Sætaskipti í hlerunarmáli Hreiðars Más Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. apríl 2018 04:45 Hreiðar Már sést hér ganga um dómsalinn áður en aðalmeðferðin hófst. Að baki honum sést lögmaður hans, Ólafur Eiríksson. vísir/eyþór Aðalmeðferð í máli sem er afkvæmi hrunsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Um er að ræða miskabótamál Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, gegn íslenska ríkinu. Í málinu gerir Hreiðar kröfu um tíu milljóna króna miskabætur vegna ólögmætra símhlerana. Byggir hann meðal annars á því að ranglega hafi verið staðið að uppkvaðningu úrskurðar um símhlerun og að það brjóti gegn réttindum einstaklings að hlera hann meðan hann hefur stöðu sakbornings. Óhætt er að segja að málsaðilar hafi haft sætaskipti frá því sem vant hefur verið undanfarin ár. Hreiðar Már sat við hlið lögmanns síns í sæti sækjanda. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari og fyrrverandi sérstakur saksóknari, og Björn Þorvaldsson saksóknari settust í sæti vitnis. Hið sama gerði hæstaréttardómarinn Benedikt Bogason. Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður hjá sérstökum saksóknara, gaf fyrstur skýrslu en hann hefur reglulega verið vitni í málum sérstaks saksóknara. Hefur hann áður lýst því sem vitni og í fjölmiðlum hvernig hann taldi pott brotinn við símhleranir embættisins. Í gær lýsti hann atburðarás sem hann hefur áður sagt frá. Sagði hann að hann hefði verið á skrifstofu sinni þegar annar lögreglumaður, Bjarni Ólafur Ólafsson, kom til hans og sagði að upp hefði komið vandamál. Gleymst hefði að endurnýja hlerunarúrskurð gegn Hreiðari Má og þeir þyrftu að stökkva til dómara til að græja það.„Ég hélt að við værum að fara niður í héraðsdóm en þess í stað fórum við á heimili hans,“ sagði Jón Óttar. Þar hafi Benedikt Bogason tekið á móti þeim, kveikt á tölvunni og hafist handa við að skrifa úrskurðarorðið. Ekki hafi gefist tími til að skrifa úrskurð og forsendur hans í heild sinni. Að svo búnu hafi þeir rokið út og farið með úrskurðarorðið til tæknideildar lögreglunnar. „Þegar ég er að fara í skóna á ný þá kemur Benedikt og spyr hvort hann fái ekki eitthvað frá saksóknara um þetta á eftir,“ sagði Jón Óttar.Notaði persónulegt póstfang Benedikt gaf næstur skýrslu og hafnaði þessari frásögn alfarið. Hann viðhefði ekki slíkt verklag auk þess sem gögn staðfestu að hann hefði verið í dómhúsinu við Lækjartorg þennan dag. Þetta hafi verið fjórði úrskurðurinn þessa efnis og hann því þekkt málið. Sagði hann að þinghald hefði verið á Lækjartorgi fyrr um daginn en úrskurður ekki verið tilbúinn við lok þess. Því hefðu lögreglumennirnir komið og fengið úrskurðinn á heimili hans. „Ég man eftir að Bjarni, en hann kannaðist ég lítillega við, kom heim til að fá úrskurðinn. Það er af og frá að ég hafi skrifað úrskurðinn á staðnum,“ sagði Benedikt. Mundi hann ekki hvort hann afhenti mönnunum tveimur úrskurðinn í heild sinni eða úrskurðarorðið eingöngu enda átta ár frá atburðinum. Aðspurður um verklagið sagði hann að alvanalegt hefði verið að saksóknari hefði hringt eða sent tölvupóst fyrir fram. Í þessu máli Hreiðars hefði hann kveðið upp þrjá hlerunarúrskurði á fyrri stigum og því hefði ekki verið þörf á að kynna sér málið sérstaklega á þessu stigi. Meðal gagna málsins var afrit af slíkum tölvupósti sem sendur var á persónulegt netfang Benedikts en ekki netfang hans hjá Héraðsdómi Vesturlands. „Þegar ég var ekki á embættinu þá notaði ég mitt persónulega netfang þegar ég var ekki í Borgarnesi. Ég hefði vafalaust getað notað hitt en ég gerði það ekki. Það æxlaðist svona í þessu tilfelli,“ segir Benedikt.Benedikt Bogason, hæstaréttardómari.Benedikt var spurður út í tölvupóst sem hann fékk sendan frá Ólafi eftir að hlerunarúrskurðurinn var kveðinn upp. „Þetta skjal er ekki í samræmi við neinar aðrar beiðnir í öðrum málum og ég átta mig ekki á því,“ sagði Benedikt og leiddi að því líkur að mögulega hefði verið stefnt að því að leiðrétta einhvern annmarka. Lögmanni Hreiðars þótti undarlegt að slíkt skjal hefði verið sent þegar úrskurðurinn lá þegar fyrir. Aðspurður um tölvupóst til Ólafs, frá Huldu Hákonardóttur, en þar kemur fram að Hreiðar átti að losna úr varðhaldi þann 18. maí, sagði Benedikt að sennilega hefði Ólafur heyrt í honum og fært þetta í tal við sig. „Þá hef ég ábyggilega sagt að rétt væri að gera þetta þann 17. maí því þann 18. er ég með reglulegt dómþing í Borgarnesi og málum hlaðinn. Líkindi standa til þess að ég hafi haft áhrif á að þetta var gert með þessum hætti á mánudeginum en ekki þriðjudeginum,“ sagði Benedikt. „Það er algjört kjaftæði“ Hinn lögreglumaðurinn, Bjarni Ólafur Ólafsson, gaf einnig skýrslu um atburði dagsins. Sagði hann að mikið hefði gengið á hjá embættinu þennan dag og því hefði hann verið sendur til að sækja úrskurðinn. „Ég tók Jón Óttar með mér því hann var í sambandi við tæknideildina sem sér um að „hengja upp“ hlustunina,“ sagði Bjarni. Kannaðist hann ekki við frásögn Jóns. Þeir hefðu farið á heimili Benedikts, hann hefði tekið á móti þeim og afhent úrskurðinn í heild sinni auk svokallaðs „stimpilblaðs“ sem hafði eingöngu úrskurðarorðið að geyma. „Ég hef aldrei heyrt um það. Það er algjört kjaftæði,“ sagði Bjarni Ólafur aðspurður hvort úrskurðarorðið hefði fengist áður en úrskurðurinn sjálfur var kveðinn upp. Pósturinn til leiðréttingar „Fyrsta hugsunin var að skýla aðgerðinni eins og unnt væri og fyrirbyggja að upplýsingar lækju út. Því fórum við ekki með beiðnina í Héraðsdóm Reykjavíkur heldur til Héraðsdóms Vesturlands þar sem hann er fámennari,“ sagði Ólafur Þór Hauksson aðspurður af Einari Karli Hallvarðssyni ríkislögmanni. Ólafur sagði að þann 17. maí hefði hann mætt í þinghald við Héraðsdóm Vesturlands sem háð var í húsnæði Héraðsdóms Reykjavíkur. Hann hefði haft með sér kröfu um símhlerun og útprentaða upplýsingaskýrslu. „Síðan er þarna tölvupóstur [til Benedikts] síðar um daginn sem ég man ekki tildrögin að. Kann að vera að hann hafi verið sendur til að leiðrétta fyrirliggjandi beiðni,“ sagði Ólafur. Meðal málsástæðna Hreiðars er að hlustað hafi verið á símtöl milli sakbornings og verjanda. Ólafur hafnaði að slíkt hefði gerst með þeim fyrirvara að eðli málsins samkvæmt hefði ekki legið fyrir við upphaf símtalsins hverjir ræddu saman. Hlustun hefði verið hætt þegar það lá fyrir. Þó mundi hann eftir tilviki, sem varðaði annan banka en Kaupþing, þar sem starfsmaður talaði um slíkt símtal á kaffistofunni. „Við Benedikt ræddum málið þegar það kom upp og um gögnin en það höfum við ekki gert,“ sagði Ólafur inntur eftir því hvort hann og Benedikt hefðu samræmt framburð sinn. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira
Aðalmeðferð í máli sem er afkvæmi hrunsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Um er að ræða miskabótamál Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, gegn íslenska ríkinu. Í málinu gerir Hreiðar kröfu um tíu milljóna króna miskabætur vegna ólögmætra símhlerana. Byggir hann meðal annars á því að ranglega hafi verið staðið að uppkvaðningu úrskurðar um símhlerun og að það brjóti gegn réttindum einstaklings að hlera hann meðan hann hefur stöðu sakbornings. Óhætt er að segja að málsaðilar hafi haft sætaskipti frá því sem vant hefur verið undanfarin ár. Hreiðar Már sat við hlið lögmanns síns í sæti sækjanda. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari og fyrrverandi sérstakur saksóknari, og Björn Þorvaldsson saksóknari settust í sæti vitnis. Hið sama gerði hæstaréttardómarinn Benedikt Bogason. Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður hjá sérstökum saksóknara, gaf fyrstur skýrslu en hann hefur reglulega verið vitni í málum sérstaks saksóknara. Hefur hann áður lýst því sem vitni og í fjölmiðlum hvernig hann taldi pott brotinn við símhleranir embættisins. Í gær lýsti hann atburðarás sem hann hefur áður sagt frá. Sagði hann að hann hefði verið á skrifstofu sinni þegar annar lögreglumaður, Bjarni Ólafur Ólafsson, kom til hans og sagði að upp hefði komið vandamál. Gleymst hefði að endurnýja hlerunarúrskurð gegn Hreiðari Má og þeir þyrftu að stökkva til dómara til að græja það.„Ég hélt að við værum að fara niður í héraðsdóm en þess í stað fórum við á heimili hans,“ sagði Jón Óttar. Þar hafi Benedikt Bogason tekið á móti þeim, kveikt á tölvunni og hafist handa við að skrifa úrskurðarorðið. Ekki hafi gefist tími til að skrifa úrskurð og forsendur hans í heild sinni. Að svo búnu hafi þeir rokið út og farið með úrskurðarorðið til tæknideildar lögreglunnar. „Þegar ég er að fara í skóna á ný þá kemur Benedikt og spyr hvort hann fái ekki eitthvað frá saksóknara um þetta á eftir,“ sagði Jón Óttar.Notaði persónulegt póstfang Benedikt gaf næstur skýrslu og hafnaði þessari frásögn alfarið. Hann viðhefði ekki slíkt verklag auk þess sem gögn staðfestu að hann hefði verið í dómhúsinu við Lækjartorg þennan dag. Þetta hafi verið fjórði úrskurðurinn þessa efnis og hann því þekkt málið. Sagði hann að þinghald hefði verið á Lækjartorgi fyrr um daginn en úrskurður ekki verið tilbúinn við lok þess. Því hefðu lögreglumennirnir komið og fengið úrskurðinn á heimili hans. „Ég man eftir að Bjarni, en hann kannaðist ég lítillega við, kom heim til að fá úrskurðinn. Það er af og frá að ég hafi skrifað úrskurðinn á staðnum,“ sagði Benedikt. Mundi hann ekki hvort hann afhenti mönnunum tveimur úrskurðinn í heild sinni eða úrskurðarorðið eingöngu enda átta ár frá atburðinum. Aðspurður um verklagið sagði hann að alvanalegt hefði verið að saksóknari hefði hringt eða sent tölvupóst fyrir fram. Í þessu máli Hreiðars hefði hann kveðið upp þrjá hlerunarúrskurði á fyrri stigum og því hefði ekki verið þörf á að kynna sér málið sérstaklega á þessu stigi. Meðal gagna málsins var afrit af slíkum tölvupósti sem sendur var á persónulegt netfang Benedikts en ekki netfang hans hjá Héraðsdómi Vesturlands. „Þegar ég var ekki á embættinu þá notaði ég mitt persónulega netfang þegar ég var ekki í Borgarnesi. Ég hefði vafalaust getað notað hitt en ég gerði það ekki. Það æxlaðist svona í þessu tilfelli,“ segir Benedikt.Benedikt Bogason, hæstaréttardómari.Benedikt var spurður út í tölvupóst sem hann fékk sendan frá Ólafi eftir að hlerunarúrskurðurinn var kveðinn upp. „Þetta skjal er ekki í samræmi við neinar aðrar beiðnir í öðrum málum og ég átta mig ekki á því,“ sagði Benedikt og leiddi að því líkur að mögulega hefði verið stefnt að því að leiðrétta einhvern annmarka. Lögmanni Hreiðars þótti undarlegt að slíkt skjal hefði verið sent þegar úrskurðurinn lá þegar fyrir. Aðspurður um tölvupóst til Ólafs, frá Huldu Hákonardóttur, en þar kemur fram að Hreiðar átti að losna úr varðhaldi þann 18. maí, sagði Benedikt að sennilega hefði Ólafur heyrt í honum og fært þetta í tal við sig. „Þá hef ég ábyggilega sagt að rétt væri að gera þetta þann 17. maí því þann 18. er ég með reglulegt dómþing í Borgarnesi og málum hlaðinn. Líkindi standa til þess að ég hafi haft áhrif á að þetta var gert með þessum hætti á mánudeginum en ekki þriðjudeginum,“ sagði Benedikt. „Það er algjört kjaftæði“ Hinn lögreglumaðurinn, Bjarni Ólafur Ólafsson, gaf einnig skýrslu um atburði dagsins. Sagði hann að mikið hefði gengið á hjá embættinu þennan dag og því hefði hann verið sendur til að sækja úrskurðinn. „Ég tók Jón Óttar með mér því hann var í sambandi við tæknideildina sem sér um að „hengja upp“ hlustunina,“ sagði Bjarni. Kannaðist hann ekki við frásögn Jóns. Þeir hefðu farið á heimili Benedikts, hann hefði tekið á móti þeim og afhent úrskurðinn í heild sinni auk svokallaðs „stimpilblaðs“ sem hafði eingöngu úrskurðarorðið að geyma. „Ég hef aldrei heyrt um það. Það er algjört kjaftæði,“ sagði Bjarni Ólafur aðspurður hvort úrskurðarorðið hefði fengist áður en úrskurðurinn sjálfur var kveðinn upp. Pósturinn til leiðréttingar „Fyrsta hugsunin var að skýla aðgerðinni eins og unnt væri og fyrirbyggja að upplýsingar lækju út. Því fórum við ekki með beiðnina í Héraðsdóm Reykjavíkur heldur til Héraðsdóms Vesturlands þar sem hann er fámennari,“ sagði Ólafur Þór Hauksson aðspurður af Einari Karli Hallvarðssyni ríkislögmanni. Ólafur sagði að þann 17. maí hefði hann mætt í þinghald við Héraðsdóm Vesturlands sem háð var í húsnæði Héraðsdóms Reykjavíkur. Hann hefði haft með sér kröfu um símhlerun og útprentaða upplýsingaskýrslu. „Síðan er þarna tölvupóstur [til Benedikts] síðar um daginn sem ég man ekki tildrögin að. Kann að vera að hann hafi verið sendur til að leiðrétta fyrirliggjandi beiðni,“ sagði Ólafur. Meðal málsástæðna Hreiðars er að hlustað hafi verið á símtöl milli sakbornings og verjanda. Ólafur hafnaði að slíkt hefði gerst með þeim fyrirvara að eðli málsins samkvæmt hefði ekki legið fyrir við upphaf símtalsins hverjir ræddu saman. Hlustun hefði verið hætt þegar það lá fyrir. Þó mundi hann eftir tilviki, sem varðaði annan banka en Kaupþing, þar sem starfsmaður talaði um slíkt símtal á kaffistofunni. „Við Benedikt ræddum málið þegar það kom upp og um gögnin en það höfum við ekki gert,“ sagði Ólafur inntur eftir því hvort hann og Benedikt hefðu samræmt framburð sinn.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira