Það sem ekki má Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 5. apríl 2018 10:00 Það hefur löngum einkennt íslensk stjórnvöld að gera ráð fyrir að þjóðin kunni ekki fótum sínum forráð. Þess vegna er talið afar brýnt að hafa ekki einungis vit fyrir þjóðinni heldur einnig sérstakt eftirlit með henni. Þessar miður geðslegu áherslur ráðamanna hafa enn og aftur skotið upp kollinum vegna tillögu nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla en þar er lagt til að afnema bann við áfengisauglýsingum. Ein hlið þessa máls snýst um þær tekjur sem fjölmiðlar gætu aflað sér yrðu áfengisauglýsingar leyfðar, en þær yrðu allnokkrar og gætu styrkt stöðu einkarekinna fjölmiðla. Í flestum tilvikum veitir sannarlega ekki af því. Það er hins vegar ekki meginatriði málsins heldur hitt að bannið er tilgangslaust og skilar engum árangri. Auk þess felst í því forræðishyggja af allra versta tagi. Enn sem fyrr sýnir sig að ráðamenn vilja stjórna lífi fólks með boðum og bönnum. Mennta- og menningarmálaráðherra þjóðarinnar, Lilja Alfreðsdóttir, stígur alvöruþrungin fram í fjölmiðlum, upptekin við að leggja þjóðinni lífsreglurnar og segir að lýðheilsustefna muni ráða því hvaða stefna verði tekin í málinu. Allir vita hvað það þýðir. Ráðherrann hefur einfaldlega engan áhuga á að banninu verði aflétt. Afturhald allra stjórnmálaflokka mun vafalítið taka sér varðstöðu við hlið ráðherrans. Það er sérkennileg þversögn fólgin í því að áfengisauglýsingar skuli vera bannaðar hér á landi en um leið ofur sýnilegar. Nútímamaðurinn er hluti af alþjóðasamfélaginu, er á samfélagsmiðlum, á vefnum, horfir á erlendar sjónvarpsstöðvar og les erlend blöð og tímarit. Þar blasa áfengisauglýsingar frá erlendum framleiðendum við hverjum sem þær vill sjá. Íslenskir áfengisframleiðendur og innflytjendur eiga ekki kost á því að auglýsa vöru sína hér á landi, sem er fáránlegt. Þeir hafa brugðið á það ráð að fara á svig við lögin með auglýsingum þar sem léttöl er auglýst í stað bjórs. Eitthvað mun svo um að þeir hafi farið nýja og óhindraða leið og birt áfengisauglýsingar á samfélagsmiðlum. Engar sérstakar fréttir berast af því að áfengisauglýsingar hafi illilega afvegaleitt þá einstaklinga sem þær sjá. Síst er ástæða til að ætla að Íslendingar muni umbreytast í brennivínsóða berserki verði áfengisauglýsingar heimilaðar hér á landi og sýnilegar í fjölmiðlum. Ekki frekar en gerðist á Íslandi þegar banni var aflétt af sölu á áfengu öli. Fjölmennur grátkór mátti engan veginn til þess hugsa að landsmenn gætu keypt sér bjór og þuldi spádóma sína um stanslausa dag- og næturdrykkju landsmanna með tilheyrandi hörmungum eins og börnum ráfandi um á vergangi meðan foreldrarnir lægju einhvers staðar afvelta vegna áfengisdrykkju. Raunveruleikinn reyndist allt annar. Í ljós kom að þjóðinni var treystandi til að drekka bjór. Allir vita af áfengisauglýsingum en samt kjósa ráðamenn að láta sem þær séu ekki til. Þeir trúa á bann sem hefur samt alls enga þýðingu því það sem er bannað er öllum sýnilegt. Þetta má með sanni kallast að stinga höfðinu í sandinn. Er ekki kominn tími til að ranka við sér og lifa í samtímanum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Það hefur löngum einkennt íslensk stjórnvöld að gera ráð fyrir að þjóðin kunni ekki fótum sínum forráð. Þess vegna er talið afar brýnt að hafa ekki einungis vit fyrir þjóðinni heldur einnig sérstakt eftirlit með henni. Þessar miður geðslegu áherslur ráðamanna hafa enn og aftur skotið upp kollinum vegna tillögu nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla en þar er lagt til að afnema bann við áfengisauglýsingum. Ein hlið þessa máls snýst um þær tekjur sem fjölmiðlar gætu aflað sér yrðu áfengisauglýsingar leyfðar, en þær yrðu allnokkrar og gætu styrkt stöðu einkarekinna fjölmiðla. Í flestum tilvikum veitir sannarlega ekki af því. Það er hins vegar ekki meginatriði málsins heldur hitt að bannið er tilgangslaust og skilar engum árangri. Auk þess felst í því forræðishyggja af allra versta tagi. Enn sem fyrr sýnir sig að ráðamenn vilja stjórna lífi fólks með boðum og bönnum. Mennta- og menningarmálaráðherra þjóðarinnar, Lilja Alfreðsdóttir, stígur alvöruþrungin fram í fjölmiðlum, upptekin við að leggja þjóðinni lífsreglurnar og segir að lýðheilsustefna muni ráða því hvaða stefna verði tekin í málinu. Allir vita hvað það þýðir. Ráðherrann hefur einfaldlega engan áhuga á að banninu verði aflétt. Afturhald allra stjórnmálaflokka mun vafalítið taka sér varðstöðu við hlið ráðherrans. Það er sérkennileg þversögn fólgin í því að áfengisauglýsingar skuli vera bannaðar hér á landi en um leið ofur sýnilegar. Nútímamaðurinn er hluti af alþjóðasamfélaginu, er á samfélagsmiðlum, á vefnum, horfir á erlendar sjónvarpsstöðvar og les erlend blöð og tímarit. Þar blasa áfengisauglýsingar frá erlendum framleiðendum við hverjum sem þær vill sjá. Íslenskir áfengisframleiðendur og innflytjendur eiga ekki kost á því að auglýsa vöru sína hér á landi, sem er fáránlegt. Þeir hafa brugðið á það ráð að fara á svig við lögin með auglýsingum þar sem léttöl er auglýst í stað bjórs. Eitthvað mun svo um að þeir hafi farið nýja og óhindraða leið og birt áfengisauglýsingar á samfélagsmiðlum. Engar sérstakar fréttir berast af því að áfengisauglýsingar hafi illilega afvegaleitt þá einstaklinga sem þær sjá. Síst er ástæða til að ætla að Íslendingar muni umbreytast í brennivínsóða berserki verði áfengisauglýsingar heimilaðar hér á landi og sýnilegar í fjölmiðlum. Ekki frekar en gerðist á Íslandi þegar banni var aflétt af sölu á áfengu öli. Fjölmennur grátkór mátti engan veginn til þess hugsa að landsmenn gætu keypt sér bjór og þuldi spádóma sína um stanslausa dag- og næturdrykkju landsmanna með tilheyrandi hörmungum eins og börnum ráfandi um á vergangi meðan foreldrarnir lægju einhvers staðar afvelta vegna áfengisdrykkju. Raunveruleikinn reyndist allt annar. Í ljós kom að þjóðinni var treystandi til að drekka bjór. Allir vita af áfengisauglýsingum en samt kjósa ráðamenn að láta sem þær séu ekki til. Þeir trúa á bann sem hefur samt alls enga þýðingu því það sem er bannað er öllum sýnilegt. Þetta má með sanni kallast að stinga höfðinu í sandinn. Er ekki kominn tími til að ranka við sér og lifa í samtímanum?
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun