Fótbolti

Barcelona kemur aftur til Íslands í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenskar stelpur sem voru í Barca​ fótboltaskólanum.
Íslenskar stelpur sem voru í Barca​ fótboltaskólanum. Knattspyrnuakademía Íslands
Barca​ fótboltaskólinn snýr aftur til Íslands og verður haldinn á æfingasvæðinu við Kópavogsvöll 8.-12. júní í sumar.

Knattspyrnuakademía Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem greint er frá þessu en Barcelona er þekkt fyrir uppbyggingarstarf sitt í fótboltanum. Með aðalliðum félagsins hafa síðustu áratugina spilað frábærir leikmenn sem byrjuðu mjög ungur hjá félaginu.

Í þriðja sinn býður Futbol Club Barcelona í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands upp á fótboltaskóla hér á Íslandi. Fótboltaskólinn verður á æfingasvæðinu við Kópavogsvöll 8. til 12. júní í sumar en hann verður bæði fyrir pilta og stúlkur. Strákar og stelpur munu þó æfa í sitt hvoru lagi.

Fótboltaskólanum lýkur með hófi þar sem góðir gestir frá Barcelona mæta​.  Allir þátttakendur munu fá til eignar Nike æfingagalla og fótbolta en það er boðið upp á systkinaafslátt. Skráning í fótboltaskólann, sem ætlaður er börnum á aldrinum tíu til sextán ára, er nú þegar hafin á skráningarsíðu Knattspyrnuakademíu Íslands:

Árið 2016 valdi​ FCB, eitt öflugasta íþróttafélag heims, Ísland til að bjóða eingöngu stúlkum, í fyrsta sinn, upp á æfingabúðir þar sem reyndir þjá​lfarar félagsins þjálfuðu þátttakendur eftir hinu fræga æfingakerfi Barça ​og miðluðu um leið þekkingu sinni til íslenskra þjálfara.

Í fyrra ákvað FC Barcelona, í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands, að bjóða einnig upp á æfingar fyrir íslenska pilta á aldrinum 10-16 ára. Gerður var góður rómur að fótboltaskólanum og bæði þátttakendur og foreldrar þeirra lýstu yfir mikilli ánægju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×