Fósturafi í fjögurra ára fangelsi fyrir brot gegn barni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2018 11:14 Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/pjetur Eldri karlmaður á Norðurlandi hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á ungri stúlku. Brot mannsins, sem var fósturafi stúlkunnar, áttu sér stað frá því að hún var þriggja ára gömul og til ellefu eða tólf ára aldurs. Lét hann stúlkuna snerta kynfæri sín í fjölda skipta og gerði slíkt hið sama við stúlkuna að því er fram kemur í dómnum sem kveðinn var upp í fjölskipuðum Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir viku. Maðurinn þarf að greiða stúlkunni 2,5 milljónir króna í bætur.Í dómnum kemur fram að brot mannsins hafi átt sér stað þegar hann gætti stúlkunnar síðdegis. Þau hefðu átt sér stað í hægindastól hans væru þau ein heima en á baðherberginu væri amma hennar heima. Stúlkan greindi frá því að brotin hefðu hafist við þriggja ára aldur þegar maðurinn hefði fengið hana með sér niður að bryggju og látið hana snerta á honum typpið. Það hefði einnig gerst heima hjá honum. Það hefði svo stigmanast með árunum. Eftir að amma stúlkunnar lést og stúlkan eltist gerðist hann ágengari við stúlkuna, fór að þreifa á brjóstum hennar og kynfærum. Vegna vanlíðunar og hegðunarvanda stúlkunnar fór hún í sálfræðimeðferð hjá barnaverndarnefnd. Þar greindi hún í skrefum frá kynferðisbrotum fósturafa síns.Neitaði að tjá sig Fósturafinn neitaði sök fyrir dómi og neitaði að tjá sig um sakargiftirnar. Var því ekki unnt að leggja mat á trúverðugleika framburðar hans. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að framburður stúlkunnar fái stoð í nokkrum atriðum. Meðal annars greindi stúlkan frá því að hún hefði sem barn gert sér að leik að úthluta klósettpappír. Fósturafinn hefði oft fylgt henni á klósettið og brotið á henni þar. Fósturmóðir og -systir stúlkunnar könnuðust við þetta og minntust að þau hefðu oft farið saman á salernið. Vottorð sálfræðinga sögðu einnig að einkenni stúlkunnar væru þess eðlis að þau gætu vel verið afleiðingar þeirra brota sem hún lýsti. Einnig frásögn fósturföður af stúlkunni að hún hefði brotnað saman í bakaríi sem stúlkan segir fósturafan hafa farið með sig í áður en hann braut á henni. Þá lýsti sálfræðingur því að það hefði fengið mjög á stúlkuna þegar hann andvarpaði því það minnti á andvarp frá brotaþola. „Þegar þetta er virt þykir framburður brotaþola vera trúverðugur. Verður hann lagður til grundvallar og talið nægilega sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir og varðar við þar tilgreind refsiákvæði,“ segir í dómnum. Þá leit dómurinn til hárrar elli mannsins við ákvörðun refsingu. Dómsmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira
Eldri karlmaður á Norðurlandi hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á ungri stúlku. Brot mannsins, sem var fósturafi stúlkunnar, áttu sér stað frá því að hún var þriggja ára gömul og til ellefu eða tólf ára aldurs. Lét hann stúlkuna snerta kynfæri sín í fjölda skipta og gerði slíkt hið sama við stúlkuna að því er fram kemur í dómnum sem kveðinn var upp í fjölskipuðum Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir viku. Maðurinn þarf að greiða stúlkunni 2,5 milljónir króna í bætur.Í dómnum kemur fram að brot mannsins hafi átt sér stað þegar hann gætti stúlkunnar síðdegis. Þau hefðu átt sér stað í hægindastól hans væru þau ein heima en á baðherberginu væri amma hennar heima. Stúlkan greindi frá því að brotin hefðu hafist við þriggja ára aldur þegar maðurinn hefði fengið hana með sér niður að bryggju og látið hana snerta á honum typpið. Það hefði einnig gerst heima hjá honum. Það hefði svo stigmanast með árunum. Eftir að amma stúlkunnar lést og stúlkan eltist gerðist hann ágengari við stúlkuna, fór að þreifa á brjóstum hennar og kynfærum. Vegna vanlíðunar og hegðunarvanda stúlkunnar fór hún í sálfræðimeðferð hjá barnaverndarnefnd. Þar greindi hún í skrefum frá kynferðisbrotum fósturafa síns.Neitaði að tjá sig Fósturafinn neitaði sök fyrir dómi og neitaði að tjá sig um sakargiftirnar. Var því ekki unnt að leggja mat á trúverðugleika framburðar hans. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að framburður stúlkunnar fái stoð í nokkrum atriðum. Meðal annars greindi stúlkan frá því að hún hefði sem barn gert sér að leik að úthluta klósettpappír. Fósturafinn hefði oft fylgt henni á klósettið og brotið á henni þar. Fósturmóðir og -systir stúlkunnar könnuðust við þetta og minntust að þau hefðu oft farið saman á salernið. Vottorð sálfræðinga sögðu einnig að einkenni stúlkunnar væru þess eðlis að þau gætu vel verið afleiðingar þeirra brota sem hún lýsti. Einnig frásögn fósturföður af stúlkunni að hún hefði brotnað saman í bakaríi sem stúlkan segir fósturafan hafa farið með sig í áður en hann braut á henni. Þá lýsti sálfræðingur því að það hefði fengið mjög á stúlkuna þegar hann andvarpaði því það minnti á andvarp frá brotaþola. „Þegar þetta er virt þykir framburður brotaþola vera trúverðugur. Verður hann lagður til grundvallar og talið nægilega sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir og varðar við þar tilgreind refsiákvæði,“ segir í dómnum. Þá leit dómurinn til hárrar elli mannsins við ákvörðun refsingu.
Dómsmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira