða algengir, yfirborð sjávar hækka auk þess sem þurrkar verði algengari á sumum svæðum. Lengi hefur verið varað við því að þessar breytingar á umhverfinu geti leitt til gríðarlega fólksflutninga. Undir þær áhyggjur tekur Alþjóðabankinn í nýrri skýrslu. Sérfræðingar hans skoðuðu þrjú svæði í þriðja heiminum þar sem meira en helmingur íbúa þróunarríkja búa. Þeir telja líklegt að meira en 150 milljónir manna muni flytja sig um set innan ríkjanna vegna loftslagsbreytinga fyrir árið 2050. Í Afríku sunnan Saharaeyðimarkarinnar geti 86 milljónir manna lent á hrakhólum, fjörutíu milljónir í suðurhluta Asíu og sautján milljónir í Rómönsku Ameríku.Enn hægt að bregðast við og forðast neyðarástandFólksflutningar af þessari stærðargráðu geti valdið gríðarlegum samfélagslegum röskunum og ógnað stjórnarfari og efnahagslegri- og félagslegri þróun, að því er segir í frétt The Guardian. Til geti orðið „hættustaðir“, bæði á þeim svæðum sem fólk yfirgefur og á þeim sem það flyst til. Bankinn bendir þó á að enn sé hægt að forðast verstu mögulegu sviðsmyndirnar. Fólksflutningar af völdum loftslagsbreytinga muni eiga sér stað en hægt sé að koma í veg fyrir neyðarástand. Mikilvægast sé að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Einnig leggur bankinn til að ríkisstjórnir um heim allan geri ráð fyrir fólksflutningum og leggi meiri áherslu í að afla gagna fyrir skipulag í framtíðinni. Þegar hefur hlýnað um 1°C frá því fyrir iðnbyltingu vegna stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Verði losunin ekki takmörkuð er reiknað með að hlýnun gæti náð allt að 4-5°C fyrir lok þessarar aldar. Loftslagsmál Tengdar fréttir Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Bandaríska leyniþjónustan varar við skyndilegum loftslagsbreytingum Forstjóri Leyniþjónustu Bandaríkjanna sagði loftslagsbreytingar geta valdið upplausn á heimsvísu. 14. febrúar 2018 16:51 Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Loftslagsbreytingar munu leiða til þess að milljónir manna flytji búferlaflutningum innan ríkja og á milli þeirra fyrir miðja öldina. Alþjóðabankinn varar við því að við þessar tilfærslur geti orðið til hættulegar aðstæður þar sem tugir milljóna manna troða sér inn í fátækrahverfi sem eru þegar yfirfull. Vísindamenn reikna með því að með áframhaldandi hlýnun jarðar af völdum manna muni veðuröfgar meðal annars verða algengir, yfirborð sjávar hækka auk þess sem þurrkar verði algengari á sumum svæðum. Lengi hefur verið varað við því að þessar breytingar á umhverfinu geti leitt til gríðarlega fólksflutninga. Undir þær áhyggjur tekur Alþjóðabankinn í nýrri skýrslu. Sérfræðingar hans skoðuðu þrjú svæði í þriðja heiminum þar sem meira en helmingur íbúa þróunarríkja búa. Þeir telja líklegt að meira en 150 milljónir manna muni flytja sig um set innan ríkjanna vegna loftslagsbreytinga fyrir árið 2050. Í Afríku sunnan Saharaeyðimarkarinnar geti 86 milljónir manna lent á hrakhólum, fjörutíu milljónir í suðurhluta Asíu og sautján milljónir í Rómönsku Ameríku.Enn hægt að bregðast við og forðast neyðarástandFólksflutningar af þessari stærðargráðu geti valdið gríðarlegum samfélagslegum röskunum og ógnað stjórnarfari og efnahagslegri- og félagslegri þróun, að því er segir í frétt The Guardian. Til geti orðið „hættustaðir“, bæði á þeim svæðum sem fólk yfirgefur og á þeim sem það flyst til. Bankinn bendir þó á að enn sé hægt að forðast verstu mögulegu sviðsmyndirnar. Fólksflutningar af völdum loftslagsbreytinga muni eiga sér stað en hægt sé að koma í veg fyrir neyðarástand. Mikilvægast sé að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Einnig leggur bankinn til að ríkisstjórnir um heim allan geri ráð fyrir fólksflutningum og leggi meiri áherslu í að afla gagna fyrir skipulag í framtíðinni. Þegar hefur hlýnað um 1°C frá því fyrir iðnbyltingu vegna stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Verði losunin ekki takmörkuð er reiknað með að hlýnun gæti náð allt að 4-5°C fyrir lok þessarar aldar.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Bandaríska leyniþjónustan varar við skyndilegum loftslagsbreytingum Forstjóri Leyniþjónustu Bandaríkjanna sagði loftslagsbreytingar geta valdið upplausn á heimsvísu. 14. febrúar 2018 16:51 Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54
Bandaríska leyniþjónustan varar við skyndilegum loftslagsbreytingum Forstjóri Leyniþjónustu Bandaríkjanna sagði loftslagsbreytingar geta valdið upplausn á heimsvísu. 14. febrúar 2018 16:51
Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45