Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun Birgir Olgeirsson skrifar 20. mars 2018 10:16 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ungan karlmann til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir nauðgun. Taldi dómurinn sannað að maðurinn hefði beitt konu ólögmætri nauðung og haft samræði við hana gegn vilja hennar með þeim hætti sem lýst er í ákæru, að því undanskildu að hann dró hana ekki fram úr rúmi sem hún lá í. Í ákærunni var manninum gefið að sök að hafa á heimili sínu aðfaranótt laugardagsins 6. febrúar árið 2016 haft samræði og önnur kynferðismök við konuna gegn hennar vilja með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Þar á meðal með því að káfa á brjóstum hennar og kynfærum, draga hana fram úr rúmi sem hún lá í, þrýsta henni upp að vegg og setja fingur í leggöng hennar og afklæða hana. Lét maðurinn ekki af háttseminni þrátt fyrir að hafa konan hefði látið hann vita að hún vildi þetta ekki, bæði hann ítrekað um að hætta og reyndi að ýta honum burt. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Konan fór fram á 2,5 milljónir króna í miskabætur en Héraðsdómur Reykjavíkur taldi 1,5 milljónir króna hæfilegar miskabætur. Maðurinn hafði í tvígang áður verið dæmdur fyrir brot. Í fyrra skiptið var hann dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar fyrir brot gegn 1. málsgrein 202. greinar almennra hegningarlaga en þar segir að hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en 15 ára, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 1 ár og allt að sextán árum. Var hann aftur dæmdur fyrir brot gegn sömu lagagrein og hlaut þá 20 mánaða fangelsisvist skilorðsbundna. Í 202. greininni segir að lækka megi refsinguna eða láta hana falla niður ef gerandi og þolandi eru á svipuðum aldri eða þroskastigi. Brotin voru framin fyrir átján ára aldur mannsins og því var refsingin lægri. Dómsmál Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ungan karlmann til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir nauðgun. Taldi dómurinn sannað að maðurinn hefði beitt konu ólögmætri nauðung og haft samræði við hana gegn vilja hennar með þeim hætti sem lýst er í ákæru, að því undanskildu að hann dró hana ekki fram úr rúmi sem hún lá í. Í ákærunni var manninum gefið að sök að hafa á heimili sínu aðfaranótt laugardagsins 6. febrúar árið 2016 haft samræði og önnur kynferðismök við konuna gegn hennar vilja með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Þar á meðal með því að káfa á brjóstum hennar og kynfærum, draga hana fram úr rúmi sem hún lá í, þrýsta henni upp að vegg og setja fingur í leggöng hennar og afklæða hana. Lét maðurinn ekki af háttseminni þrátt fyrir að hafa konan hefði látið hann vita að hún vildi þetta ekki, bæði hann ítrekað um að hætta og reyndi að ýta honum burt. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Konan fór fram á 2,5 milljónir króna í miskabætur en Héraðsdómur Reykjavíkur taldi 1,5 milljónir króna hæfilegar miskabætur. Maðurinn hafði í tvígang áður verið dæmdur fyrir brot. Í fyrra skiptið var hann dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar fyrir brot gegn 1. málsgrein 202. greinar almennra hegningarlaga en þar segir að hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en 15 ára, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 1 ár og allt að sextán árum. Var hann aftur dæmdur fyrir brot gegn sömu lagagrein og hlaut þá 20 mánaða fangelsisvist skilorðsbundna. Í 202. greininni segir að lækka megi refsinguna eða láta hana falla niður ef gerandi og þolandi eru á svipuðum aldri eða þroskastigi. Brotin voru framin fyrir átján ára aldur mannsins og því var refsingin lægri.
Dómsmál Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira